Lausnirnar liggja nú þegar fyrir
24.5.2013 | 21:26
Fyrir rúmu ári síðan voru lögð drög að frumvarpi um afnám verðtryggingar.
140. löggjafarþing - erindi nr. Þ 140/1599
Heildstætt frumvarp um afnám verðtryggingar neytendasamninga var skrifað upp frá því, og eftir talsverða vinnu við fullnaðarfrágang þess var það loks birt á heimasíðu Hagsmunasamtaka heimilanna þann 5. febrúar síðastliðinn eins og skýrt var frá hér:
Frumvarp um afnám verðtryggingar - bofs.blog.is
Hagsmunasamtök heimilanna - Frumvarp um afnám verðtryggingar
Frumvarpið var svo einfaldað nokkuð auk þess sem greinargerð með því var endurbætt og nánast endurskrifuð áður en þar svo flutt í endanlegri mynd á Alþingi þann 7. mars síðastliðinn sem þingskjal númer 1138:
140. löggjafarþing - þskj. 1138 verðtrygging neytendasamninga
Alþingi - Ferill máls 640. - 141. lþ. Verðtrygging neytendasamninga
Í dag þann 24. maí kom nýkjörin ríkisstjórn saman til fyrsta fundar síns,eins og má lesa um í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins:
Fyrsti ríkisstjórnarfundur ráðuneytis Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar haldinn í dag
Þar segir meðal annars:
...Á fundinum samþykkti ríkisstjórnin einnig að tillögu forsætisráðherra að skipuð verði ráðherranefnd um úrlausnir í skuldamálum heimilanna. Í nefndinni eiga sæti forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og innanríkisráðherra.
...Jafnframt verði skipuð sérfræðinefnd um afnám verðtryggingar af neytendalánum og endurskipulagningu húsnæðislánamarkaðarins sem skili niðurstöðum til ráðherranefndarinnar fyrir næstu áramót.
Það er því allt útlit fyrir að sá hluti sem snýr að fyrra atriðinu verði fljótleystur.
Varðandi seinna atriðið hefur forsætisráðherra nú þegar nefnt sem möguleika til að flýta fyrir úrlausn skuldvanda heimila að koma strax á afskriftasjóði fyrir fasteignaveðlán áður en farið verði í nákvæmar útfærslur á hvernig það svigrúm sem þurfi til að afskrifa sjóðinn verði skapað.
En allt veltur það á því að farið verði að góðum ráðum frekar en slæmum. Það er langt frá því að vera sama hvernig þetta er gert. Ekki viljum við að almenningi verði sendur reikningurinn í laumi, eins og sumar tillögur hljóða upp á. Þó er ekkert því til fyrirstöðu að sá hluti geti verið auðleystur.
Hérna eru nokkrar útfærslur sem kosta almenning ekki neitt:
Eignarnámsleiðin kostar ekkert ! - bofs.blog.is
(Hefði hún verið farin strax væru fjármunir reyndar búnir að sparast!)
SPYR :: Eiga verðtryggð lán að lækka þegar verðbólga lækkar?
(Reyndar er nóg að festa vísitöluna en það má svosem líka lækka hana.)
Upplýsingar um tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna
140. löggjafarþing - erindi nr. Þ 140/1823
(Fimm háskólagráður útfærslur, hvorki meira né minna! ;)
Það eina sem hægt er að setja spurningmerki við í þessu er hvers vegna stjórnvöld ætli að bíða fram að næstu áramótum til að hrinda í framkvæmd lausnum sem hafa verið tilbúnar frá því um síðustu og þarsíðustu áramót. Er eftir einhverju að bíða?
P.S. Það þarf ekki heldur að bíða eftir þessu:
141. löggjafarþing - erindi nr. Þ 141/1949 afnám stimpilgjalds
Skipa ráðherranefnd um úrlausnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Verðtrygging, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:51 | Facebook
Athugasemdir
Það þyrfti eiginlega að vera leyfilegt fyrir almenning að leggja fram lagafrumvörp til jafns við þingmenn. Kannski ekki að hver sem er gæti gert það, ein leið gæti verið að ef það tekst að afla fylgis við frumvarpið með marktækri undirskriftasöfnun, sé þingið skyldugt til að taka frumvarpið til afgreiðslu.
Vegna þess að þau ætluðu sér aldrei að standa við viljayfirlýsingar um að afnema verðtrygginguna og eru að kaupa sér tíma? Vona þó ekki.
Theódór Norðkvist, 25.5.2013 kl. 03:29
Það þurfti enga undirskriftasöfnun til að fá þessi mál flutt.
Bara nokkra fundi með áhugasömum þingmönnum.
Það er löngu búið að safna yfir 37.000 undirskriftum.
Útskýring á hugtakinu Mandat - bofs.blog.is
Guðmundur Ásgeirsson, 25.5.2013 kl. 04:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.