Áréttingar um verðtryggingu neytendalána

Síðastliðinn laugardag hófu að berast fregnir af áliti frá sérfræðingi á skrifstofu framkvæmdastjóra neytendamála hjá Evrópusambandinu. Benti álitið til þess að verðtrygging neytendalána eins og hún hefur verið framkvæmd hér á landi kunni að brjóta í bága við reglur um neytendavernd sem gilda á EES svæðinu, þar með talið í ríkjum innan Evrópusambandsins.

Talsverð umfjöllun hefur verið um efnisatriði álitsins, en því miður eins og vill oft verða þegar um flókin álitamál er að ræða, þá vilja staðreyndirnar stundum skolast til. Þess vegna ætla ég að nefna hér nokkur atriði sem er mikilvægt að árétta.

1. Álitið snýr eingöngu að neytendalánum.

2. Á Íslandi falla fasteignalán undir þá skilgreiningu.

3. Verðtrygging sem slík er ekki bönnuð heldur heimil.

4. Það þýðir að verðtrygging er líka heimil innan ESB.

5. Hinsvegar þarf líka að virða ströng skilyrði um neytendalán.

6. Meðal skilyrðanna eru tæmandi upplýsingar um kostnað.

7. Þær upplýsingar eru forsenda lögmætis lánveitingarinnar.

8. Ekki má innheimta neinn kostnað sem brýtur gegn þessu.

9. Fæstir íslenskir lánssamningar standast þessar kröfur.

10. Þar af leiðandi eru þeir líklega flestir ólöglegir.

Til þess að fá nákvæmari skýringar í lengra máli, mæli ég með stórfínu viðtali við Arnar Kristinsson lögfræðing í þættinum Silfri Egils í gær sunnudag. Hann er í hópi þeirra sem hafa hvað dýpsta þekkingu á þessu viðfangsefni hér á landi og útskýrir þetta líka vel. Viðtalið hefst þegar 51 mínúta er liðin af þættinum:

http://www.ruv.is/sarpurinn/silfur-egils/17022013-1

Ég hvet alla sem hafa áhuga á málinu til þess að hlusta vel á þetta viðtal.

Sem ítarefni má benda á umsögn Hagsmunasamtaka heimilanna við frumvarp um endurskoðun laga um neytendalán, þar sem þetta er ítarlega rakið og kirfilega rökstutt í meðfylgjandi greinargerð.


mbl.is Verða að upplýsa lántakendur betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Góð samantekt

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 19.2.2013 kl. 10:12

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þakka.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2013 kl. 12:19

3 identicon

Það er neyðarlegt ef ESB reglurnar verða til að leiðrétta að einhverju leiti eignaupptöku þá sem skuldarar verða fyrir vegna verðtryggingarinnar.

Að við Íslendingar skulum ekki vera menn til að sjá og leiðrétta þann órétt og þá vitleysu sem þetta fyrirbæri veldur. Það að skuldari skuli þurfa að tryggja lánveitenda fyrir kreppum og að smátt og smátt skuli verða til innistæðulaust pappírshagkerfi byggt á sterkustu mynt heims sem er þó aðalega ávísun á loft.

Nei, heldur þurftu að koma til lagatæknileg atriði vegna EES samningsins.

Þetta er vissulega vatn á millu aðildarsinna. Dæmi um mál þar sem Íslendingar geta ekki leyst sín mál sjálfir heldur verða að láta utanaðkomandi aðila leysa úr. (1262 all over again)

Það er hausverkur þeirra (okkar) sem eru á móti aðild að ESB að sýna fram á að hér sé hægt að vera með sjálfstætt myntkerfi án þess að allt fari í tóma vitleysu, ekki minkar hann við þetta!

Ég er þó á því að þetta sé ekki rétta leiðin.  Þetta leysir náttúrulega á engan hátt vandann sem stafar af snjóhengunni heldur jafnvel eykur hann, en um leið og sá vandi hefði verið leystur með upptöku nýkrónu þá hefði verið hægt að leiðrétta forsendubrest verðtrygðu lánanna. Í framhaldi að því að taka upp aðhaldsamt peningakerfi þar sem seðlabankinn einn hefur möguleikann að búa til peninga.

En ef menn vilja ekki, ætla bara að láta reka, láta ESB bjarga sér þá verði þeim að góðu!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 15:18

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei þetta er ekki vatn á myllu aðildarsinna, þvert á móti

Í málflutningi sínum hafa þeir haldið því fram að innganga í ESB og upptaka evru sé rétta, og jafnvel eina leiðin til að afnema verðtryggingu.

Svörin frá Brüssel við lögmæti verðtryggingar benda hinsvegar sterklega til þess að það sem við fengjum í staðinn væri einfaldlega verðtryggð lán í evrum. Það er nefninlega beinlínis heimilað í ESB að vera með verðtryggingu, svo lengi sem skilyrði um neytendalán eru uppfyllt að öðru leyti, sem þýðir að upplýsa þarf um kostnaðinn við verðtrygginguna.

Það sem er ólöglegt við verðtryggðu lánin hér á Íslandi hefur minnst með ESB að gera, og miklu meira með lög neytendalán sem voru sett árið 1993 að mestu leyti að norðurevrópskri fyrirmynd, einkum sænskri og danskri en hún er svo aftur svipuð þeirri þýzku. Það er svo á fyrirmynd þessara reglna sem evrópsku tilskipanirnar eru byggðar, og því engin tilviljun að þetta sé líkt.

Það er ekki hausverkur fullveldissinna að sýna fram að hægt sé að reka sjálfstætt myntkeri. Það hefur verið gert víða um heim í mörgum löndum, meira að segja er algengara nú orðið hjá smáríkjum að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil en að nota erlendan gjaldmiðil. Meðallíftími gjaldmiðla er 27 ár, og íslenska krónan frá 1981 náði því nákvæmlega haustið 2008 áður en hún hrundi, en verðtryggða krónan er tveimur árum eldri eða frá 1979 þegar ég var eins árs.

Þannig er ekki aðeins til gnægð emipirískra sönnunargagna fyrir því að smáríki geti rekið sjálfstæðan gjaldmiðil, heldur eru beinlínis sannanir fyrir því að það sé ekki síður hægt á Íslandi en annarsstaðar. Sömu gögn benda jafnframt til þess að fastgengi sé almennt betra en flotgengi með verðbólgumarkmiði.

Aftur á móti stendur það þvert upp á aðildarsinna að sýna fram á að evran sé stöðugur gjaldmiðill og að það sé skynsamlegast fyrir heila heimsálfu að nota í raun erlendan (foreign) gjaldmiðill eða réttara sagt aðkomumynt. Aðildarríki myntbandalagsins gefa nefninlega sjálf ekki út neinn óháðan og fullvalda gjaldmiðil, og geta því vart talist vera fjárhagslega sjálfstæð lengur.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2013 kl. 17:49

6 identicon

Þetta voru ágæt og málefnaleg svör hjá þér Guðmundur, þú prjónar ekki langlokur.

Ætla að hugsa umedda ;-)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 19:51

7 identicon

Takk fyrir þessa grein. Flott.

Ólafur Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.2.2013 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband