Óhagstæðari en 3,2% verðtryggt?
12.3.2016 | 02:39
Félagsbústaðir hafa óskað eftir því að 500 milljóna króna lántaka félagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga verði tryggð með veði í útsvarstekjum Reykjavíkurborgar.
Beiðnin var tekin fyrir á fundi borgarráðs í gær og var samþykkt að vísa erindinu til borgarstjórnar. Lánið er til fjörtíu ára og með verðtryggðum 3,2 prósent vöxtum.
Lánið er tekið til að fjármagna kaup á félagslegu húsnæði og til uppgreiðslu óhagstæðari lána Félagsbústaða sem tekin voru til kaupa og viðhalds á félagslegu húsnæði.
Óhagstæðari lána en á verðtryggðum 3,2% vöxtum? Hversu mikið óhagstæðari???
500 milljóna lán tryggt með útsvari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Verðtrygging | Facebook
Athugasemdir
Íbúðalánasjóður, Hinn nýi.
SJÓÐUR "0"
taki við húsnæðislánum.
SJÓÐUR „0“ lánar til 30 eða 40 ára verðtryggt í launum,
og vextir 0,5% umsýsla.
Egilsstaðir, 12.03.2016 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 12.3.2016 kl. 14:45
Það væri ekki úr vegi að skoða aðeins ársreikning Félagsbústaða þá kemur margt fróðlegt í ljós.
Jóhann Elíasson, 12.3.2016 kl. 16:25
Ég vil allavega ekki að útsvarið mitt sé veðsett til tryggingar á þessum ósóma. Ef viðskiptavinir félagsbústaða eiga að bera þessa vaxtabyrði væru þeir betur settir með að taka bara sjálfir verðtryggð lán á þessum vöxtum til húsnæðiskaupa, og sleppa því að borga álag á það fyrir yfirbygginguna í rekstri Félagsbústaða.
Guðmundur Ásgeirsson, 12.3.2016 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.