Röng hugtakanotkun um þjóðerni lána

Í meðfylgjandi frétt gætir misvísandi og rangrar hugtakanotkunar um þjóðerni lána, sem hefur verið þrálát í umræðu um slík lán. Talað er jöfnum höndum um "lán í erlendri mynt" og "erlend lán". Þetta tvennt er þó engan veginn jafngilt.

Það sem ræður því hvort lán er "innlent" eða "erlent" er einfaldlega hvort það er tekið í heimalandi lántakandans eða í öðru landi. Þannig er lán sem íslenskur aðili tekur hjá íslenskum banka alltaf íslenskt lán, óháð gjaldmiðli þess.

Ef íslenskur aðili myndi aftur á móti taka lán hjá erlendum banka t.d. Deutsche Bank þá væri það erlent lán, alveg óháð því hvaða gjaldmiðlar eru lánaðir. Ef þýski bankinn myndi lána íslenskar krónur þá væri það samt erlent lán.

Gjaldmiðill lánsfjár ræður ekki skilgreiningu á þjóðerni láns heldur ræðst það af því hvort þjóðerni lánveitanda og lántaka er það sama eða ólíkt. Íslensk lán mega vera í hvaða gjaldmiðli sem er, líkt og ef ég myndi fá lánaða 100 dollara hjá nágranna mínum.

Rétt er þó að taka fram að það er ennþá ólöglegt á Íslandi að tengja lán í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Slíkt fyrirkomulag tíðkaðist áður en það breytir engu um að slík lán eru íslensk og í íslenskum krónum. Gengisviðmiðunin er einfaldlega ólöglegt form verðtryggingar lánsfjár í íslenskum krónum.


mbl.is Áhætta vegna vægis erlendra lána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband