Gjaldeyrishöft og þjóðnýting lífeyrissjóða

Nei fyrirsögnin fjallar ekki um atburðarás hér á landi eða í Suður-Ameríkuríki í uppreisn eða einhverju ennþá fjarlægara, heldur er þetta að eiga sér stað á Kýpur, eyríki á Miðjarðarhafi, sem er í evrópska myntbandalaginu og notar því evru sem gjaldmiðil. Þetta er ekki síst athyglisvert í ljósi þess að smáríkið Kýpur er það evruríki sem er einna líkast Íslandi að umfangi, þó reyndar séu Kýpverjar nokkuð fleiri þá munar ekki gríðarlega miklu í hinu stóra samhengi.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra metur þetta þannig frá Noregi þar sem hann er staddur að evrusvæðið sé að styrkjast. Reyndar hefur hann áður sagst ekki hafa hundsvit á svona löguðu en í fréttinni kemur reyndar fram að hann hafi átt erilsaman dag, svo kannski hefur hann bara misst þetta óvart út úr sér, gæti jafnvel verið nýkominn úr sturtu eftir þennan erilsama dag þegar mbl.is hringdi og truflaði hann. Allavega hefur Össur samúð mína alla í þessari opinberu heimsókn hans til Noregs sem reynir bersýnilega mikið á andlegan þrótt og atgervi.

Við skulum nú sjá hvað hefur gerst í vikunni:

Kýpur: Bankar lokaðir fram í næstu viku | RÚV

Brüssel: Kýpurdeilan rædd í Brussel - mbl.is

Kýpur: Kýpverjar samþykkja „samstöðusjóð“ - mbl.is 

Kýpur: Þjóðnýting lífeyrissjóða og fjármagnshöft | RÚV

Frankfürt: EU calls on Cyprus to set capital controls: source  

Kýpur: Vísir - Gjaldeyrishöft samþykkt í Kýpur  

Evrópa: Vísir - Evrópubúar óttast fordæmið frá Kýpur

Þríeykið: Rætt um allt að 25% gjald á 100.000 evru innistæður - Evrópuvaktin

Krugman: Cyprus: The Sum of All FUBAR - NYTimes.com

Össur: Evrusvæðið að styrkjast - mbl.is

Ummæli Össurar verða sjálfsagt að teljast falla í sama flokk og þessi:

For a small, open economy like Cyprus, Euro adoption provides protection from international financial turmoil.

- Jean-Claude Trichet 18/01/2008

Kaldhæðnin er sú að þetta er einfaldlega ekki lengur opið hagkerfi.

Málið tók núna síðast mjög undarlega beygju þegar það kom fram að yfirmaður kýpversku rétttrúnaðarkirkjunnar: Vill að Kýpur yfirgefi evru-svæðið - mbl.is

Ætli guð blessi Kýpur? Össur gæti til dæmis hjálpað með því að senda svona handklæði til að hughreysta seðlabankastjóra Kýpur, Panicos Onisiphorou Demetriade:


mbl.is Evrusvæðið að styrkjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðmundur. Svona fer EES-ESB með aðstoð AGS og seðlabanka Evrópu að því að hertaka þjóðir og keyra þær í þrot, með götóttum og hriplekum reglugerðar-vafningum og mannréttindabrota-kerfi EES-ESB.

Þetta er nútímaleg hertöku-aðferð, sem engum er ætlað að fatta, fyrr en of seint!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.3.2013 kl. 20:30

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fyrirrennari Panicos í stól seðlabankastjóra, Orphanides, sagði eftirfarandi í viðtali við Financial Times í gær:

"The European project is crashing to earth,”  "This is a fundamental change in the dynamics of Europe towards disintegration and I don’t see how this can be reversed.” ...

This week’s events had made “a mockery” of EU treaties, he added. “It suggests that in Europe not all people are equal under the law.” ...

“We have seen other eurozone countries, the Netherlands, for instance, put national interests ahead of the European interest by trying to bring down the economic model of countries such as Cyprus or Luxembourg.” ...

Guðmundur Ásgeirsson, 24.3.2013 kl. 02:39

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Halló! við höfum sömu viðhorf til Esb.er dugur í okkur,? Það er ég viss um. Meðan elítan heldur að við séum dreifð er hún róleg. Bestu páskakveðjur.

Helga Kristjánsdóttir, 24.3.2013 kl. 03:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband