Holl áminning fyrir Sjálfstæðismenn (og aðra)
11.7.2013 | 01:33
Eða var hann kannski bara að tala um aðgerðir fyrir heimili útgerðarmanna?
Alþingi - Ferill máls 15. - 142. lþ. Veiðigjöld (innheimta veiðigjalda, sérstakt veiðigjald o.fl.)
Eða heimili aðstandenda samtaka fjármálafyrirtækja?
Alþingi - Ferill máls 26. - 142. lþ. Neytendalán (frestun gildistöku)
Frestun gildistöku.
Skv. 36. gr. laga nr. 33/2013 öðlast þau gildi 1. september 2013. Fram hefur komið beiðni frá Samtökum fjármálafyrirtækja um að gildistöku verði frestað til 1. janúar 2014. Innanríkisráðuneytið hefur skoðað beiðnina og telur réttlætanlegt að gildistöku laganna verði frestað og kynnti þá afstöðu sína á fundi með efnahags- og viðskiptanefnd. Sem fyrr segir felast í lögunum umtalsverðar breytingar sem óhjákvæmilega hafa í för með sér breytingar á útlánareglum, gerð skjala, lánaferlum og lána- og upplýsingakerfum, auk fræðslu fyrir starfsfólk fjármálafyrirtækja um efni laganna og breytt vinnubrögð. ...
... Efnahags- og viðskiptanefnd hefur skoðað þær röksemdir sem fram hafa verið færðar fyrir frekari frestun á gildistöku laganna og telur í ljósi þess rétt að fresta gildistöku laganna til 1. nóvember 2013. Fyrir liggur að erfitt verður að undirbúa alla aðila fyrir 1. september þegar lögin áttu að öðlast gildi. Ef gildistökunni er frestað ætti að gefast ráðrúm til að undirbúa nýja framkvæmd neytendalána. Álit nefndarinnar er að frestur fram í nóvember gefi hlutaðeigandi aðilum nægilegan tíma til að ljúka þeim verkefnum sem enn er ólokið til að hægt sé að innleiða nýja heildarlöggjöf um neytendalán.
Er það nema von að maður spyrji fyrir hverja er verið að vinna?
Væntanlega þurfa "allir hlutaðeigandi" að komast í sumarfrí...
Fleirum þætti sjálfsagt ágætt að fá ýmsu fleiru frestað til að geta komist í sumarfrí.
Eins og til dæmis nauðungarsölum á heimilum þeirra sem eru að jafnaði þrjár á dag, í meirihluta tilfella á grundvelli óréttmætra skilmála í lánasamningum, og oftast án undangenginna dómsúrskurða þannig að neytendur eru beinlínis hindraðir í því að leita réttar síns. Eða þá að þeir séu krafðir um uppsprengdar greiðslur á ólöglegum lánum sem ekki hafa verið endurreiknuð.
Já eigum við ekki bara að skella okkur í sumarfrí?
Kannski greiðsluviljinn geri það þá bara líka...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:39 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll Guðmundur; æfinlega !
Framan af ári; 2009, hugði ég Sigmund Davíð, geta orðið ákjósanlegan kraft, til þess að vinda ofan af sukki og seyru Jóhönnu og Steingríms J., en þegar leið inn á síðari hluta ársins 2010, gerði ég mér snarlega grein fyrir, að hann væri einungis að ganga erinda gömlu klíkunnar, síns flokks, og annarra áþekkra.
S.D. Gunnlaugsson; er hættur að fela tilgang sinn, þessi misserin - hafði björgunaraðgerðir almennra heimila lands manna, að yfirvarpi fyrir síðustu kosningar, og á daginn er komið, að hann er réttur og sléttur hlaupastrákur gróða aflanna, og tekur steininn úr, með nýjasta frumhlaupi hans, með ''leiðréttingu'' skýrslu Rannsóknarnefndar Íbúðalána sjóðs.
Annað hvort; hanga landsmenn á lýgi þessa drengs - til Vorsins 2017, eða taka á sig rögg, og ganga BÓKSTAFLEGA frá honum, og hinni Myrku hirð hans, fornvinur góður.
Það eru fleirri; en Morsi hinn Egypzki, sem þurfa að fá að snýta rauðu, Guðmundur minn.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.