Tillaga að útfærslu...
21.3.2017 | 22:18
...á mislægum gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar ("Sprengisandur"):
Þessi tillaga hefur legið hér frammi frá árinu 2008. Hún hefur þann ótvíræða kost að vera laus við alla þverun þannig að ekkert hindrar frjálst flæði umferðar. Til að mynda á umferð frá Bústaðavegi greiða leið upp í Ártúnsbrekku án þess að þurfa að fara í gegnum neinar sérstakar slaufur. Veitingahúsið við Sprengisand gæti jafnvel staðið áfram á sínum stað þó það yrði reyndar lokað inni í einni umferðarslaufunni, en bensínstöðina sem er þar við hlið þyrfti líklega að færa eilítið til norðvesturs.
Til samanburðar má sjá núverandi gatnamót hér fyrir neðan.
Einnig loftmyndir hér.
![]() |
Borgin vill viðræður um gatnamót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.