Röng þýðing: "Æfing" er ekki lagahugtak

Því miður virðast hafa orðið "þýðingarmistök" við endurritun viðtengdrar fréttar um þróun mála vestanhafs varðandi tilskipun Bandaríkjaforseta um svokallað ferðabann.

Samkvæmt tilvitnun Washington post (innan gæsalappa) er textinn sem um ræðir svohljóðandi: "...a lawful exercise of the President’s authority..."

Samkvæmt hugtakasafni þýðingarmiðstöðvar utanríkisráðuneytis Íslands hefur orðalagið "exercise powers" merkinguna "að beita (vald)heimildum".

Samkvæmt hugtakasafni þýðingarmiðstöðvar utanríkisráðuneytis Íslands hefur orðalagið "exercise of official authority" merkinguna "beiting opinbers valds".

Samkvæmt hugtakasafni þýðingarmiðstöðvar utanríkisráðuneytis Íslands hefur orðalagið "exercise of implementing powers" merkinguna "(að) beita framkvæmdavaldi".

Samkvæmt bandarískri stjórnskipan fer forsetinn bæði með framkvæmdavald og löggjafarvald (að vissu leyti) sem á sér hliðstæðu í 2. gr. Stjórnarskrár Íslands.

Þannig virðist vera morgunljóst að orðalagið í tilvitnaðri frétt Washington Post á við um beitingu opinbers valds forseta Bandaríkjanna en ekki neinar "æfingar".

Það skal tekið skýrt fram að með þessu er engin afstaða tekin til málsins önnur en sú að þýðing fréttaritara virðist í þessu tilviki vera röng.

Án þess að hafa rannsakað málið sérstaklega virðist þó í fljótu bragði mega segja sem svo að líklega sé tilskipunin sjálf líka röng að ýmsu leyti.

Góðar stundir og afsakið allar gæsalappirnar.


mbl.is Telja lögin vera með Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það hefur hver sinn stíl og þær undirstrika mikilvægi þess sem er á milli lappa þeirra,fullkomin skýring. 

Helga Kristjánsdóttir, 7.2.2017 kl. 14:35

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Viti menn, texti fréttarinnar hefur nú verið leiðréttur.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.2.2017 kl. 14:45

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er mikið að þú sérð það.

Helga Kristjánsdóttir, 7.2.2017 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband