Ríkissjóður skaðlaus af Dróma

Samningar hafa náðst um úrlausn þeirra lánasafna sem Drómi hf. hefur vélað með allt frá falli SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankans í mars 2009. Þar sem marga fyrrum "viðskiptavini" Dróma hf. hefur lengt eftir þess háttar úrlausn er þetta auðvitað fagnaðarefni að því leyti. Þetta er ekki síður fagnaðarefni ef rétt reynist það sem fyrstu fregnir bera með sér, að ríkissjóður muni verða skaðlaus af málum sem tengjast Dróma hf., því þá fellur ekki kostnaður á skattgreiðendur.

Eftir stendur samt ósvarað þeirri spurningu hvort eðlilega hafi verið staðið að stofnun þessa fyrirtækis og rekstri þess, einkum og sér í lagi af hálfu Fjármálaeftirlitsins, en þess verður óhjákvæmilega að geta að fyrrum sviðsstjóri verðbréfasviðs stofnunarinnar gegnir nú stjórnarformennsku í Dróma hf. Án fordóma um þann einstakling ætti þessi staðreynd samt ein og sér að duga til þess að réttlæta slíka rannsókn.

Sjá nánar Rannsóknarskýrlsu Hagsmunasamtaka heimilanna um starfsemi Dróma hf.: http://www.heimilin.is/varnarthing/frettirhagsmunasamtokin/item/1680


mbl.is Samningar náðust um Dróma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðmundur minn. Baráttan skilaði þá einhverju. Vonandi.

En of mörgum spurningum er þó enn ósvarað í þessu máli, eins og svo mörgum öðrum málum.

Það er alla vega ljóst að einungis almenningur í þessu landi getur breytt einhverju til hins betra, með sinni eigin sannfæringu, heiðarleika, réttlátu gagnrýni, og þátttöku í réttlætisbaráttunni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.12.2013 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband