Gjaldþrot verðtryggingar
21.2.2013 | 20:31
Matsfyrirtækið Moody's lækkaði í gær lánshæfismat Íbúðalánasjóðs úr lægsta fjárfestingarflokki (Baa3) niður í svokallaðan ruslflokk (Ba1). Af fréttaflutningi Morgunblaðsins í dag mátti svo ráða að nýjar upplýsingar um fjárhagsstöðu sjóðsins bentu til þess að afskriftaþörf sjóðsins væri mun meiri en áður hefði verið talið. Var þar vitnað í óbirta skýrslu ónefndra sérfræðinga á fjármálamarkaði sem var sögð hafa verið kynnt með leynd fyrir fáum útvöldum, en þar á víst að standa að yfirvofandi tjón vegna afskrifta nemi 86-129 í stað 40 milljörðum samkvæmt niðurstöðum IFS greiningar og starfshóps á vegum stjórnvalda frá áramótum.
Íbúðalánasjóður svaraði þessu með því að senda frá sér tilkynningu þar sem kom fram það mat sjóðsins að um engar nýjar upplýsingar væri að ræða, og að hinir "ónafngreindu sérfræðingar" væru í raun aðeins einn maður: hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja. Fyrst svo er hlýtur jafnframt að vakna sú spurning hvers vegna var þá verið að lækka matið? Ein möguleg kenning er að það tengist því að nú hrannast upp rök fyrir því að verðtryggð lán til neytenda, þar á meðal útlán Íbúðalánasjóðs, séu líklega ólögleg:
Ljóst er að jafnvel þó einungis þyrfti að leiðrétta verðbótaþátt verðtryggðra lána myndi sú niðurfærsla nema verulegum fjárhæðum í krónum talið. Reyndar birtist einmitt grein um það í Viðskiptablaðinu um helgina eftir höfund sem skrifar undir dulnefninu Óðinn:
Reyndar er alls ekki neitt augljóst samhengi milli lánshæfismatsins og þessarar einu blaðagreinar, enda kemur ekkert fram í tilkynningu Moody's sem bendir beinlínis til þess, og heldur ekkert sem segir að þetta hafi neina samsvörun við raunverulegan útlagðan kostnað ríkissjóðs heldur færi það alveg eftir útfærslunni. Hinsvegar er annað sem kemur fram í tilkynningunni sem hlýtur að teljast merkilegt:
RATIONALE FOR THE ISSUER RATING ... ... ...
HFF's legal status -- as a Treasury C-type institution fully owned by the Icelandic government -- ensures that the government is responsible for full payment of its liabilities. The guarantee does not satisfy all of Moody's requirements to permit full credit substitution, in particular because there is no explicit guarantee on timely payment, giving rise to a potential risk of non-timely payment if HFF were to fail to meet its obligations, which, combined with the weakening in HFF's stand-alone credit quality, supports the rating differential to the Icelandic government. ... ... ...
Með öðrum orðum þá telur Moody's að ábyrgð íslenska ríkisins sé ekki marktækari en svo að það sé óvíst hvort staðið yrði við hana tímanlega ef á það myndi reyna. Þetta er óvenju sterkt til orða tekið miðað við tilkynningu af þessu tagi! En allt saman endurspeglar þetta þó þann undirliggjandi veruleika að viðskiptamódel Íbúðalánasjóðs sem byggist á því að bjóða eingöngu upp á verðtryggð vísitölutengd jafngreiðslulán til húsnæðiskaupa, gengur ekki upp og er varanlega gjaldþrota.
Engar nýjar upplýsingar á bak við matið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Verðtrygging | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Jebb. Sjóðurinn er gjaldþrota.
En hey, velferðarstjórnin ætlar að leysa vandræði sjóðsins með því að hvetja skuldara til þess að standa í skilum.
Í þeim massíva hræðsluáróðri sem við megum eiga von á frá aðdáendum verðtryggingar á næstu vikum verður gott að halda því til haga að það tapast engin verðmæti þó svo að framkvæmd verðtryggingar verði dæmd ólögmæt. Þeim verður eingöngu endurraðað innan hagkerfisins.
Seiken (IP-tala skráð) 21.2.2013 kl. 20:51
Ástæðan fyrir því að þetta getur ekki annað en mistekist er að það er ekki meiri greiðslugeta fyrir hendi.
Þess vegna er þetta gjaldþrota fyrirkomulag.
Guðmundur Ásgeirsson, 21.2.2013 kl. 23:37
Vísir - Seðlabankastjóri segir viðskiptalíkan ÍLS ekki ganga upp
Guðmundur Ásgeirsson, 25.2.2013 kl. 14:05
Búast má við frekari afskriftaþörf ÍLS | RÚV
Viðskiptalíkan ÍLS gengur ekki upp - mbl.is
Viðskiptablaðið - Stjórn ÍLS segir viðskiptalíkanið ekki ganga upp
Íbúðalánasjóður sammála seðlabankastjóra: Líkanið gengur ekki upp « Eyjan
Guðmundur Ásgeirsson, 27.2.2013 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.