Skuldaniðurfellingar Grikklands
3.7.2015 | 22:28
Sumar myndir segja meira en þúsund orð en þessi hérna segir 16 milljarða þýzkra marka:
#Greece's Finance Minister signs off on a 50% reduction in debt for Germany in 1954. pic.twitter.com/u7NB5ybS3t
Ronan Burtenshaw (@ronanburtenshaw) June 29, 2015
Hér má sjá vinsælasta veggjakrotsmerkið í Aþenu það sem af er þessari helgi:
Til glöggvunar er OXI = nei á grísku og NAI = já. (Ég veit... en þetta er samt þannig.)
Hraðbankar eru fjölsóttustu staðir Aþenu um helgina og því kjörinn staður til að tjá sig.
Út um alla borgina er búið að spreyja rautt NEI yfir veggspjöld JÁ-hreyfingarinnar.
Hér eru myndir frá samkomu grísku NEI-hreyfingarinnar núna í kvöld:
I've stood on this roof a few times over the years - and this is as big a crowd as I can remember. #oxi #greece pic.twitter.com/1vzUlEd2FH
Mark Lowen (@marklowen) July 3, 2015
Á sunnudag fer svo fram þjóðaratkvæðagreiðsla í Grikklandi. Það var reynt að kæra hana til Hæstaréttar Grikklands en dómstóllinn vísaði kærunni frá og tók fram að ekkert mælti gegn því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um fjárhagslega hagsmuni ríkisins.
Það hefur verið reynt að bera þá stöðu sem uppi er í Grikklandi saman við næstu mögulegu hliðstæðu sem er Icesave málið hér heima. Í ljósi þess er nokkuð undarlegt að heyra í beinni útsendingu RT, ræðumenn á útifundi grísku NEI-hreyfingarinnar lesa upp úr stuðningsyfirlýsingum sem þangað hafa borist erlendis frá, og heyra þar á meðal sendenda nöfn a.m.k. tveggja íslenskra þingmanna úr flokki sem var á JÁ-hliðinni í Icesave málinu. Líklega er best að spara frekari lýsingarorð um þann tvískinnung.
Það sem þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi á sunnudaginn og um Icesave hér heima eiga sameiginlegt er að í báðum tilvikum þýðir NEI sama og höfnun á afarkostum. Þar endar líka allur samanburðurinn því staða Grikklands er önnur og raunar mun verri en staða Íslands var árið 2011. Hún er núna meira í líkingu við það sem staðan væri hér á landi ef Icesave-samningarnir hefðu verið samþykktir.
P.S. Mæli eindregið með því að horfa á beinu útsendinguna frá Aþenu, það er rafmögnuð stemning þar, búið að slá upp tónleikum og verðið er gullfallegt. Þetta er miklu betra en ruslið sem er á dagskrá sjónvarpsstöðvanna í kvöld, og Eurovision, til samans.
AGS kallar eftir skuldaniðurfellingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Öryggis- og alþjóðamál | Aukaflokkar: Evrópumál, Fasismi, Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:48 | Facebook
Athugasemdir
Financial Times segir að fjárþrota grískir bankar íhugi nú að leggja stöðugleikaskatt. Á innstæðueigendur!
Greek banks are preparing contingency plans for a possible “bail-in” of depositors amid fears
The plans, which call for a “haircut” of at least 30 per cent on deposits above €8,000, sketch out an increasingly likely scenario for at least one bank, the sources said.
A Greek bail-in could resemble the rescue plan agreed by Cyprus in 2013, when customers’ funds were seized to shore up the banks, with a haircut imposed on uninsured deposits over €100,000.
It would be implemented as part of a recapitalisation of Greek banks that would be agreed with the country’s creditors — the European Commission, International Monetary Fund and European Central Bank.
“It [the haircut] would take place in the context of an overall restructuring of the bank sector once Greece is back in a bailout programme,” said one person following the issue. “This is not something that is going to happen immediately.”
Greek deposits are guaranteed up to €100,000, in line with EU banking directives, but the country’s deposit insurance fund amounts to only €3bn, which would not be enough to cover demand in case of a bank collapse.
With few deposits over €100,000 left in the banks after six months of capital flight, “it makes sense for the banks to consider imposing a haircut on small depositors as part of a recapitalisation. . . It could even be flagged as a one-off tax,” said one analyst.
Eða eins og var sagt frá hér á mánudaginn:
Evran er ekki stöðugur gjaldmiðill - bofs.blog.is
... Þar sem Grikkir eru ekki fullvalda í peningamálum heldur háðir duttlungum hins þýzka útgáfufélags evrunnar, mega þeir ekki prenta evrur til að tryggja innstæður í þeim gjaldmiðli heldur þurfa að reiða sig alfarið á innstæðutryggingakerfið sem byggist á reglum Evrópusambandsins. Bankainnstæður þar í landi eru á bilinu 130-200 milljarðar evra og þar af falla um 60% undir tryggingarvernd, en eignir tryggingasjóðs grískra innstæðueigenda (HDIGF) eru ekki nema rúmir 4 milljarðar evra. Til að bæta gráu ofan á svart er meira en helmingur þeirra í formi innstæðna í sömu bönkunum og núna eru lokaðir!
Af þessari ástæðu hefur launadeild ESB núna beint þeim tilmælum til útstöðva sinna að greiða ekki laun til starfsmanna sem eru staðsettir í eða tengdir Grikklandi, nema að höfðu samráði við þá fyrst um í hvaða banka þeir vilja fá launin lögð inn. Með öðrum orðum hvaða banka utan Grikklands þeir vilja fá launin í.
Ef eitthvað er bætir þetta enn við lausafjárvanda grísku bankanna!
Guðmundur Ásgeirsson, 4.7.2015 kl. 00:09
Og gamla fólkið situr á bekk fyrir framan bankaútibúin og grætur.
Þetta er óhugnanlegt!
Ekki síður þetta sem þú nefndir; að íslenskir JÁ-sinnar hvettu nú Grikki til þess að segja NEI!
Annars er sláandi myndin hér efst af gjafagjörningi grískra í þágu þýskra eftir stríðið. Eru þá ekki meðtaldar hremmingar grikkja af hálfu þýskra á sjálfum stríðsárunum.
Kolbrún Hilmars, 4.7.2015 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.