Merki um bjarta framtíð

...ef helsta aðfinnsluefni stjórnarandstöðu við þingbyrjun er matseðillinn í kaffiteríunni.

Það er allavega ekki verið að skammast yfir því að fyrsta þingmálið snúist um sölu áfengis í matvöruverslunum á meðan heimilin brenna eða neitt svoleiðis, hmmm...?

Ég er nú ennþá bara að reyna að fatta hvað var svona ógeðslegt á matseðlinum sem leggst svona illa í suma, kannski svið og rófustappa með lifrarpylsu, svona kjarngóður og þjóðlegur matur að hætti sannra Íslendinga og ekkert Euroshopper drasl, hmmm...?

Það er vor í lofti og greinilega allskonar SKEmmtikraftar komnir á kreik, aldrei að vita nema það sé jafnvel útlit fyrir bjarta framtíð, hmmm...?

Gleðilegt sumar(þing). Með hangiket og smjeri.


mbl.is Fengu matseðil en ekki þingdagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já, Guðmundur minn. Ég velti því fyrir mér hvernig matseðilinn leit út, þegar þingmenn vissu það með nokkurra tíma fyrirvar hvort þeir ættu að mæta í vinnuna, eins og stundarskráin var síðasta kjörtímabil?

Það var víst algengt að síðasta stjórn boðaði til þingfundar með svo stuttum fyrirvara, að alþingismenn höfðu ekki möguleika til að mæta á fundinn? Það tekur tíma að ferðast um landið þvert og endilangt.

Það er ótrúlegt ævintýri, að horfa til baka á það rugl-fárviðri sem ríkt hefur í íslenskri ríkis-stjórnsýslu síðustu 4. árin, og reyndar síðustu 40. árin!

Almættið forði almenningi á Íslandi frá örðu eins stjórnleysi og rugli, eins og viðgekkst á síðustu fjórum árum, og áratugum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.6.2013 kl. 19:32

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég er búinn að vita það í allan dag með þriggja daga fyrirvara að 142. löggjafarþingið kemur saman á fimmtudaginn, og líka klukkan hvað.

En núna, er allt útlit fyrir bjarta framtíð. Miklu bjartari en um langt skeið.

Svo bjarta, að við höfum efni á að kvarta undan matnum í kaffiteríunni.

Ætli uppspretta óyndisviðbragðanna sé að gullflögur skorti í meðlætið?

Guðmundur Ásgeirsson, 3.6.2013 kl. 20:32

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðmundur minn. Það eru líklega gullflögurnar sem valda ofur-áhyggjum sumra, því ekki ber mikið á óeigingjarnri hugsjónapólitíkinni hjá þeim sem sjá einungis matseðils-vandamál á Íslandi í dag!.

Hvort á maður að hlægja eða gráta, yfir hugsjónafátækt stjórnarandstöðunnar "fornaldar-gylltu"?

Skilur þetta fólk ekki hversu mikils virði traustið er?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.6.2013 kl. 21:31

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei. Það skilur ekki einusinni matseðilinn.

En samt er mjög björt framtíð hjá þeim.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.6.2013 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband