Yfirtakan fjármögnuð af neytendum?
24.3.2014 | 19:16
"Í Fréttablaðinu ... laugardaginn 8. mars birtist auglýsing frá Hagsmunasamtökum heimilanna vegna starfshátta Lýsingar hf."
Sjá: http://www.heimilin.is/varnarthing/frettirhagsmunasamtokin/item/1691
Meðal þess sem kom fram í umræddri auglýsingu var einmitt ábending um að Lýsing hefði yfirtekið fjármögnunarstarfsemi Lykils. Í samantekt sem birtist samdægurs á heimasíðu samtakanna var velt upp spurningum um hvaðan það fé hafi komið sem Lýsing hlýti að hafa notað til þessara kaupa og stækkunar á starfsemi sinni. Ekki síst í ljósi þess að á sama tíma virðist fyrirtækið eiga mjög erfitt með að endurgreiða fé sem það hefur oftekið af viðskiptavinum og að leiðrétta eftirstöðvar lána þeirra með sómasamlegum hætti.
Með öðrum orðum: Keypti Lýsing Lykil fyrir peninga sem ætti réttilega að vera búið að endurgreiða lántakendum vegna gengistryggðra bílasamninga og annara ólögmætra viðskiptahátta? Getur verið að yfirtakan sé kannski fjármögnuð af brotaþolum?
![]() |
Lýsing kaupir Lykil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Fasismi, Gengistrygging | Breytt s.d. kl. 19:17 | Facebook
Athugasemdir
Er Kjartan glæpasnúður þá kominn til Lýsingar? :-)
Erlingur Alfreð Jónsson, 24.3.2014 kl. 20:12
Neibb, mér skilst að hann og aðrir frá SP séu farnir annað.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.3.2014 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.