Óhagstæðari en 3,2% verðtryggt?

Fé­lags­bú­staðir hafa óskað eft­ir því að 500 millj­óna króna lán­taka fé­lags­ins hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga verði tryggð með veði í út­svar­s­tekj­um Reykja­vík­ur­borg­ar.

Beiðnin var tek­in fyr­ir á fundi borg­ar­ráðs í gær og var samþykkt að vísa er­ind­inu til borg­ar­stjórn­ar. Lánið er til fjör­tíu ára og með verðtryggðum 3,2 pró­sent vöxt­um. 

Lánið er tekið til að fjár­magna kaup á fé­lags­legu hús­næði og til upp­greiðslu óhag­stæðari lána Fé­lags­bú­staða sem tek­in voru til kaupa og viðhalds á fé­lags­legu hús­næði.

Óhagstæðari lána en á verðtryggðum 3,2% vöxtum? surprised Hversu mikið óhagstæðari???


mbl.is 500 milljóna lán tryggt með útsvari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

 

Íbúðalánasjóður, Hinn nýi.

SJÓÐUR "0"

taki við húsnæðislánum.

SJÓÐUR „0“ lánar til 30 eða 40 ára verðtryggt í launum,

og vextir 0,5% umsýsla.

Egilsstaðir, 12.03.2016  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 12.3.2016 kl. 14:45

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það væri ekki úr vegi að skoða aðeins ársreikning Félagsbústaða þá kemur margt fróðlegt í ljós.

Jóhann Elíasson, 12.3.2016 kl. 16:25

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég vil allavega ekki að útsvarið mitt sé veðsett til tryggingar á þessum ósóma. Ef viðskiptavinir félagsbústaða eiga að bera þessa vaxtabyrði væru þeir betur settir með að taka bara sjálfir verðtryggð lán á þessum vöxtum til húsnæðiskaupa, og sleppa því að borga álag á það fyrir yfirbygginguna í rekstri Félagsbústaða.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.3.2016 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband