Told.you.so!
19.10.2012 | 11:49
Rétt um tvö ár eru nú liðin síðan ólögmæti gengistryggingar var staðfest af Hæstarétti. Hagsmunasamtök heimilanna bentu strax á að þrátt fyrir það ættu samningsvextir lánanna líklega að gilda óhreyfðir. Þá var því tekið víða sem fásinnu eins og öðrum málflutningi samtakanna um ólögmæti gengistryggðra lána og endurútreikninga þeirra.
Hæstiréttur felldi svo þann dóm að samningsvextirnir væru ógildir, en notaði það til að réttlæta endurákvörðun þeirra m.v. seðlabankavexti. Dómurinn í gær virðist hafa farið þvert gegn því fordæmi og látið samningsvexti standa. Eftir stendur "órjúfanlegt samband" milli gengistryggingar og vaxta, þannig að ef annað er ógilt er hitt það líka.
Evrópudómur þann 14. júní sl. skýrði tilskipun um neytendasamninga þannig að hún legði bann við endurákvörðun samningsvaxta sem dæmdir höfðu verið ógildir. Nú verður því sjálfsagt tekið sem fásinnu af einhverjum að þessi lán skuli vera orðin vaxtalaus. Kannsi mun viðkomandi þurfa tvö ár í viðbót til að meðtaka það líka.
Þess má geta að í gær var almenna verðtryggingin líka tekin til meðferðar dómstóla, að undirlagi Hagsmunasamtaka heimilanna. Það verður forvitnilegt að sjá hverjir gefa sig í að gagnrýna þann málflutning eins og um gengislánin.
Maður bíður næstum spenntur eftir Þórólfi og Gylfa í Kúbuviðtali um málið.
Lögin tóku ekki rétt af nokkrum manni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Gengistrygging | Aukaflokkar: Spaugilegt, Verðtrygging, Viðskipti og fjármál | Breytt 20.10.2012 kl. 03:59 | Facebook
Athugasemdir
Af því að eg hef haft áhuga á hvernig þetta endanlega færi, þá skrifaði ég spá pistil í gærkvöldi hvað þessi dómur segði:
,,Er gengislánahringavitleysan eitthvað að skýrast?
,,Lánið, sem hér um ræðir, var sem fyrr segir ekki gilt lán í erlendri mynt, heldur fól það í sér ólögmæta gengistryggingu skuldbindingar í íslenskum krónum. Því getur lánveitandi ekki átt rétt til þess að einstakar afborganir á fyrrnefndu tímabili taki breytingum í samræmi við breytt gengi erlendra gjaldmiðla og að á þær reiknist umsamdir erlendir vextir. Í aðalkröfu áfrýjanda felst að afborganir af höfuðstól skuldarinnar, sem hann innti af hendi til og með 10. mars 2011, komi að fullu til frádráttar höfuðstólnum, sem beri hvorki gengistryggingu né verðbætur af öðrum toga. Fjárhæð greiddra vaxta hafi þar ekki áhrif, enda teljist þeir að fullu greiddir vegna þessa tímabils. Verður fallist á réttmæti þessarar aðferðar áfrýjanda við útreikning skuldar hans. Samkvæmt þessu verður aðalkrafa áfrýjanda tekin til greina."
http://www.haestirettur.is/domar?nr=8367
Hvað þýðir þetta?
þetta hlýtur að þýða það sem stendur þarna, býst eg við. Mér finnst, við fyrstu sýn, standa þarna að ef greitt hefur verið af ,,ógildu" erlendu láni samkv. skilmálum - þá dragist samanlagðar afborganir frá upprunalegum höfuðstól sem er ógengistryggður og óverðtryggður - og erlendir vextir.
Ef þetta er réttur skilningur og greitt hefur verið í talsverðan tíma og svona lengi eftir gengishrunið eins og í þessu tilfelli - þá erum við að tala um lottóvinning.
http://heimskringla.blog.is/blog/heimskringla/entry/1263521/#comments
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.10.2012 kl. 12:03
þ.e.a.s. að ef borgað hefur verið af þessu þangað til að kom í ljós að gengistrygging var ,,ógild" - þá stórgræðir fólk sem tók áhættuna með gengistryggðum lánum. Við erum að tala um íslenskar krónur og erlenda vexti á þessu tímabili.
Mér finnst þetta merkilegt og eg er hissa á að fjölmiðlar bendi ekki á þetta. þetta er í fyrsta skipti sem rétturinn segir þetta svona.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.10.2012 kl. 12:06
Ómar. Ertu að meina að allt sem hefur verið greitt hingað til, hvort sem það er kallað vextir eða afborgun af höfuðstól, komi til frádráttar upphaflegri ógengistryggðri lánsupphæð?
Ég skildi dóminn frá því í gær þannig að afborganir af höfuðstól kæmu til frádráttar upphaflegum höfuðstól og að það væri staða lánsins. Vextir væri eitthvað sem hvorugur aðilinn gæti tekið upp.
Dæmi: Lántaki tekur 12 milljónir að láni. Borgar 4 milljónir í afborganir af höfuðstól og 2 milljónir í vexti (greiðir í allt 6 milljónir) fram að fyrsta vaxtadómi Hæstaréttar (sept 2010 ef ég man rétt). Staða láns við vaxtadóm hæstaréttar er þá 12-4 = 8 milljónir sem bera seðlabankavexti frá sept 2010.
Er þetta rangur skilningur á niðurstöðu dómsins? Hvernig skiljið þið þennan dóm?
Seiken (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 13:06
Nei. Eg skil það þannig að vextir séu fyrir utan þetta.
,,Fjárhæð greiddra vaxta hafi þar ekki áhrif, enda teljist þeir að fullu greiddir vegna þessa tímabils."
það sem mér finnst að dómurinn sé að segja, loksins nákvæmlega, er að upphaflegur höfuðstóll sé í ísl. krónum og án gengistryggingar eða verðtryggingar.
Allar afvorganir af höfuðstól samanlagðar dragast frá upphaflegum höfuðstól.
Vextirnir hljóta þá að vera þessir erlendu samningsvextir sem greiddir voru. (Alveg spurning hvort ekki geti komið upp sú staða að vextir hafi verið ofgreiddir því upprunalegur höfuðstóll var hvorgi gengis eða verðtryggður segir dómstóllinn, sýnist manni)
Ljóst er að þetta eru aveg kostakjör. Sérstaklega ef borgað hefur verið svo lengi skilmerkilega eins og í þessu tilfelli.
þar fyrir utan finnst mér alveg með ólíkindum hve rétturinn er búinn a' vera lengi að stynja þessu útúr sér.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.10.2012 kl. 13:19
Ps. það er líka svo sem umhugsunarefni að allt byggir rétturinn á kröfurétti og fullnaðrkvittunum oþh. Hann minnist hvergi á evróputilskipanir þessu viðvíkjandi.
Líklega er þessi hringekja ekki á enda. Sennilega ekki. það eru nokkrar spurningar sem vakna þarna sem barasta og flókið og langt mál er að fara útí að svo stöddu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.10.2012 kl. 13:32
Ok. þá er ég að skilja þetta á sama hátt og þú Ómar.
Ég skil svo sem ekkert í réttinum heldur að vera að þvæla þetta. Það er augljóslega lögum samkvæmt að láta samningsvexti bara standa út lánstímann en dæma gengistrygginguna ólöglega því samningurinn er efnanlegur þó að gengistryggingin hverfi. Rökstuðningur fyrir slíkri niðurstöðu kom frá fyrrum forseta hæstaréttar rétt áður en fyrsti vaxtadómurinn féll eins og þú sjálfsagt manst.
En einhverja hluta vegna þá valdi rétturinn að fara út í þessa skógarferð með seðlabankavexti og finnur ekki leiðina heim. Þá er ekki útséð með að rétturinn fái þann dóm í hausinn aftur eins og Guðmundur bendir á hér að ofan.
Hvað happdrættisvinninga og kostakjör varðar þá er ágætt að hafa það í huga að fólk er að greiða þessi lán til baka með vöxtum samkvæmt þessari niðurstöðu hæstaréttar og hefur þar fyrir utan haft af því mikil óþægindi að standa í stappi við lánveitendur út af þessum lánum.
M.ö.o þá er þetta ekki happdrættisvinningur. Þetta eru bara þokkaleg lánakjör. Þeir sem eru með verðtryggð lán "unnu" hins vegar í "lort-eríinu" svo slett sé á "dönsku".
Seiken (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 13:41
Eru tvær sól á lofti, eru steinar farnir að tala, fyrst að Seiken og nafni eru sammála???
Það hlaut þá virkilega gott að búa þar að baki.
Til hamingju Guðmundur og þið öll hjá HH.
Ykkar vinna hóf þetta ferli.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.10.2012 kl. 15:38
Þetta er ekkert flókið.
Þangað til lánin voru dæmd ólögleg gilda samningsvextir.
Frá þeim tíma sem Hæstiréttur úrskurðaði að samningvextir skyldu falla út með gengistryggingunni, eru lánin vaxtalaus og verða vaxtalaus þar til þau hafa verið greidd upp.
Þessi lán eru vaxtalaus frá þeim degi sem Hæstiréttur ákvað að samningsvextir gætu ekki staðið áfram.
Ekkert flókið.
Og höfuðstóllin er einfaldlega það sem stendur eftir að frádregnum afborgunum þegar gengistryggingin var dæmd ólögleg.
Það er eftir að lækka þessi lán um ca 50% til viðbótar, þrjóska bankanna að riðlast á lántakendum er að verða þeim dýr.
Þeim stóð til boða strax snemma árs 2009 að breyta þessum lánum í verðtryggð lán, og þá hefðu sennilega aldreið orðið nein málaferli.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 16:19
Hæstiréttur er margbúinn að lýsa því yfir að samningsvextir geti ekki staðið áfram eftir afnám gengistryggingarinnar.
Svo það er bara alveg útilokað mál að það komi til greina.
Það er alveg ljóst að evrópudómstóllinn leyfir ekki seðlabankavextina á þessi lán, nýlegur dómur er alveg fullkomlega skýr með það, svo það er ekkert nema í besta falli tímasóun að reyna að halda áfram með þessa seðlabankavexti.
Þá er bara spurningin hvort lánin séu vaxtalaus frá þeim degi sem lánin voru dæmd ólögleg, eða hvort þau séu vaxtalaus frá lántökudegi, rétt eins og gengistryggingin.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 16:28
Gott hjá ykkur félagar. Þetta leiðir allt að einu.
Þannig á einfaldlega að draga allar greiðslu af höfuðstól frá upprunalegri lánsfjárhæð, til að finna eftirstöðvar á þeim degi sem lán hefur verið endurreiknað eða dómur fallið um það, eða í seinasta lagi þegar lög 151/2010 tóku gildi eftir því hvort komu á undan. Vextirnir sem voru greiddir á þessum gjalddögum verða ekki aftur teknir, a.m.k. að svo stöddu. Hinsvegar á eftir að takast á um hvort þá þurfi að endurreikna vextina líka fyrst þeira voru upphaflega reiknaðir af of háum höfuðstól.
Það sem vekur líklega hvað mesta furðu er hvernig af viðbrögðum í samfélaginu að dæma, og sem endurómaði líka inni á fundi um málið í viðskiptanefnd Alþingis í dag, að þá virðist enginn vera í neinum vafa um að það er nákvæmlega þetta sem dómurinn þýðir. Þannig er engin óvissa um afleiðingar hans, eins og hefur verið haldið í frammi síðan í febrúar þegar dómur féll í máli 600/2011 um sambærileg málsatvik einstaklings. Samt eru þessir tveir dómar nákvæmlega eins nema í þetta sinn er það opinber lögaðili sem á í hlut. Það þýðir að í þeim dómi skipti í raun engu máli að hjónin sem tóku lánið væru neytendur, og þannig má segja að enn hafi ekki reynt á neytendaverndarsjónarmið vegna lánasamninga fyrir dómi.
Í ljósi þess er athyglisvert það sem síðasti ræðumaður vekur máls. Fordæmisgildi dóms Hæstaréttar í máli 471/2010 að viðlögðum dómi ECJ í máli C-618/10 gera það að verkum að jafnframt er óheimilt að innheimta vexti þegar þeir hafa verið dæmdir ógildir. "Órjúfanlegt samband vaxta og verðtryggingar" eru orð sem seint gleymast. Á þetta tvennt í einu á þó eftir að reyna sameiginlega og þarf hugsanlega að höfða sérstakt mál til Þess.
Loks minni ég á að hafin er málssókn vegna verðtryggingar líka, sú fyrsta sinnar tegundar, og ef hún fellur þá mun flýta fyrir að búið sé að ryðja brautina með gengislánum um hvernig skuli endurreikna. Án verðbóta og hugsanlega án vaxta líka. Það mál byggir alfarið á lögum um neytendalán og beinist að stærsta lánveitandanum og útbreiddasta lánsforminu á húsnæðislánamarkaðnum hér á landi. Í því máli mun einmitt reyna á neytendaverndarsjónarmið í fyrsta sinn svo vitað sé að mál sé höfðað sérstaklega á þeim forsendum. Ef það vinnst þá þurfum við heldur ekki að velta því fyrir okkur lengur hvort "gengistryggða fólkið" sé einhver annar þjóðflokkur en við hin. Í raun þá gilda sömu lög fyrir alla!
Meira um verðtryggingarmálið hér:
Málshöfðun gegn verðtryggingu - bofs.blog.is
Guðmundur Ásgeirsson, 19.10.2012 kl. 18:03
Já það eru trúlega tvær sólir á lofti Ómar Geirsson. Mér telst til að við nafni þinn höfum náð að vera tvisvar sammála áður þannig að bilið á milli þessara menningarheima er brúanlegt. Gott ef Sigurður#1 var ekki einu sinni sammála Ómari Bjarka líka en það var á þeim árum þegar Eyjan var ennþá marktækur fjölmiðill.
En mér sýnist flestir vera sammála um það hvernig beri að reikna þetta út eftir þessa afgreiðslu frá Hæstarétti. Hvað seinna kann að verða í sambandi við vextina verður að koma í ljós.
Ég læt það hins vegar fara í taugarnar á mér að núna virðast bankarnir ætla að draga varnarlínuna við vanskil. Það er ekkert annað en siðblinda, því vanskilin stafa í mörgum tilvikum af stökkbreytingum á lánum, fyrir eða eftir endurútreikninga, vegna kolólöglegrar lánastarfsemi. Af hálfu bankanna er einfaldlega kominn tími til þess að láta gott heita og sætta sig við að þessari misheppnuðu tilraun til eignaupptöku er lokið.
Seiken (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 20:21
Ég vil taka undir orð Seikens hér að ofan að það er ekkert annað en siðblinda hjá bönkunum að ætla að níðast enn frekar á fólki, sérstaklega þeim sem ekki hafa haft ráð á að standa í „skilum“ eftir að lán þess stökkbreyttust nánast á einni nóttu.
Toni (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 21:36
það sem er merkilegt við þetta er, að núna loksins segir rétturinn þetta í sambandi við höfuðstólinn og á þann hátt að varla er hægt að misskilja og í rauninni er þetta gegn því sem þeir hafa áður sagt óbeint því þeir hafa ekki beinlínis verið að dæma akkúrat um efnið er nú var dæmt um.
Ok. í framhaldi af þessum dómi varpast svo ljósið á hróplega mismunun milli aðila. þ.e.a.s. að þeir sem alltaf hafa borgað skilmerkilega af þessum ,,ógildu" lánaskilmálum - þeir einir njóta góðs af. Hinir sem lentu í vandræðum með afborganir eða kusu að hætta a greiða uppúr hruninu auk allra þeirra sem tóku ,,venjuleg" lán - þeir eru alveg í sömu sporum.
þessvegna, og þetta er hrópandi og stingandi, hagnast þetta þeim sem tóku mestu áhættuna á gróðærisárum þeirra sjalla og jafnframt hagnast það helst fjársterkum aðilum sem borguðu alltaf eins og ekkert Vel stöndug fyrirtæki oþh.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.10.2012 kl. 22:17
Edit: þessvegna, og þetta er hrópandi og stingandi, hagnast þetta þeim sem tóku mestu áhættuna á gróðærisárum þeirra sjalla og jafnframt gagnast það helst fjársterkum aðilum sem borguðu alltaf eins og ekkert sé. Vel stöndug fyrirtæki oþh. Elítan græðir á þessu eins og vanalega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.10.2012 kl. 22:20
" Hinsvegar á eftir að takast á um hvort þá þurfi að endurreikna vextina líka fyrst þeira voru upphaflega reiknaðir af of háum höfuðstól."
Þetta er einmitt hlutur sem ég hef ekki getað skilið. Hvers vegna ætti gamall vaxtaútreikningur að standa þegar hann byggir á ólöglega hækkuðum höfuðstól.
Í raun standa eftir þrjár óútkljáðar leiðir.
a) Samningsvextir standa og allt endurreiknað m.v. höfuðstól sem ekki tekur mið af gengi
b) Reikna allt m.v. hlutfallstölu kostnaðar sem er samhljóða þeirri greiðsluáætlun sem mann var kynnt vil lántöku
c) Allar greiðslur dregnar af upphaflegum höfðustól þar sem engir vextir eru löglegir fyrr en Árna Páls lögin heimila Seðlabankavexti
skunkur (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 22:22
Eg mundi segja að í sambandi við vextina þá væri þessi dómur að segja a.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.10.2012 kl. 22:37
Ps. og þó óneitanlega kemur upp sérstök staða.
Ísl. krónulán ógengis og vertryggt - með erlendum vöxtum.
þetta er náttúrulega bara draumur hvers lántakenda.
þetta er, kalt mat, svo sérstakt - að hlýtur að vekja athygli og skaða landið í heildina. þetta er með svo miklum óíkindum. þessi gengislánahringavitleysa er eitt af atriðinum sem verða til að skaða Ísland og rýra trúverðugleika til lengri tíma litið.
það fara allir að hugsa sig tvisvar og jafnvel þrisvar um áður en þeir eiga nokkur samskipti við Ísland.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.10.2012 kl. 22:42
Edit: ,,Ps. og þá óneitanlega kemur upp sérstök staða.
Ísl. krónulán ógengis og óvertryggt - með erlendum vöxtum."
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.10.2012 kl. 22:44
Þessi dómur tekur ekki afstöðu til þessa síðastnefnda álitaefnis. Hann gerir ekki upp á milli a), b) og c).
Ég hallast að c) og það er sú niðurstaða sem gerð er dómkrafa um í málaferlum Hagsmunasamtaka heimilanna, m.a. gegn verðtryggingu.
Það felur þó ekki í sér að seðlabankavextir megi koma í stað samningsvaxta, því þegar þú skrifaðir undir lægri vexti en það eignaðistu ákveðin réttindi sem verða ekki af þér tekin án bóta skv. 72. gr. stjórnarskrár. Það eru þau réttindi að þú fáir ógild ákvæði samnings felld niður en að efna hann að öðru leyti.
Vaxtalaus samningur er vel efnanlegur og það eru réttindin sem fólk á.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.10.2012 kl. 22:44
Meei. Eg er skeptískur á c. Vegna þessara orða sem hljóta að vera hint hjá hæstvirtum rétti:
,,Fjárhæð greiddra vaxta hafi þar ekki áhrif, enda teljist þeir að fullu greiddir vegna þessa tímabils."
Ok. vextir teljast að fullu greiddir og þeir eru ótengdir útreikningi höfuðstóls. Spurningin er hvort ekki geti komið upp sú staða að vextir hafi verið ofgreiddir. því vextir miðuðust við gengistryggingu höfuðstóls, myndi eg ætla.
Lokaorð: Í þessum dómi kemur fram hróleg mótsögn eða einhvernvegin al-óvænt niðurstaða. Niðurstaða sem manni hefur sýnst ýmsir dómar hafa verið að segja að gæti ekki gerst. Nefnilega, að ísl. óverðtryggð krónulán - beri erlenda vexti!
þetta er svona álíka og ef að erlend lán bæru íslenska verðtryggingu, if you know what I mean.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.10.2012 kl. 23:01
Ólögleg lán geta aldrei verið í vanskilum.
Þetta er ekkert annað en vesæl tilraun til að reyna að draga þessi mál enn meir á langinn.
Ef bankinn getur ekki upplýst hvað lántakandinn skuldar, hverjar afborganirnar eiga að vera, vaxtakjörin eða nokkur skapaður hlutur tengdur láninu þá er tómt bull að tala um einhver vaskil.
Þetta er röksutt ágætlega í þessari grein hér.
http://www.visir.is/geta-ologmaet-lan-verid-i-vanskilum-/article/2012120819473
Þetta er bara eins og hver önnur vitleysa að láta svona, að greiða ekki af ólöglega endurreiknuðu ólöglegu láni geta aldrei verið vanskil.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 23:07
Ómar Bjarki það er ekkert óvænt við vaxtafrelsi sem hefur ríkt á Íslandi um árabil. Velji menn að miða vexti á íslenskum lánum við einhverja vísitölu í London þá er ekkert sem bannar það, burtséð frá hvort það sé sniðugt.
En það var nákvæmlega þetta sem menn sömdu um.
Þó svo að þarna segi að vextir hafi verið að fullu greiddir þá er eitt sem þú tekur ekki með í reikninginn og það er að eftir á að reyna á kröfu lántakanda um skaðabætur vegna of hátt reiknaðra vaxta miðað við ólöglegan gengistryggðan höfuðstól.
Neytendalánalög eru mjög skýr að því leyti að allt sem var oftekið á að endurgreiða og allan vafa á að afgreiða neytandanum í hag, alveg sama þó það raski verulega samningsjafnvæginu lánveitanda í óhag. Það er þá einfaldlega refsing hans fyrir að búa til ólöglega lánasamninga.
Fátt sem kemur á óvart þar hafi maður lesið lögin.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.10.2012 kl. 00:39
Jú, eg tek tillit til þess. Eg bendi á að það geti vel komið upp sú staða að vextir hafi verið ofgreiddir. Hvernig þeir ætla að fara með það þessir snillingar - það skal eg ekki dæma um.
En með Neytendalán - að þá vekur athygli að Rétturinn minnist ekkert á það eða evróputilskipanir. þeir eru bara með kröfurétt og kvittanir.
þetta með ísl. krónulán á erlendum vöxtum - þá er málið að engin dæmi eru um slíkt og fyrri dómar hafa bent á þá staðreynd að það standist ekkert.
Miðað við hvað fyrri dóma - þá kemur þetta á óvart. Ísl. krónulán á erlendum vöxtum eða millibankavöxtum í London + 1.8% álags. Mér finnst þetta alveg magnað.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.10.2012 kl. 01:01
Lánið var svona sko:
,,Stefnandi lýsir málavöxtum svo að hinn 27. desember 2006 hafi stefnandi og Sparisjóður Mýrasýslu gert með sér lánasamning sem borið hafi yfirskriftina Lánssamningur (lán í erlendum gjaldmiðlum). Komi jafnframt fram í lánasamningnum, að um sé að ræða lán til allt að 20 ára að jafnvirði allt að tvö hundruð milljónum íslenskra króna. Í fyrsta kafla lánasamningsins er kveðið svo á að lánið skuli vera samsett úr erlendum myntum í hlutföllunum 50% JPY (japanskt jen) og 50% CHF (svissneskur franki), svokallað fjölmyntalán.
Kveður samningurinn á um að lánið skuli greiðast með 80 afborgunum með gjalddaga á þriggja mánaða fresti, með fyrsta gjalddaga hinn 10. mars 2007, og að það skuli bera svokallaða LIBOR-vexti (London Inter Bank Offered Rate), þ.e. vexti á millibankamarkaði í London, eða þeir skulu taka mið af öðrum vöxtum á millibankamarkaði eða gjaldmiðlaskiptamarkaði sem lánveitandi gefur upp hverju sinni, auk 1,8% vaxtaálags."
Og hverjir halda menn að niðurgreiði svo þetta lán? Vondir útlenskir hrægammar eða? Nei. það er ekkert slíkt sem gerist. það sem gerist er að allur almenningur borgar þetta með einum eða öðrum hætti. þetta er bara enn einn reikningurinn sem sendur er á almenning.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.10.2012 kl. 01:05
Og hverjir halda menn að niðurgreiði svo þetta lán? Vondir útlenskir hrægammar eða?
Já það er nákvæmlega tilfellið.
Hinir "vondu útlensku hrægammar" eru búnir að kyngja sínu tapi.
Það raungerðist haustið 2008 því þetta var falsaður gjaldeyrisjöfnuður.
Þá voru þessi lán afskrifuð um helming eða meira.
Water under the bridge.
Nýju bankarnir segjast hafa fullkomlega efni á leiðréttingunni núna svo þá mun íslenskur almenningur varla þurfa að taka á sig neinn kostnað?
Reyndar er alveg merkilegt hvað bankarnir virðast hafa endalaust afskriftasvigrúm fyrir þessi lán en ekki fyrir þau verðtryggðu.
En það er líka næst á dagskrá dómstóla...
Guðmundur Ásgeirsson, 20.10.2012 kl. 03:57
Og hvað þýðir svo þessi bútur úr grein Veritas lögmanna í Fréttablaðinu 23.10.2012 fyrir mig sem er að baslast við að endurreikna bílalánið mitt?
"Bankaleiðin - Veritas-leiðin
Reikniaðferð Veritas lögmanna, sem Hæstiréttur hefur nú dæmt réttmæta, felur í sér að allar afborganir skuldar sem inntar hafa verið af hendi koma að fullu til frádráttar höfuðstól, sem bera skal hvorki gengistryggingu né verðbætur af öðrum toga. Fjárhæð vaxta hafi ekki áhrif svo fremi sem þeir hafi verið að fullu greiddir fyrir viðkomandi tímabil. Þar sem þessari aðferð hefur ekki verið ekki beitt við endurútreikninga bankanna á ólöglegum gengisbundnum lánum fram til þessa, heldur miðað við seðlabankavexti í stað samningsvaxta, eru allir útreikningar bankanna rangir og leiða nánast undantekningarlaust til ofmats á höfuðstól láns. Lántakar hafa síðan verið að greiða vexti af hinum ofmetna höfuðstól og því ofgreitt vexti. Endurreikna þarf hvert eitt og einasta lán og í mörgum tilfellum getur verið að lán séu í raun þegar að fullu greidd. Því kann sú staða að vera uppi að einstaklingar og fyrirtæki greiði um hver mánaðamót af skuldum, sem ekki er stoð fyrir."
Hvar er Excel skjalið sem ég get fyllt inn í og notað sem grunn að kröfu minni á SP fjármögnun/Landsbankann?
skunkur (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 01:20
Skunkur.
Það er í athugun að útbúa slíkt verkfæri.
Slíkt tekur smá tíma og þolinmæði.
Endilega fylgstu með á http://www.heimilin.is
P.S. Aðferðin felst í meginatriðum í því að draga allar afborganir lánsins frá upphaflegum höfuðstól. Þannig finnurðu réttar eftirstöðvar lánsins á þeim degi sem það var endurútreiknað. Frá og með þeim degi þarf svo að reikna á það seðlabankavexti þar til dæmt hefur verið um vaxtaþáttinn sérstaklega. Athugaðu að þó þessi aðferð gefi mun betri útkomu en fyrri endurreikningur, þá er þetta ekki endilega sú niðurstaða sem endanlega gæti reynst best fyrir neytendur, en á það mun þó þurfa að reyna með fleiri dómsmálum.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.10.2012 kl. 13:15
Ég hefði viljað senda fjórfalda kröfu á bankann "minn"°
1) Kröfu þar sem ég reikna lánið vaxtalaust
2) Kröfu þar sem ég reikna m.v. greiðsluáætlun (hlutfallstölu kostnaðar)
3) Kröfu þar sem ég reikna vexti (prósentu) af réttum (ógengisttengdum) höfuðstól
4) Kröfu þar sem ég reikna með Veritas aðferðinni
Er þessi nálgun gerleg?
Skunkur (IP-tala skráð) 28.10.2012 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.