Heimildir já, en hvað með fjárveitingar?

Neytendastofa hefur samkvæmt lögum um neytendalán það hlutverk að framfylgja lögum og reglum og hafa eftirlit á sviði neytendalánastarfsemi. Þessu hlutverki hefur stofnunin þó afar takmarkaða möguleika til að gegna sem skyldi, sökum knappra fjárveitinga frá hinu opinbera. Í ársreikningi stofnunarinnar 2011 kemur fram að tekjur ársins voru rúmar 154 milljónir króna, að meginhluta framlag úr ríkissjóði að fjárhæð 111 milljónir sem skerðist um 8 milljónir frá fyrra ári.

Á sama tíma hefur verið stofnað embætti Umboðsmanns skuldara sem samkvæmt fjárlögum 2011 fékk úthlutað 600 miljónum króna og hefur ráðið um hundrað manns til starfa, en stofnunin hefur þó engar valdheimildir til þess að framfylgja lögum um rétt neytenda gagnvart lánveitendum.

Á síðustu dögum hefur skapast talsverð umræða í fjölmiðlum og á opinberum vettvangi um fyrirhugað frumvarp viðskiptaráðherra um endurskoðunar laga um neytendalán, þar sem meðal annars er ætlunin að taka á málum varðandi svokallaða smálánastarfsemi. Vonandi gleymist ekki í þetta sinn að til þess að sú stofnun sem ætlað er að hafa eftirlit, í þessu tilviki Neytendastofa, geti risið undir eftirlitsskyldu sinni er nauðsynlegt að hún fái til þess fjárveitingar, í stað þess að þær séu skornar niður.

Ekki dugar að búa um hnútana eins og er í dag, að valdheimildir eru á einum stað, fjárveitingar á öðrum stað, og svo dreifist þetta á svo marga staði að allir virðast einhvernveginn geta komist upp með að yppa öxlum á benda á næsta mann án þess að aðhafast nokkurn skapaðan hlut til að verja réttindi neytenda.

Meira um þetta hérna: Fjársvelt eftirlit með neytendalánum - bofs.blog.is


mbl.is Neytendastofa hafi ríkar heimildir til inngripa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Valdheimildir er eitt atriði og nægilegt fjármagn er annað. Þó hvoru tveggja sé til staðar er það engin trygging fyrir því að eftirlit sé virkt. T.d. vantar bara töluvert á að Neytendastofa hafi kjark og kunnáttu til að taka lánastarfsemi og skilmála tengdum lánasamningum til athugunar. Ég hef fengið svör frá Neytendastofu að stofnunin geti t.d. ekkert gert vegna skilmála sem hugsanlega brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti því hún hafi ekki eftirlit með að stjórnarskrárvarinn réttur sé virtur. Slíkt eftirlit sé dómstóla og það sé neytandans að sækja slíkan rétt á eigin kostnað. Slíkur ágreiningur sé einkaréttarlegs eðlis. Algjörlega galið.

Erlingur Alfreð Jónsson, 21.8.2012 kl. 15:15

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er auðvitað fáránleg kenning að dómsvald hafi eftirlitsskyldu.

Þetta fólk hlýtur að hafa einhverntíma heyrt um þrískiptingu ríkisvalds.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.8.2012 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband