NEI frekar 88,8 milljarða
23.4.2013 | 22:24
...og það í ISK en svo ekki krónu meir heldur en það!
Að greiða eitt einasta pund eða evru í þessa hít þýðir að taka þarf það af gjaldeyri sem við einfaldlega eigum ekki og getum þess vegna ekki skaffað nýja ríkisbankanum.
NEI því var hafnað - bofs.blog.is
Icesave IV: Afturköllun meintra skulda - bofs.blog.is
Upphæðin í fyrirsögninni er allt sem Landsbankinn þarf að greiða þrotabúi þess gamla til að dekka Icesave úr því sem komið er samkvæmt dómi EFTA dómstólsins, og það sem meira er þá er í góðu lagi að greiða út innstæðutryggingu í heimamynt. Málið dautt.
Haldi einhver að óraunhæft sé að afskrifa rúma 224 milljarða af teygjuláninu sem íslensk stjórnvöld tóku fyrir bankann sinn án leyfis kjósenda, þá er kannski við hæfi að benda á að umrætt skuldabréf er gengistryggt, sem eins og allir vita er ólöglegt hér á landi, auk þes sem það brýtur í bága við flestar þær reglur sem gilda um stærð einstakra áhættuskuldbindinga eða lán milli tengdra aðila. Við höfum því lögin með okkur aftur, alveg eins og í hin skiptin, og byggjum bara sem fyrr á hinni þaulreyndu dómstólaleið sem hefur jafnframt skilað 75% af þeirri lækkun skulda sem íslensk heimili hafa fengið.
Landsbankinn hefði auðvitað af þessu talsverðan ávinning eða nánar til tekið 224 milljarða aukið svigrúm sem hægt yrði að nota til ráðast í enn frekari lækkun skulda íslenskra heimila, eða um tvöfalt það sem þegar hefur verið gert, í einni svipan!
Hver á að borga? Nákvæmlega enginn.
Þetta er ekkert flókið í alvöru talað.
Við einfaldlega borgum þetta ekki.
LBI vill 10 milljarða fyrirfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: IceSave | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 24.4.2013 kl. 00:17 | Facebook
Athugasemdir
http://jupiter.is/gogn/020513.pdf
Guðmundur Ásgeirsson, 3.5.2013 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.