Myndu lækka um 50% samkvæmt lögum
26.3.2014 | 20:02
Ríkisstjórnin segist ætla að lækka skuldir heimila um allt að 20%.
Ef ríkisstjórnin hefði hinsvegar í hyggju að fara að lögum (um neytendalán og óréttmæta viðskiptahætti) myndu þær (meintu) "skuldir" lækka um allt að 50%.
Þannig virðist ríkisstjórnin ætla að leggja mismuninn (hér um bil 30%) á heimili landsmanna, í trássi við þau lög sem gilda í landinu og sett hafa verið af Alþingi.
Það er ekki góðs viti fyrir neinn, að stjórnvöld virðist ekki hafa nokkurn áhuga á því að framfylgja þeim lögum sem gildt hafa í landinu um langt árabil.
Dæmigert lán lækkar um 20% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Fasismi, Stjórnmál og samfélag, Verðtrygging | Facebook
Athugasemdir
Sæll,
væri það sanngjarnt að verðtryggð fasteignalán myndu lækka um 50%?
Ertu með krækju á góða útskýringu á lagalegum rökum fyrir því að þessi 50% tala ætti við lögum samkvæmt?
Einar Karl, 27.3.2014 kl. 15:32
Sæll.
Það hvað er sanngjarnt og hvað er löglegt er sitthvor spurningin.
En fyrst þú spyrð þannig, þá má allt eins spyrja: er það sanngjarnt að verðtryggð fasteignalán hafi hækkað um 50% ?
Flestum finnst það ekki og vilja þess vegna fá það leiðrétt. Eðlileg lán í öðrum löndum hækka ekki heldur lækka við hverja afborgun, og flestum þykir það sanngjarnt. Þannig að já, ef þetta yrði leiðrétt væri það sanngjarnt.
Það eru engin lagaleg rök fyrir neini sérstakri tölu. Talan 50% er bara slump hjá mér, og alls ekki algilt hlutfall fyrir öll lán heldur fer það vissulega eftir lánstíma, og hversu mikið er þegar búið að (of)greiða af þeim. Hinsvegar er mjög algengt þegar um er að ræða verðtryggð fasteignalán frá 2006 eða fyrr að þau lækki um allt að helming við réttan útreikning. Tilgangurinn með því að setja þetta svona fram er að vekja athygli á því að fólk á í raun rétt á miklu meiri leiðréttingu heldur en stjórnvöld hafa í hyggju að veita þeim.
Talan 50% er alls ekki hárnákvæm heldur nálgun. Þetta er líka það verð sem nýju bankarnir eignuðust þessi lán fyrir.
Spurt er um lagaleg rök: Sjá hér
Ef þig vantar frekari skýringar hvet ég þig til að lesa ákvörðun Neytendastofu nr. 8/2014 þar sem þetta er ítarlega rökstutt á 50 blaðsíðum.
Þetta svarar vonandi spurningunum nægilega vel.
Guðmundur Ásgeirsson, 28.3.2014 kl. 01:02
Sæll,
takk fyrir svarið. Þú spyrð á móti er það sanngjarnt að verðtryggð fasteignalán hafi hækkað um 50%
Svar mitt er JÁ.
Á árunum 2002-2007 hækkaði verðgildi hefðbundins einbýlishús um svona ca. 350-450.000 kr að meðaltali í hverjum einasta mánuði. Að nafnvirði.
Auðvitað var það partur að verðbólu/verðbólgu, en hækkunin var raunar vel ríflega umfram verðbólgu á þessum árum. Nú ætlar ríkisstjórn snillingana að gefa þessu fólki peninga úr ríkissjóði.
Já, mér finnst SANNGJARNT að lán fólks sem eru verðtryggð, fylgi verðbólgu.
Mér finndist ósanngjarnt að ellilífeyrir minn ætti að skerðast um 50% til að hægt sé að skera niður skuldir í dag um 50%.
Einar Karl, 28.3.2014 kl. 09:50
Semsagt með þínum rökum, ef einhver á eign sem hækkar í verði, þá er ekki sanngjarnt að hann njóti neitt góðs af því heldur er aðeins sanngjarnt að þá hækki skuldir hans á móti sem því nemur.
Spurning: Ertu þá ekki andvígur hlutabréfamörkuðum líka ?
Sem betur er þetta ekki sú aðferð sem verið er að beita (lengur) við hagstjórn hér á landi, þ.e. að bara vegna þess að einhverjir gætu hagnast á einhverju að þá eigi frekar allir að svelta (nema bankamennirnir).
Þér er velkomið að aðhyllast þá aðferð, en ég geri það ekki.
Þú segir að þér finnist ósanngjarnt að ellilífeyrir þinn ætti að skerðast um 50% til að hægt sé að skera niður skuldir í dag um 50%. Þá er ég með fréttir fyrir þig: það var enginn að stinga upp á því og vinsamlegast ekki ætla mér eitthvað sem ég hef hvorki sagt né skrifað.
Hinsvegar er ég mjög sammála þér um að það sé ósanngjarnt að skerða lífeyri manns. Nú ætla ég að segja þér dæmisögu. Ég átti lífeyrissparnað í tilteknum lífeyrissjóði sem var í vörslu eins bankans. Það sem sá banki notaði þennan lífeyrissjóð í (án minnar vitundar) var að fjármagna kaup á hlutabréfum í sjálfum sér sem var liður í þeirri markaðsmisnotkun sem hann stundaði rétt eins og hinir bankarnir fyrir hrun. Þegar bankinn hrundi urðu þessi bréf auðvitað verðlaus og lífeyrissjóðurinn minn rýrnaði um helming, þökk sé þessum snillingum sem tóku þessar ákvarðnir um mína peninga.
Svo ætla ég að segja þér aðra dæmisögu: Ég hagaði mínum viðbótarlífeyrissparnaði þannig að í stað þess að fjárfesta í banka (sem ég eftir á að hyggja var skynsamlegt) þá varði ég honum til fasteignakaupa. Þar sem ég átti auðvitað ekki fullt verð íbúðar þegar ég hóf þann sparnað fjármagnaði ég kaupin að meirihluta með lánsfé eins er venja, en gerði hinsvegar samning við lánveitandann um að borga höfuðstól lánanna niður með jöfnum afborgunum þannig að t.d. eftir 12 gjalddaga hefði hann átt að hafa lækkað um 2,5%, eftir 24 gjalddaga 5%, 48 gjalddaga 10% o.s.frv. þannig að eftir 40 ár þegar ég myndi setjast í helgan stein gæti ég gert það rólegur vitandi af því að ég ætti skuldlausa fasteign til að búa í. En hvað gerðist í raun og veru? Já ekki aðeins stal bankinn lífeyrissparnaðinum sem mér var skylt að leggja í lífeyrissjóð, heldur líka þeim hluta sem ég með valfrjálsum hætti ákvað að fjárfesta í steinsteypu. Lánið sem ég hafi fengið lækkaði alls ekki við hverja afborgun heldurhækkaði, og þegar var liðið fram á árið 2008 hækkaði það svo hratt að það var engin hemja. Þarna horfið ég á lífeyrissparnað min brenna upp, bæði þann sem var bundinn í bankanum og þann sem var bundinn í heimilinu. Á endanum missti ég svo heimilið, en á sama tíma hafa verið afskrifaðir yfir 800 milljarðar af skuldum annara.
Þannig að já ég er algjörlega sammála þér, að það er mjög ósanngjarnt þegar einhver annar en maður sjálfur tekur í óþökk ákvarðanir sem valda því að lífeyrir manns skerðist um 50% (eða miklu meira eins og í mínu tilviki).
Eins og fyrr segir þá er enginn að leggja neitt slíkt til hér og nú.
Spurning til þín Einar Karl: Ef valið stæði milli þess að fara að lögum eða varðveita (vænta) lífeyrisinneign þína, hvort markmiðið ætti þá að víkja?
Guðmundur Ásgeirsson, 28.3.2014 kl. 11:55
Það sem ég var að benda á er að mjög margir nutu góðs af því að fasteignaverð rauk upp hér og hækkaði umfram verðbólgu í mörg mörg ár. Jú það fólk má svo sannarlega njóta góðs af því. En hin hliðin á peningnum er að svo lækkaði fasteignaverð. Ansi hreint hressilega, að raunvirði.
Lánini lækkuðu ekki, heldur stóðu í stað, að raunvirði, EINS OG VERÐTRYGGINGIN GERIR RÁÐ FYRIR.
En nú á að bæta fólki þetta misgengi á lækkun fasteigna meðan lán héldu raunvirði, en Í LEIÐINNI á líka að gefa fólki peninga (úr ríkissjóði) sem keypti hús fyrir 10-20 árum síðan, sem hafa hækkað miklu meira en lán sama fólks!!
Er ég á móti hlutabréfamarkaði? Nei. En ég mun sjálfur ekki setja pening í hlutabréf í bráð.
Ég tapaði hluta af sparifé í hruninu sem lá í blönduðum hlutabréfasjóði. Má segja að ég hafi orðið fyrir forsendubresti. Ég ætlast ekki til að ríkið bæti mér þann forsendubrest.
Varðandi dómsmál þá að sjálfsögðu styð ég það að HH og aðrir eigi fullan rétt á að leita réttar síns og koma sínum sjónarmiðm á framfæri fyrir dómstólum.
En ég hef sjálfur lita trú á að verðtrygging eða almenn útfærsla hennar verði dæmd ólögleg. Hef ekki séð sannfærandi rök fyrir því.
En ég er ekki dómarinn í því máli.
Einar Karl, 28.3.2014 kl. 13:09
Sæll.
Verðtryggingin sjálf verður varla dæmd ólögleg per se.
Hinsvegar er annað mál hvað varðar útfærsluna, og það er lykilatriði.
Ath. við erum eingöngu að tala um neytendalán (einstaklingslán) hérna.
Varðandi rökin þá er búið að kveða nú þegar upp úrskurð þar sem fallist er á þau veigamestu: http://www.neytendastofa.is/um-okkur/frettir-og-tilkynningar/frett/2014/02/28/Islandsbanki-braut-gegn-upplysingaskyldu-um-neytendalan-/
Íslandsbanki hf. , Kirkjusandi, Reykjavík, hefur brotið gegn ákvæðum 12. gr. ... 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. ... 7. tölul. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 121/1994, um neytendalán, og 5. gr. laga nr. 57/2005, um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins, með því að taka ekki tillit til verðbóta við útreikning á árlegri hlutfallstölu kostnaðar... heildarlántökukostnaði... og framsetningu greiðsluáætlunar...
Einar Karl, þú mættir gjarna segja nánar frá því hvers vegna þú ert svona sannfærður um að dómstólar muni sjá sig knúna til þess að hnekkja þessari ákvörðun. Ég hef ekki séð nein sannfærandi rök fyrir því, og á ekki von á neinum heldur sem gætu komist í hálfkvisti við þau sem rakin eru í þaula í hinni ítarlegu 50 bls. greinargerð sem fylgir með ákvörðuninni.
Það hafa að sjálfsögðu allir leyfi til að vera ósammála flestu. En ef menn vilja meina að Neytendastofa hafi rangt fyrir sér hefðu flestir hlutaðeigandi eflaust mikið gagn af því ef bent væri á hvar villan liggur og í hverju hún felst.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.3.2014 kl. 02:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.