Ekki frétt?

Það telst vart frétt að í kosningum til Alþingis sé hægt að ná inn kjördæmakjörnum manni með tilskildum fjölda atkvæða í viðkomandi kjördæmi óháð niðurstöðum í öðrum kjördæmum. Það er alveg kýrskýrt af XVI. kafla kosningalaga:

Úthlutun kjördæmissæta.
107. gr. Til þess að finna hve margir frambjóðendur hafa náð kosningu í kjördæmi af hverjum lista skal fara þannig að:
   1. Deila skal í atkvæðatölur listanna með tölunum 1, 2, 3, 4 o.s.frv. Útkomutölur eru skráðar fyrir hvern lista.
   2. Fyrsta kjördæmissæti fær sá listi sem hæsta útkomutölu hefur. Sú tala er síðan felld niður. Annað kjördæmissæti fær sá listi sem nú hefur hæsta útkomutölu. Þessu skal fram haldið uns úthlutað hefur verið jafnmörgum kjördæmissætum og kjósa á, sbr. 2. mgr. 8. gr.
   3. Nú eru tvær eða fleiri útkomutölur jafnháar þegar að þeim kemur skv. 2. tölul. og skal þá hluta um röð þeirra.

Úthlutun jöfnunarsæta.
108. gr. Þau stjórnmálasamtök koma ein til álita við úthlutun jöfnunarsæta sem hlotið hafa a.m.k. fimm af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu.
Til þess að finna hve mörg jöfnunarsæti koma í hlut stjórnmálasamtaka, sem fullnægja skilyrðum 1. mgr., og hvaða framboðslistar þeirra hafa hlotið jöfnunarsæti skal fyrst telja saman atkvæðatölur þeirra á landinu öllu og kjördæmissæti þeirra skv. 107. gr.
Síðan skal fara þannig að fyrir þessi samtök:
   1. Deila skal í atkvæðatölur samtakanna með tölu kjördæmissæta þeirra, fyrst að viðbættum 1, síðan 2, þá 3 o.s.frv. Útkomutölurnar nefnast landstölur samtakanna.
   2. Taka skal saman skrá um þau tvö sæti hvers framboðslista sem næst komust því að fá úthlutun í kjördæmi skv. 107. gr. Við hvert þessara sæta skal skrá hlutfall útkomutölu sætisins skv. 1. tölul. 107. gr. af öllum gildum atkvæðum í kjördæminu.
   3. Finna skal hæstu landstölu skv. 1. tölul. sem hefur ekki þegar verið felld niður. Hjá þeim stjórnmálasamtökum, sem eiga þá landstölu, skal finna hæstu hlutfallstölu lista skv. 2. tölul. og úthluta jöfnunarsæti til hans. Landstalan og hlutfallstalan skulu síðan báðar felldar niður.
   4. Nú eru tvær eða fleiri lands- eða hlutfallstölur jafnháar þegar að þeim kemur skv. 3. tölul. og skal þá hluta um röð þeirra.
   5. Þegar lokið hefur verið að úthluta jöfnunarsætum í hverju kjördæmi skv. 2. mgr. 8. gr. skulu hlutfallstölur allra lista í því kjördæmi felldar niður.
   6. Hafi allar hlutfallstölur stjórnmálasamtaka verið numdar brott skal jafnframt fella niður allar landstölur þeirra.
   7. Beita skal ákvæðum 3. tölul. svo oft sem þarf þar til lokið er úthlutun allra jöfnunarsæta, sbr. 2. mgr. 8. gr.

Það hlýtur að vera augljóst hversu mörg atkvæði hver og einn frambjóðandi þarf að fá, til þess að komast inn á þing. Ekki satt??

 


mbl.is Þingsæti möguleg óháð 5% reglunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er nú enn eitt óréttlætið, að ekki dugi að koma inn þingmanni í kjördæmi, heldur sé framboð hans rænt einum eða tveimur uppbótarsætum, sem hann á skilið, af því að það vanti 5% í heild á landsvísu.

1999 fékk Frjálslyndi flokkurinn 3,7% fylgis á landsvísu, en vegna þess að Guðjón Arnar Kristjánsson fór inn í Norðvesturkjördæmi, dró hann réttilega með sér annan þingmann í Reykjavík.

5% þröskuldurinn er fráleitur þegar um jafn fáa þingmenn er að ræða eins og er hér á landi.

Aðeins tvö lönd, með margfalt fleiri þingmönnum, hafa svona háan þröskuld.  

Ómar Ragnarsson, 8.4.2013 kl. 18:54

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er kýrskýrt og hefur aldrei leikið neinn vafi á.  En það er ótrúlega útbreiddur misskilningur að ef framboð nái ekki 5% fylgi á landsvísu, fái það ekki þingmenn.  Það er því full ástæða til að koma þessu á framfæri.

Þess vegna er ekkert fráleitt, að t.d. Villikettirnir Jón Bjarnason og Bjarni Harðarson, komist á þing, þó að fylgi flokksins þeirra sé ekki að mælast hátt á landsvísu.

Eins er það ekki ólíklegt að Steingrímur J. myndi skrölta inn á þing í NorðAustri, þó að VG dytti niður í 4.9% fylgi á landsvísu.

G. Tómas Gunnarsson, 9.4.2013 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband