Kostuleg rangfærsla dómsmálaráðherra

Á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um uppreist æru sem haldinn var á Alþingi í morgun lét dómsmálaráðherra svohljóðandi ummæli falla (59:22):

"Er sanngjarnt að halda því fram að til dæmis einhver sem gaf umsögn í máli árið 1995, að hann hafi mátt þá vænta þess að nafnið hans yrði komið inn á eitthvað internet árið 2017? Það var ekki búið að finna upp internetið, sko, þá." [þ.e. árið 1995]

Ráðherrann heldur kannski líka að Al Gore hafi fundið upp internetið?

Til fróðleiks eru hér nokkrir lykilatburðir í þróun internetsins:

  • Október 1962: Rannsóknarstofnun varnarmála í Bandaríkjunum (DARPA) hefur þróun á þeirri tækni sem síðar varð að internetinu.
  • September 1969: Fyrsti netþjóninn gangsettur við Kaliforníuháskóla.
  • Október 1969: Fyrsta skeytið sent milli tveggja netþjóna.
  • 1971: Ray Tomlinson sendir sjálfum sér fyrsta tölvupóstinn.
  • Maí 1974: TCP/IP samskiptastaðallinn birtur opinberlega í fagtímariti og verður í kjölfarið grundvöllur internetsins eins og það þekkist í dag.
  • 1980-1990: Ýmsir þjónustuaðilar koma fram á sjónarsviðið sem bjóða almennum notendum aðgang að internetinu.
  • 1986: Vísir að netvæðingu hefst á Íslandi.
  • 21. júlí 1989: Ísland tengist hinu eiginlega interneti.
  • 1989: Tim Berners-Lee finnur upp veraldarvefinn.
  • 1991: Tim Berners-Lee gefur út fyrsta vafrann.
  • 1993: Fyrsta netþjónustufyrirtækið stofnað á Íslandi sem gefur almenningi kost á aðgangi að internetinu.
  • 1995: Aðgangur að internetinu opnaður að fullu fyrir almenning og fyrirtæki í Bandaríkjunum.

Af þessum staðreyndum má ráða að internetið var ekki fundið upp á einum degi enda er það ekki ein uppfinning heldur samansafn margra. Engu að síður er morgunljóst að það varð til löngu fyrir árið 1995 þegar það var orðið aðgengilegt almenningi víðast hvar í Ameríku og Evrópu. Þrátt fyrir ýmislegt sem á undan hefur gengið er þó örugglega hægt að fyrirgefa ráðherranum að hafa ekki þessar tilteknu staðreyndir alveg á hreinu.


mbl.is Sigríður: „Afskaplega ómaklegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Góður Guðmundur...smile

Sigurður Kristján Hjaltested, 19.9.2017 kl. 18:59

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hártoganirnar geta verið langsóttar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.9.2017 kl. 22:01

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já þær geta verið það en þetta er hvokri hártogun né langsótt. Ráðherra fór einfaldlega með rangt mál þegar hún hélt því fram að internetið hefði ekki verið fundið upp árið 1995. Ég varð sjálfur notandi um svipað leyti og þá var það ekki ný uppfinning þó vissulega hafi það ekki verið eins háþróað og í dag.

Eins og fram kemur í niðurlagi pistilsins er þó alveg sársaukalaust að fyrirgefa ráðherranum þennan tiltekna misskilning. Enda hefur sýnt sig að lögfræðingar eru ekki endilega í fararbroddi þegar kemur að því að tileinka sér nýja tækni.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.9.2017 kl. 22:14

4 identicon

Afl samfélagsmiðla í gegnum internetið var ekki til 1995, líklega svona síðustu 10 ár sem internetið hefur verið að taka út þann "þroska". 

Ætli hún hafi nú ekki verið að vísa til þess.  

Venjulegan og óvenjulegan Íslending hefur ekki órað fyrir því 1995 hverni internetið myndi 20 árum síðan verið farið að spila aðal rulluna í pólitíkinni á Íslandi og víðar. 

Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 19.9.2017 kl. 22:14

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Frumkvöðlar internetsins höfðu slíka framsýni en það er rétt að hún skilaði sér ekki til almennings fyrr en löngu seinna.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.9.2017 kl. 23:10

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Var þetta ekki líking hjá dómsmálaráðherra, ekki að þetta skipti nokkru máli.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.9.2017 kl. 23:17

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég vitnaði orðrétt í dómsmálaráðherra þar sem hún hélt því fram fyrirvaralaust að internetið hefði ekki verið fundið upp árið 1995. Sú fullyrðing er augljóslega röng. Hún setti þessi fullyrðingu fram í samhengi sem hún sjálf taldi augljóslega skipta máli ef hlustað er á fundinn. En ég get þó tekið undir það að raunverulega skiptir þetta engu máli þar sem upplýsingalög gera engan greinarmun á því hvort internetið hafði verið fundið upp þegar gögn urðu til.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.9.2017 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband