Björgunarsjóður evrunnar er í Luxembourg

Eftir að ákveðið var á fundi efnahags- og fjármálaráðs ESB (Ecofin) þann 9. maí 2010, að stofna sérstakan björgunarsjóð fyrir evrusvæðið (EFSF), var jafnframt ákveðið að staðsetja hann í Luxembourg, eins og sjá má á heimilisfanginu sem birt er á vefsíðu sjóðsins:

European Financial Stability Facility
Société Anonyme
6a, Circuit de la Foire Internationale, L-1347 Luxembourg
Grand Duchy of Luxembourg
R.C.S. Luxembourg B153414

Þetta val á staðsetningu þótti óvenjulegt í ljósi þess að allar helstu stofnanir ESB eru í Brüssel, en höfuðstöðvar evrópska seðlabankans í Frankfürt í Þýzkalandi. Á þessum tíma var Jean-Claude Juncker forsætis- og fjármálaráðherra Luxembourg í leiðtogahlutverki hóps fjármálaráðherra þeirra ríkja sem nota evruna (Eurogroup). Hann gegnir núna æðstu stöðu innan ESB, sem forseti ráðherraráðsins.

Núna hafa alþjóðleg samtök rannsóknarblaðamanna (ICIJ) hinsvegar birt umtalsvert magn af gögnum sem var lekið til þeirra, og sýna hvernig Luxembourg hefur um árabil notað sem skattaskjól stórfyrirtækja og vogunarsjóða. Þetta staðfestir í raun aðeins það sem margir þóttust vita, en sú staðfesting er engu að síður fréttnæm. Ekki síst að svo virðist sem skattsvikin hafi byggst á leynilegum sérsamningum við stjórnvöld í Luxembourg, og þykir málið því allt hið vandræðalegasta fyrir Juncker og kollega hans.

Með hliðsjón af þessu er það í raun ótrúlegt að eftir að svikamyllur fjármálafyrirtækja voru allt að því búnar að leggja efnahagslíf Íslands í rúst árið 2008, skuli virkilega stór hluti þjóðarinnar hafa talið það skynsamlega lausn á þeim vanda, að gangast í bandalag sem byggist að meginhluta til á sambærilegum svikamyllum: evrópska myntbandalagið.

Var svo rammt að því kveðið að sumir leyfðu sér jafnvel að halda fram kenningum um að bandalag þetta væri líklegt til þess að koma íslenskum almenningi til bjargar, og héldu slíkum fjarstæðum á lofti lengi vel þrátt að framferði aðildarríkja þessa bandalags hafi miklu frekar gefið hið gagnstæða til kynna.

Blessunarlega fer þeim nú ört fækkandi sem halda að nöfn gjaldmiðla og það hvernig seðlarnir séu myndskreyttir, feli í sér einhverja vörn gegn svikamyllum og misferli.

Batnandi fólki er best að lifa.


mbl.is Lúxemborg sagt skattaskjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Verð að viðurkenna, að þetta kom mér lítið á óvart.  Ég hef of oft séð ýmist fjallað um þennan möguleika.  Nú Kaupþing og Búnaðarbanki opnuðu starfsemi í Lúxemborg á síðustu öld og kringum aldamót.  (Landsbanki Íslands tók síðan yfir starfsemi Búnaðarbankans við sameiningu BÍ við Kaupþing.)  Í gegn um þessa starfsemi fóru líklega stærstu skattaundanskotin og -hjágöngurnar alveg þar til bankarnir féllu einn af öðrum og fór m.a. Kaupþingslán Seðlabankans í gegn um Kaupþing Luxemborg.

Þessar upplýsingar staðfesta líka umfjallanir Kastljóss og Sigrúnar Davíðsdóttur um íslenska hluta undanskotanna.

Marinó G. Njálsson, 7.11.2014 kl. 11:19

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já, Guðmundur. Myndin á seðlunum skiptir engu máli lengur, því það er raunveruleg verðmætasköpun þarfra og hættulausra nauðsynja, sem er grunnur að öllu sem réttlætanlegt er sem verðmæti. Tölvubrellur bankaræningja og kauphallaverðbréfaspilavíta eru stjórnlausar og tortímandi.

Skattaskjól Páfamafíunnar er í Lúxemborg, og Bretaheimsveldis-elítan skattasvíkjandi er verndari kauphalla-spilavítissvikamyllunnar. Almenningur í Bretaveldi, (sem er deift um valdapíramídaveröldina), er ekki það sama og helsjúk mafíuelítan skattsvíkjandi.

Svona eru staðreyndirnar, hvað sem hverjum dómstólasviknum einstaklingum er hótað, til að styðja mafíusiðblinda einokun alþjóðabankans og svikamafíunnar ósiðmenntuðu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.11.2014 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband