Leiðréttingin stenst ekki lög um neytendalán
10.11.2014 | 09:55
Réttur neytenda samkvæmt lögum um neytendalán er alls ekki háður neinum fjárhæðartakmörkunum eða frádráttarliðum, hann miðast ekki við neitt brot af því sem óheimilt er að innheimta heldur allt sem er óheimilt að innheimta, og þarfnast ekki staðfestingar með rafrænum "skilríkjum" útgefnum af bönkunum sjálfum. Lögin um neytendalán eru ekki ný uppfinning heldur voru þau upphaflega sett fyrir rúmum tuttugu árum síðan og fjórtán ár eru síðan gildissvið þeirra var útvíkkað til húsnæðislána.
Lög um neytendalán eru frábær og byggjast á tilskipun um neytendalán sem Íslandi er skylt að virða og framfylgja samkvæmt EES-samningnum. Sú "leiðrétting" sem stjórnvöld ætla sér að kynna í dag tekur hinsvegar ekkert mið af þeim heldur kveður 11. gr. laga nr. 35/2014 um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána sérstaklega á um að breyting samkvæmt henni sé undanþegin lögum um neytendalán.
Ef það er yfir höfuð tilefni til að mótmæla á Austurvelli í dag, ættu þau mótmæli fyrst og fremst að snúast um að hvetja stjórnvöld til þess að virða skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum, neytendum til hagsbóta, frekar en að stofna þjóðarhagsmunum í hættu með því að brjóta gegn þeim og baka ríkissjóði hugsanlega skaðabótaskyldu.
Lækka að meðaltali um 1,3 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Fasismi, Verðtrygging, Öryggis- og alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Jebb, mín tilfinning er að fólk þurfi að huga að smáa letrinu í sambandi við þessa leiðréttingu. En sjáum hvað setur.
Benedikt Helgason, 10.11.2014 kl. 10:05
Talandi um að skoða smáa letrið, þá er rétt að benda fólki á að skoða lögin um leiðréttinguna og reyna að átta sig á því hvaða verðbólguviðmið á að miða útreikningana við?
http://www.althingi.is/lagas/143b/2014035.html
Upplýsingar frá stjórnvöldum hafa verið misvísandi um þetta atriði, en án þess að lögfest viðmið liggi ljóst fyrir er engin leið fyrir fólk að yfirfara útreikningana og kanna hvort þeir séu réttir.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2014 kl. 14:42
Þetta er heljarins lesefni sem þú ert að beina að og fyrir neðan mína hæfni til að lesa það sökum athyglisbrests. Gætir þú útskýrt þetta í einfölndu máli fyrir mig?
Ásta María H Jensen, 12.11.2014 kl. 19:39
Ásta María, sennilega er best að vísa til fyrirsagnarinnar:
"Leiðréttingin stenst ekki lög um neytendalán."
Guðmundur Ásgeirsson, 12.11.2014 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.