Ítalir setja upp fjármagnshöft

Samkvæmt fréttum sem voru að berast verða allar millifærslur inn í landið héðan í frá álitnar skattskyldar tekjur, og þarlendum bönkum gert skylt að halda eftir 20% af fjármagnsfærslum eða sem svarar til skattsins. Til þess að fá undanþágu frá þessu virðist þurfa að sýna fram á að í raun sé ekki um skattskyldar tekjur að ræða. (Semsagt álitið vera peningaþvætti eða skattaundanskot uns sakleysi hefur verið sannað.)

Meira um málið hér: http://www.zerohedge.com/news/2014-02-16/money-launderer-until-proven-innocent-italy-imposes-20-tax-withholding-all-inbound-m

Í öðrum fréttum af gjaldeyrishöftum á evrusvæðinu, þá vitnar Evrópuvaktin í þýzku fréttastofuna Deutsche-Welle, sem skýrði frá því að Panicos [já hann heitir það í alvöru!] Demetriades, aðalbankastjóri Seðlabanka Kýpur hafi sagt í gær [fyrradag] að höft á peningalegar tilfærslur yrðu úr sögunni um næstu áramót á Kýpur. Þau voru sett á til þess að koma í veg fyrir að innistæðueigendur í grískum bönkum tæmdu reikninga sína í kjölfar bankakreppunnar sem skall þar á fyrir ári. Frá þeim tíma hafa Kýpverjar ekki haft heimild til að nota tékka eða taka út meira en 300 evrur á dag af bankareikningum sínum.

http://www.evropuvaktin.is/frettir/32394/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Einhver lækaði þessa færslu án athugasemda. Það er merkilegt.

Þetta eru nefninlega frekar slæmar fréttir.

Bæði fyrir Kýpverja en ekki síður Ítali.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.2.2014 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband