Innstæðutryggingin hlýtur að virkjast

Bankahrun stendur nú yfir á Kýpur. Um helgina var ákveðið í Brüssel að kýpverskum bönkum yrði bjargað á kostnað innstæðueigenda í þeim bönkum. Ekki á kostnað eigenda þeirra banka, ekki heldur á kostnað kröfuhafa, og ekki einu sinni á kostnað ríkisins, heldur á kostnað viðskiptavina með því að gera hluta innstæðna þeirra upptækan, þar með talið hluta "tryggðra" innstæðna!

Samstundist og óhjákvæmilega upphófst áhlaup á hraðbanka í landinu um helgina þar til þeir tæmdust, og er nú talað af alvöru um það að senda skip með flýti frá Grikklandi með reiðufé í peningaseðlum til að bjarga greiðslukerfi eyjarinnar frá því að stöðvast. Þetta virðist þó ekki duga til því þegar síðast fréttist voru menn farnir að mæta með jarðýtur við bankaútibú, boðað hafði verið til mótmæla við þinghúsið þar sem greiða átti atkvæði um "björgunar" pakkann og einn stjórnarliði hafði sagt af sér þingmennsku.

Allt útlit er fyrir að búsáhaldabyllting sé í uppsiglingu í því evrulandi sem hefur hvað oftast verið líkt við Ísland sökum smæðar þess eða öllu heldur fámennis en Ísland er auðvitað stórast í heimi miðað við höfðatölu. Undirritaður sendir dótturfélögum Samherja með atvinnurekstur á Kýpur, samúðaróskir vegna tapsins. Nema auðvitað þeir hafi verið búnir að koma fénu í "öruggt skjól" en þá eru það hamingjuóskir.

Sú áætlun sem lagt er upp með á Kýpur gerir ráð fyrir að björgun bankakerfisins verði fjármögnuð með á heildina litið 8,5% einskiptisskatti á bankainnstæður. Upphaflega var gert ráð fyrir að skatturinn yrði þrepaskiptur, 6,75% á tryggðar innstæður upp að 100.000 EUR en 9,9% á innstæður yfir því marki. Þessi áætlun virðist hafa fallið í mjög grýttan jarðveg, og nú er talað um að hlífa tryggðum innstæðum en á móti verður skattur á innstæður umfram 100.000 EUR þeim mun grimmari eða 15,26%.

Samkvæmt yfirlýsingu sem Seðlabanki Kýpur sendi frá sér í dag hefur frídagur sem var í dag núna verið framlengdur hjá bönkum til fimmtudags. Þeir verða því lokaðir í millitíðinni og innstæður óaðgengilegar. En til hvaða fimmtudags? Rússar hljóta þá að verða búnir að virkja hryðjuverkalög gagnvart Evrópusambandinu fyrir þjófnað á bankainnstæðum rússneskra ríkisborgara, en sumir af þeim efnameiri þeirra eiga víst umtalsverða fjármuni á Kýpur.

Vasellij Smirnoff: "In Soviet Europe, bank robs you!"


mbl.is Bönkum lokað fram á fimmtudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grátbroslegur brandari þetta með innistæðutryggngarkerfi og að ætla að skattleggja innistæður sem það á að verja, m.ö.o. ekkert að marka innistæðutrygginguna!   Hugmyndin fór a.m.k. í gang þó kanski verði ekki af henni.

      Minnir á "öll dýr eru jöfn" en svo kom , "en sum dýr eru jafnari en önnur"         Til hvers er ESB að rusla upp öllum þessum reglum sem svo er ekkert að marka,engum hjálpa og afstýra engu!

Af hverju í veröldinni ættum við að vilja þarna inn?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 21:47

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að hugsa sér að maður skyldi hafa eytt fjórum árum ævi sinnar í að sýna fram á að tiltekið kerfi væri fallit. Jæja, það var allavega skemmtilegur tími.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.3.2013 kl. 22:16

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þetta með jarðýtur við bankana er alveg nýtt. Kannski ég taki út með Caterpillar 350 næst. Væri stuð. En í alvöru þá sjám við að það er ekkert sem á að stoppa þessa peningavél EB og taka þeir næst50% svo húsin svo bílin svo.....

Eyjólfur Jónsson, 19.3.2013 kl. 00:54

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Guðmundur Ásgeirsson, 19.3.2013 kl. 02:01

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nýkjörinn forseti Kýpur Anastasiades:

"A disorderly bankruptcy would have forced us to leave the euro and forced a devaluation."

Kanslari þýzkalands og forseti Kýpur eru sagðir hafa rætt málið:

Merkel told Anastasiades that Cyprus can negotiate on rescue package only with troika: official.

Það virðist hafa verið Berlín sem sótti það hvað harðast að láta sverfa að ótryggðum innstæðum (sem kemur hvað harðast niður á erlendum, les. rússneskum ríkisborgurum) á meðan kýpversk stjórnvöld virðast hafa verið reiðubúin að fórna hagsmunum eigenda smærri innstæðna (les. aðallega almennra borgara á Kýpur) fyrir hagsmuni stórra fjármagnseignseigenda.

Eftir á að hyggja er kannski ekki svo margt ólíkt með Kýpur og Íslandi, þrátt fyrir að þessi tvö lönd notist við sitthvorn gjaldmiðilinn.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.3.2013 kl. 02:24

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og hér koma Bretar með innstæðutryggingu fyrir sitt fólk á eynni:

http://www.ruv.is/frett/ein-milljon-evra-i-herflugvel-til-kypur

Ætla þeir svo ekki að setja Kýpur á hryðjuverkalistann?

Þar er beinlínis fyrirhugaður þjófnaður frá innstæðutryggingakerfinu!

Eitthvað sem engin ríkisstjórn í Evrópu hefði látið sér detta í hug...

Guðmundur Ásgeirsson, 19.3.2013 kl. 17:39

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Áletrunin á gangstéttinni þýðir bókstaflega: "ÞJÓFAR".

Guðmundur Ásgeirsson, 21.3.2013 kl. 02:28

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

http://www.mbl.is/tncache/frimg/640x360/6/65/665503.jpg

Guðmundur Ásgeirsson, 21.3.2013 kl. 02:28

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta á ekki eftir að ganga svona í mörg ár,almenningur getur af sér forystumann sem kemur með nýungar í fjármálaheiminum. Eða var mig að dreyma,legg mig stundum við tölvuna!!

Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2013 kl. 03:05

10 Smámynd: Samstaða þjóðar

Sú ráðagerð Evrópusambandsins að ætla að láta innistæðueigendur greiða beint fyrir stuðning við stór-fjármagnið er ótrúleg flónska, en þarf ekki að koma neinum á óvart. Undanfarin ár, hefur þetta verið gert óbeint með skuldasöfnun ríkissjóða. Hvers vegna mátti Sjóvá ekki fara í gjaldþrot? Hvers vegna voru ekki sett neyðarlög til varnar bótaþegum, fremur en verja kröfuhafana?

 

Torgreind peningastefna gerir ráð fyrir alræði seðlabankanna og torgreindum aðgerðum í peningamálum. Markmiðið er að vernda hið alþjóðlega fjármagn og störf Máranna innan fjármálakerfisins. Ef Márarnir fá ekki þau laun sem þeir vilja, þá eru aurarnir teknir þar sem til þeirra næst.

 

Aðgerðinni á Kýpur var stjórnað sameiginlega af AGS og Seðlabanka Evrópu. Snilld þessara aðila dregur enginn í efa, eða hvað? Eftir að Kýpurverjar lögðust í vörnina, á hliðstæðan hátt og Ísland ætlaði að gera, hafa þessi “yfirvöld” misst allan trúverðugleika – ekki hjá almenningi þar sem engin var fyrir, heldur hjá alþjóðlega fjármagninu. Fullkomin óvissa ríkir!

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 21.3.2013 kl. 08:23

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er í dag:

Össur: Evrusvæðið að styrkjast - mbl.is

Brüssel: Kýpurdeilan rædd í Brussel - mbl.is

Frankfürt: EU calls on Cyprus to set capital controls: source 

Kýpur: Vísir - Gjaldeyrishöft samþykkt í Kýpur 

Hér er kaldhæðnin:

"For a small, open economy like Cyprus, Euro adoption provides protection from international financial turmoil."

 - Jean Claude Trichet 18/01/2008

Guðmundur Ásgeirsson, 23.3.2013 kl. 13:48

13 Smámynd: Samstaða þjóðar

Margt undarlegt er sagt í útlöndum, ekki síður en hér heima:

Look at Iceland, which, like Cyprus, was awash with Russian money

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 23.3.2013 kl. 14:01

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er nú eiginlega miklu frekar eftir hrun sem Rússar hafa verið að koma með peninga hingað til lands. Sem ferðamenn.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.3.2013 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband