Röng hugtakanotkun um ţjóđerni lána
19.9.2017 | 22:34
Í međfylgjandi frétt gćtir misvísandi og rangrar hugtakanotkunar um ţjóđerni lána, sem hefur veriđ ţrálát í umrćđu um slík lán. Talađ er jöfnum höndum um "lán í erlendri mynt" og "erlend lán". Ţetta tvennt er ţó engan veginn jafngilt.
Ţađ sem rćđur ţví hvort lán er "innlent" eđa "erlent" er einfaldlega hvort ţađ er tekiđ í heimalandi lántakandans eđa í öđru landi. Ţannig er lán sem íslenskur ađili tekur hjá íslenskum banka alltaf íslenskt lán, óháđ gjaldmiđli ţess.
Ef íslenskur ađili myndi aftur á móti taka lán hjá erlendum banka t.d. Deutsche Bank ţá vćri ţađ erlent lán, alveg óháđ ţví hvađa gjaldmiđlar eru lánađir. Ef ţýski bankinn myndi lána íslenskar krónur ţá vćri ţađ samt erlent lán.
Gjaldmiđill lánsfjár rćđur ekki skilgreiningu á ţjóđerni láns heldur rćđst ţađ af ţví hvort ţjóđerni lánveitanda og lántaka er ţađ sama eđa ólíkt. Íslensk lán mega vera í hvađa gjaldmiđli sem er, líkt og ef ég myndi fá lánađa 100 dollara hjá nágranna mínum.
Rétt er ţó ađ taka fram ađ ţađ er ennţá ólöglegt á Íslandi ađ tengja lán í íslenskum krónum viđ gengi erlendra gjaldmiđla. Slíkt fyrirkomulag tíđkađist áđur en ţađ breytir engu um ađ slík lán eru íslensk og í íslenskum krónum. Gengisviđmiđunin er einfaldlega ólöglegt form verđtryggingar lánsfjár í íslenskum krónum.
Áhćtta vegna vćgis erlendra lána | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Meginflokkur: Viđskipti og fjármál | Aukaflokkar: Gengistrygging, Verđtrygging | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.