Greiða út í krónum takk

Þjóðarbúið þarf að nota þann gjaldeyri sem liggur í eigu þrotabúa fallinna fjármálafyrirtækja sem bíða þess að verða leyst upp.

Samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti verða kröfuhafar þrotabúanna að sætta sig við að fá kröfur sínar hugsanlega greiddar í krónum.

Það ætti þó ekki að breyta neinu fyrir innlenda kröfuhafa, þar sem þeir myndu eftir sem áður hafa full not hér innanlands fyrir þá fjármuni sem þannig fengjust.

Aðrir sem myndu vilja skipta fjármunum sínum í gjaldeyri, erlendir sem og innlendir, mættu hinsvegar búa við sömu gjaldeyrishöft og almenningur, á sama gengi.

Fátt er því til fyrirstöðu að hrinda slíkri áætlun í framkvæmd.

Hvað með Landsbankabréfið? - bofs.blog.is 

Lausn snjóhengjuvandans hér - bofs.blog.is 


mbl.is Nauðasamningur SPB frestast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þó við gæfum okkur að í teoríunni að þetta væri hægt, þ.e. greiða út í krónum, þá væri það ekki lausn á neinum vanda. Mundi bara bæta við snjóhengjuna svokölluðu. Ekki leysa neinn vanda - heldur hugsanlega auka hann.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.5.2013 kl. 20:18

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jú það gæti t.d. gert það ef daginn eftir yrði skipt um gjaldmiðil.

Ekki segja að eitthvað sé ekki hægt, sem hefur verið gert.

Það er bara rökleysa að halda slíku fram.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.5.2013 kl. 02:44

3 identicon

Nei Ómar.  Ef þetta væri gert þá væri landið í teoríunni með ca. 1600 milljarða af gjaldeyri á núverandi gengi sem þyrfti að para saman við ca. 2400 milljarða af krónu eignum sem vilja út úr landi.

Það þýðir að erlendir aðilar, hvort sem um er að ræða jöklabréfaeigendur eða kröfuhafa í bankana, færu ca. út á genginu 2400/1600*160 = 240 kr per evru.

Stefnan ykkar hefur hins vegar verið sú að hleypa kröfuhöfum út á Seðlabanka gengi (ca. 160 kr per evru) og láta skattgreiðendur borga mismunin á raungengi og Seðlabankagengi með því að taka lán í útlöndum.  

Það er svo annað mál að 240 kall fyrir evruna er trúlega of lágt verð því að þessi servéttureikningur hér að ofan tekur ekki tillit til þungrar greiðslubyrði af erlendum skuldum OR og sveitarfélaga. 

Seiken (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 09:05

4 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Það sem þarf til að koma þessu ferli af stað er að setja lög sem skylda þrotabúin til að gera upp í íslenskum krónum. Það er upphafið að því sem Guðmundur Ásgeirsson heldur hér fram, með réttu. Tak!

Guðmundur Kjartansson, 15.5.2013 kl. 09:46

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

og ... ?

svo bara gjaldeyrihöft til eilífðarnóns?

Skeggi Skaftason, 15.5.2013 kl. 10:59

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nafni, þau lög heita gjaldþrotalög og voru sett árið 1991.

Samkvæmt þeim er gjaldþrot löggjörningur, en lögeyrir Íslands er króna.

Skeggi. Nei, líklega skemur en á Kýpur. Annars er ég ekki í neinum höftum.

Rétt upp hend sem hefur persónulega lent í gjaldeyrishöftum.

Enginn... ? Nei það lá að....

Guðmundur Ásgeirsson, 15.5.2013 kl. 14:09

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Seiken, takk fyrir útreikninginn sem þú sýnir. Bara ef fleiri gerðu það.

Samkvæmt þínum tölum þarf að afskrifa a.m.k. þriðjung af þessu.

Takk fyrir að sýna okkur það svona svart á hvítu.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.5.2013 kl. 14:12

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er rétt að taka það fram að innflutningur og gjaldeyrisgreiðslur vegna hans er jafnfrjálst og var "fyrir hrun", eða með einfaldri bankamillifærslu.

Ferðamönnum eru sett takmörk með gjaldeyriskaup í seðlum, en flestir nota hvort sem er kreditkortin á ferðalögum til þess að greiða fargjöld, hótelkostnað, bílaleigu, matsölustöðum.  Jafnvel innkaup.

Ég get því ekki rétt upp hönd, hvorki fyrir mína hönd né þeirra rekstraraðila sem ég þekki til.

Kolbrún Hilmars, 15.5.2013 kl. 16:41

9 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ég væri til í að eiga hluta af mínu sparifé í öðrum gjaldeyri en íslenskri krónu. Og jafnvel að eiga hlutabréf í tölvufyirtæki sem vinur minn rekur í Kísildal í Kaliforníu.

En þetta hvoru tveggja er mér bannað.

Skeggi Skaftason, 15.5.2013 kl. 17:55

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sem stendur, Skeggi.  Margir landa okkar eiga einmitt svona - og meira - frá því fyrir hrun.  

Okkar tími kemur, seinna, ef vel tekst til með að losa snjóhengjur og innheimta skaðabætur frá skaðvöldunum.

Kolbrún Hilmars, 15.5.2013 kl. 18:17

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er óraunhæft með öllu að ætla taka gjaldeyriseignir erlendra kröfuhafa hingað upp, hirða gjaldeyrinn, alvörumyntina, - og láta þá bara fá krónur. Óraunhæft með öllu.

Þeir mundu aldrei samþyggja það! Halló.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.5.2013 kl. 20:30

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ertu að segja að það eigi ekki að fara að gjaldþrotalögum?

Hvernig getur það verið óraunhæft að ætlast til þess?

http://www.althingi.is/lagas/141a/1991021.html#G99

XVI. kafli. Kröfur á hendur þrotabúi.
99. gr. Allar kröfur á hendur þrotabúi falla sjálfkrafa í gjalddaga við uppkvaðningu úrskurðar héraðsdómara um að búið sé tekið til gjaldþrotaskipta án tillits til þess sem kann áður að hafa verið umsamið eða ákveðið með öðrum hætti.
Kröfur á hendur þrotabúi um annað en peningagreiðslu sem verða ekki efndar eftir aðalefni sínu skulu metnar til verðs eftir þeim reglum sem gilda um slíkt mat við aðför.
Kröfur á hendur þrotabúi í erlendum gjaldmiðli skulu færðar til íslensks gjaldmiðils eftir skráðu sölugengi á þeim degi sem úrskurður gekk um að búið væri tekið til gjaldþrotaskipta að því leyti sem þeim verður ekki fullnægt skv. 109.–111. gr.

Og varðandi kröfur vegna innstæðna:

http://www.althingi.is/lagas/141a/1999098.html#G9

III. kafli. Greiðslur úr sjóðnum.
9. gr. Greiðslur úr sjóðnum.
Nú er aðildarfyrirtæki að áliti Fjármálaeftirlitsins ekki fært um að inna af hendi greiðslu á andvirði innstæðu, verðbréfa eða reiðufjár sem viðskiptavinur hefur krafið aðildarfyrirtæki um endurgreiðslu eða skil á í samræmi við þá skilmála er gilda. Er þá sjóðnum skylt að greiða viðskiptavini aðildarfyrirtækis andvirði innstæðu úr A- eða B-deild og andvirði verðbréfa og reiðufjár í tengslum við viðskipti með verðbréf úr verðbréfadeild. Greiðsluskylda sjóðsins verður einnig virk ef bú aðildarfyrirtækis er tekið til gjaldþrotaskipta í samræmi við lög um viðskiptabanka og sparisjóði og lög um verðbréfaviðskipti. Sjóðnum er heimilt við endurgreiðslu andvirðis innstæðu úr A- eða B-deild að inna greiðsluna af hendi í samræmi við skilmála er gilda um innstæðu eða verðbréf, t.d. hvað varðar binditíma, uppsögn og þess háttar. Ávallt skal heimilt að endurgreiða andvirði innstæðu, verðbréfa eða reiðufjár í íslenskum krónum, óháð því hvort það hefur í öndverðu verið í annarri mynt. Sjóðnum er heimilt að nýta sér kröfur viðkomandi fjármálafyrirtækis á hendur viðskiptamanni til skuldajafnaðar gegn kröfu viðskiptamanns á greiðslu andvirðis innstæðu.

Ómar Bjarki, endilega útskýrðu hvað er óraunhæft við þetta.

Eða hitt sem væri betra: lestu áður en þú fullyrðir.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.5.2013 kl. 16:41

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skeggi, áttu sparifé?

Til hamingju.

Þú ert þá betur settur en flestir samlandar þínir.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.5.2013 kl. 20:21

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Halló!

Ég er ennþá að bíða eftir því hvað er óraunhæft við þetta.

Ólæsir vanvitar halda því hér fram, órökstutt og án skýringa, að lausnir í efnahagsmálum byggðar á skýrum ákvæðum íslenskra laga séu óraunhæfar.

Skýrið mál yðar, eða gjörist ellegar ómerkingar að endemum.

Og já, ég er meðal annars að tala um þig Ómar Bjarki !

Guðmundur Ásgeirsson, 18.5.2013 kl. 12:16

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skeggi Skaftason (er það einu sinni raunverulega manneskja?):

og ... ?

svo bara gjaldeyrihöft til eilífðarnóns?

Svar: En ekki hvað?

Kannski frjáls og óheft fjármagnsflæði til eilífðarsnóns?

Ekki láta eins og það sé eitthvað náttúrulögmál.

Ég hef fréttir fyrir þig: það er ekki náttúrulögmál!

Guðmundur Ásgeirsson, 22.5.2013 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband