Told.You.So!
29.1.2013 | 02:11
Núna hlýt eg að hafa efni á þessari yfirlýsingu, þegar efasemdir um evrópska innstæðutryggingakerfið eru loksins komnar á forsíðu Wall Street Journal, sem var síðast þegar ég vissi víðlesnasta dagblað heims.
Ef einhver efast um tilefnið vil ég einfaldlega benda viðkomandi á að lesa færsluflokkin Icesave á þessu bloggi, eða þegar hann kemur út á bókarformi fari svo að hagstæður samningur bjóðist sem samræmist ísköldu stöðumati. (pun intended)
Svo var meira að segja vitnað orðrétt hjá Zerohedge, sem eins og kunnugir vita er ein víðlesnasta óháða fjármálasíðan sem ekki er menguð af yfirborðskenndum áróðri.
Iceland's 'Icesave' Deposit Victory Slams Door On European Deposit Insurance Hopes
The implication being: Bank deposit insurance schemes in the European Economic Area are NOT backed by government liability, neither explicitly nor implicitly
(h/t BOFS blog)
Icesave-dómur vekur spurningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Gengistrygging, Íþróttir, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 02:14 | Facebook
Athugasemdir
Glæsilegt
símon (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 06:16
Það verður einhver ripple effect af þessu. Það er skelfilegt prospekt að bankarmverði nú gerðir ábyrgir fyrir eigin starfsemi. Eða hitt þó heldur.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.1.2013 kl. 08:59
það eru engar efasemdir um Evrópska innstæðutryggingakerfið, neytendaverndina, í ESB.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.1.2013 kl. 22:40
Er ekki einhver kórvilla í þessu hjá þér?
Töfin á Icesave kostar okkur sennilega meira!
Fleiri en eg hafa efasemdir um inngrip forseta þessa inn í söguna:
Ice save: Tafirnar hafa kostað þjóðarbúið mikið
Slóðin er:
http://gudmundsson.blog.is/blog/bjorgvin_gudmundsson/entry/1279839/
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 29.1.2013 kl. 23:56
- Ómar. Engar efasemdir nei?
„Nýtt áhættutímabil“ vegna Icesave-dómsins | RÚV
Dálkahöfundur hjá Financial Times vitnar til ummæla McBreen og hefur eftir honum að Icesave-dómnum fylgi nýtt tímabil áhættu fyrir viðskiptavini hjá bönkum.
Aftenposten: Stórsigur Íslendinga í Icesave-málinu hlýtur að vekja öfund Íra og Spánverja – dómurinn veldur skjálfta innan ESB - Frétt - Evrópuvaktin
Ola Storeng, efnahagsritstjóri norska blaðsins Aftenposten, ritar grein í blaðið miðvikudaginn 30. janúar um niðurstöðu EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu undir fyrirsögninni: Islands knusende seier – Stórsigur Íslendinga.
Hér birtist grein Ola Storengs í ... þýðingu Evrópuvaktarinnar:
Þess vegna er hafið yfir allan vafa að reynsla Íslendinga og niðurstaða EFTA-dómstólsins verða grandskoðuð í Brussel og öllum höfuðborgum Evrópu.
Allavegu eru uppi efasemdir í a.m.k. Cornwall og Kaupmannahöfn.
Og auðvitað Reykjavík, þar sem ég á heima.
- Guðjón.
Töfin hefur fært okkur 100-335 milljarða. (Heimildir: TIF-GAMMA-AGS)
20 milljarða sem fá nú að liggja óhreyfðir í innstæðutryggingasjóði.
Plús lágmark 80 milljarða sem Buchheit samningurinn hefði kostað.
Samtals gerir þetta á bilinu 1 - 3,35 milljóna ávinning á hvert heimili.
Ástekjurnar mínar í fyrra voru á þessu bili.
Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2013 kl. 04:37
Manstu þegar ég sagði við þig að ég væri orðin svo leið á icesave að ég vildi bara að við myndum halda kjafti og borga þetta allt uppí topp, það eru að vísu nokkur ár síðan (og ég var náttlega mestmegnis að djóka). Þessi minning var það fyrsta sem kom uppí hugann á mér þegar ég heyrði um þennan dóm ;)
halkatla, 31.1.2013 kl. 18:06
Ég hef lengst af sagt að hver svo sem niðurstaðan yrði í dómsmáli um Icesave, myndi hún óhjákvæmilega senda höggbylgjur um alla Evrópu (og víðar).
Nú er til dæmis eitthvað að gerast í Hollandi:
http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2013/02/01/hollenskur_banki_thjodnyttur/
Fjórði stærsti bankinn þar í landi þjóðnýttur. Og sjá: innstæður eru gerðar að forgangskröfum en almennir kröfuhafar látnir taka á sig tapið! Nákvæmlega eins og í tilviki vondu Íslendinganna og Landsbankans.
Stóra spurningin: Munu Hollendingar fara í manngreinaálit við þessa viðskiðptavini með hliðsjón af þeirri afgreiðslu sem Icesave viðskiptavinir fengu af hálfu hollenskra stjórnvalda? Það væri afar kaldhæðnislegt ef á endanum yrði Hollendingar fundnir sekir um mismunun og brot á tilskipun um innstæðutryggingar. Þeir eru núna á jarðsprengjusvæði í þessum efnum!
Guðmundur Ásgeirsson, 1.2.2013 kl. 11:45
www.mbl.is/frettir/innlent/2013/02/01/icesave_afall_fyrir_bankakerfid/
http://www.economist.com/news/finance-and-economics/21571184-court-ruling-over-icelandic-bank-blow-global-banking-coolerGuðmundur Ásgeirsson, 2.2.2013 kl. 14:33
Þessar innistæður í Englandsbanka eru kjurar þar vegna bresku hermdarverkalaganna. Það er einkennilegt að reikna þær til tekna!
Icesave samningarnir gengu út á að allar afborganir og vextir af útlánum þrotabús Landsbankans gengju upp í skuldina.
Nú bendir allt til að eignasafn þetta verði 15-20% umfram Icesave samninginn!
Þetta andóf hefur því reynst eins og hvert annað klámhögg!
Guðjón Sigþór Jensson, 2.2.2013 kl. 22:10
Hvaða innstæður í Englandsbanka ertu að tala um?
Mér sýnist þú vera haldinn einhverjum alvarlegum misskilningi. Allavega varðandi hvað það er sem ég er að meina.
Hvort eitthvað sé "klámhögg" liggur sjálfsagt í sjáandans auga. Sumir eru hrifnir af klámi. En ég fatta ekki alveg hvaða tengingu það hefur við þetta mál.
Icesave samningar hljóðuðu alls ekki upp á það sem þú segir, hefurðu nokkuð lesið þá? Þeir höfðu nákvæmlega ekkert með útlán að gera heldur innlán, og hefðu þeir verið staðfestir þá hefði íslenska ríkið þurft að greiða vexti upp á tugi milljarða sem nú liggur fyrir að því lá engin skylda til.
Það er rétt að eignasafn þrotabúsins er komið í 115-120% af forgangskröfum. Hinsvegar liggur einnig fyrir að Bretar og Hollendingar eiga aðeins rétt á 100% og þá er spurning hvað verði um þessi 15-20% eða tæpa 200 milljarða. Ein af stærstu eignunum er skuldabréf gefið út á nýja Landsbankann upp á 300 milljarða, og þar af er þegar búið að fyrirframgreiða 72 milljarða. Þannig eru núna komnar góðar forsendur fyrir að endursemja um ca. 90% afslátt af eftirstöðvunum enda myndi það duga til að jafna forgangskröfur að fullu.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.2.2013 kl. 21:30
Gott hjá þér Guðmundur að átta þig á þessari meginvillu sem því miður allt of margir Íslendingar þ. á m. Ólafur forseti vildi ekki skilja.
Ætli við séum ekki í þakkarskuld við Gordon Brown eftir allt saman fyrir að beita þessum hermdarverkalögum sem kom í veg fyrir að þessum fjármunum hefði verið skotið undan, kannski til Tortóla eða annrars skálkaskjóls.
Varðandi það sem umfram er, skal eg ekki fullyrða neitt um. Sennilega verður þetta fé eitthvað í vörslum Englandsbanka meðan öll kurl eigi eftir að skila sér til grafar.
Ekki er ólíklegt að Bretar skili umframfénu til Íslendinga enda verður að telja þá með traustustu og heiðarlegustu þjóðum. En þeir gera líka sambærilegar kröfur til annarra!
Guðjón Sigþór Jensson, 3.2.2013 kl. 21:48
Hvaða meginvillu ertu að tala um? Ég er engu nær.
Svo skil ég alls ekki heldur hvað þú ert að meina með því að við eigum að standa í einhverri þakkarskuld fyrir að hafa verið meðhöndluð eins og glæpamenn. Hefurðu gleymt því að það var ekki bara Landsbankinn sem var settur á hryðjuverkalista og frystur heldur allt íslenska ríkið, allar eignir þess og þegnar eins og það leggur sig. Það er ekki léttvægt.
Svo skil ég heldur ekki hvað þú ert ennþá að tala um eitthvað fé í Englandsbanka. Eignir þrotabús Landsbankans eru undir stjórn skilanefndar bankans. Bretar þurfa ekki að skila neinu til Íslands, þeir þurfa bara að bíða rólegir eftir því að fá meiri peninga senda frá slitastjórn gamla Landsbankans og Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta, þar til höfuðstóll krafnanna sem þeir eiga hefur verið greiddur að fullu, þ.e. 100%. Þeir hafa þegar fengið megnið af því sem skilanefndinni ber að afhenda, og þá er næsta vers að þegar TIF fær sína kröfu upp á 675 milljarða afhenta getur hann greitt Bretum og Hollendingum lágmarkstrygginguna. Í krónum.
Bretar þurfa ekkert að skila neinu umframfé, þeir eru ekki með það. Það er í Landsbankanum í Austurstræti. Það sem ég er einfaldlega að benda á er að mikilvægt er að sá banki sendi ekki meira fé til skilanefndarinnar en nauðsynlegt er til að endurheimtur nái 100%. Þá þarf aldrei að "skila" neinu "umframfé" því það hefur þá aldrei farið úr landi.
Vá hvað það er eins og þú sért að misskilja málið algjörlega. Ég nenni ekki þessum endalausu kennslustundum og hvet þig bara eins og alla til að kynna þér almennilega hinar raunverulegu staðreyndir málsins.
Og Bretar með traustustu þjóðum? Hah. Hlægilegt.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.2.2013 kl. 02:04
Þegar Bretar beittu hermdarverkalögunum voru öllum eignum og afborgunum og vöxtum útistandandi skulda beint inn í reikning í vörslu Englandsbanka með engum vöxtum. Icesavesamningarnir gengu út á að af þessum reikning gengju endurgreiðslurnar. Aldrei mátti ræða þetta í deilunni, heldur fullyrt fullum fetum að við ættum að borga hverja einustu krónu gegnum ríkissjóð okkar sem nær ekki nokkurri átt.
Kannski að við getum staðið í þakkarskumd við Breta fyrir að koma í veg fyrir að þessum eignum væri skotið undan, kannski til Tortóla eða annarar skattaparadísar með því að beita þessum hermdarverkalögum.
Sagnfræðingar eiga eftir að fara í saumana á þessum málum og líklegt þykir mér að þeir muni telja neitun Ólafs Ragnars á Icesave hafi verið ein verstu afglöp hans.
Öll viðskipti byggjast á trausti. Þessi ríkisstjórn vildi alltaf byggja upp traustið að nýju en það er grundvöllur allra farsælla viðskipta.
Menn vildu haga sér eins og siðlausir víkingar eins og ekkert réttarríki væri lengur til.
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 4.2.2013 kl. 16:17
Þetta eru forvitnilegar upplýsingar sem þú ert að reiða fram. Hví hefurðu ekki vakið athygli á þessu fyrr? Ég hvet þig til að benda á eitthvað þessu til staðfestingar og ég hefði gaman af að kanna það nánar.
Það breytir engu um það að eignir þrotabúsins eru undir stjórn skilanefndar Landsbankans, en að sama skapi er óumdeilt að Bretar og Hollendingar eiga tilkall til þeirra sem nemur forgangskröfum. Ef uppgjöri þessara krafna er að einhverju leyti miðlað gegnum Englandsbanka, þá hlýtur það að vera á milli slitastjórnarinnar, breska innstæðutryggingarsjóðins og seðlabanka Hollands. Ég sé ekki að tæknileg útfærsla á því sé endilega úrslitaatriði í neinu. Það sem samningarnir snerust um var með hvaða hæti skyldi skera úr um þetta uppgjör, og ég veit ekki til að annað hafi staðið til en að greiða út úr búinu samkvæmt því, eða núna samkvæmt dómnum sem liggur fyrir.
Einnig get ég ekki með nokkru séð hvernig þetta eru einhvernvegin rök fyrir því hvort dómur sögunnar um ákvörðun Ólafs Ragnar kunni að verða á þennan veg eða hinn. Þér er velkomið að hafa þína skoðun á því að sjálfsögðu, en ég deili henni þá ekki með þér enda skoraði ég á Ólaf að skrifa ekki undir.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.2.2013 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.