LIBOR vextir í ruslflokk

Enn eitt hneykslið í bankaheiminum virðist vera í uppsiglingu, en undanfarna daga hafa sífellt fleiri sprungur verið að opinbera sig í hinu alþjóðlega fjármálakerfi og ekki síst í Evrópu. Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að það sem hér er fjallað um er dálítið frábrugðið því sem hrjáir þjóðríkin suður við Miðjarðarhaf. Öllu heldur er um að ræða hnökra í bankakerfum norðar og vestar í álfunni. Þar á meðal í rótgrónari ríkjum á sviði alþjóðlegrar bankastarfsemi þar sem einna hæst ber hið aldna heimsveldi Bretland.

Vandamálin þróuðust á nýtt stig fyrir rúmri viku síðan þegar óútskýrð "tölvuvilla" hjá Royal Bank of Scotland (RBS) varð þess valdandi að ótalinn fjöldi af millifærslum skilaði sér ekki á leiðarenda. Þjónusturofið sem nú er að mestu afstaðið stóð yfir í tæpa viku en áhrifanna hefur gætt hjá meira en 12 milljón viðskiptavinum RBS og annara banka sem honum tengjast á ýmsa vegu. Það jafngildir hér um bil 20% bresku þjóðarinnar, sem er mesta furða að hafi hreinlega ekki leitt af sér óspektir, eða að minnsta kosti hafa ekki borist neinar fréttir um slíkt.

Í fyrradag birti svo breska fjármálaeftirlitið (FSA) ákvörðun sína um að leggja 290 milljón punda sekt á Barclays banka eða jafngildi 57 milljarða króna, fyrir að hafa með markaðsmisnotkun haft áhrif á svokallaða LIBOR vexti sem er í raun meðaltalsvísitala millibankavaxta gefin út af bresku bankasamtökunum (BBA) og er að því leyti sambærileg við svokallaða seðlabankavexti sem birtir eru hér á Íslandi, að báðar tímaraðirnar endurspegla meðalvaxtakjör hjá bönkum á viðkomandi starfssvæði.

Samningar um fjárskuldbindingar sem miðast eru við LIBOR vexti telja á heimsvísu jafnvirði yfir 360 trilljóna bandaríkjadala eða sem svarar 32.700 trilljónum króna. Til þess að gefa hugmynd um hvað svona stjarnfræðilegar stærðir þýða þá myndi sveifla á vaxtastigi þessara samninga um aðeins 0,01 prósentustig hreyfa til 3.270 milljarða króna á ársgrundvelli sem er meira en efnahagsreikningar alls íslenska bankakerfisins eða tvöföld verg þjóðarframleiðsla. Í því samhengi virðist sektarfjárhæðin fela í sér frekar léttvæga refsingu.

Endurrit af samskiptum bankastarfsmanna og "vildarviðskiptavina" sem birt hafa verið draga upp meira en lítið hneykslanlega mynd af ítrekuðum tilvikum sem lögð eru til grundvallar ákvörðun FSA:

Trader E communicated with traders at Panel Banks 1, 2 and 6 in advance of the IMM date. For example on 12 February 2007, Trader E stated in an instant message with a trader at Panel Bank 6:
if you know how to keep a secret I’ll bring you in on it […]
we’re going to push the cash downwards on the imm day […]
if you breathe a word of this I’m not telling you anything else […]
I know my treasury’s firepower…which will push the cash downwards […]
please keep it to yourself otherwise it won’t work”.

Meðal þess sem kann að hafa í för með sér er að lántakendur sem á einhverjum tímapunkti frá árinu 2005 hafa greitt af lánum á vöxtum tengdum við LIBOR vísitölu þurfi að skoða réttarstöðu sína með hliðsjón af hugsanlegri bótaskyldu hinna erlendu aðila. Nú þegar liggur fyrir að þúsundir samninga voru gerðir hér á Íslandi á umræddu tímabili sem miðast við LIBOR vexti og oftast líka gengi þeirra gjaldmiðla sem slíkir vextir eru mældir í.

Þannig kann einn þáttur enn að hafa bæst við í þá margbrotnu réttaróvissu sem enn ríkir vegna gengistengdra lánveitinga íslenskra banka. Þetta er ekki síst veigamikið fyrir þær sakir að þessir erlendu vextir sem í sögulegu samhengi hafa oftast verið lægri en innlendir hafa verið títtnefndir sem bein forsenda fyrir vali neytenda á þessu lántökuformi. Því miður hefur ótalinn fjöldi hérlendra einstaklinga og fjölskyldna verið svipt lögmætum eignum sínum á þessum vafasama grundvelli.

Og þó er ekki sagan öll því að undanförnu hefur grunur um markaðsmisnotkun fleiri alþjóðlegra risabanka verið til rannsóknar hjá samkeppnisyfirvöldum beggja vegna Atlantshafs. Rannsóknirnar beinast meðal annars að afleiðuviðskiptum með svokallaða vaxtamunasamninga, sem margir tengjast LIBOR vöxtum. Vekur athygli að þar á meðal eru kröfuhafar í þrotabú íslensku bankanna, jafnvel einn sá stærsti þeirra.

Svo vill til að Deutsche Bank er aðalkröfuhafi fjármálafyrirtækisins Lýsingar og virðist hafa fjármagnað reksturinn að mestu leyti með lánum til eiganda þess, Exista sem er líka á hausnum. Lánin voru veitt gegn veðum í eignum Lýsingar sem eru útlán til viðskiptavina. Þessar eignir hafa nú rýrnað talsvert í verði eftir að þær voru dæmdar ólöglegar fyrir tveimur árum síðan. Samkvæmt upplýsingum úr ársreikningi Lýsingar 2010 námu kröfur á fyrirtækið yfir 70 milljörðum króna á móti álíka bókfærðu virði eigna, sem nánast öruggt má telja að hafi þá verið ofmetnar. Með öðrum orðum, og svo sem líka samkvæmt skilgreiningum íslenskra laga um hlutafélög, hlýtur í reynd að mega líta á Lýsingu sem dótturfélag Deutsche Bank á Íslandi.

Þegar kveðið var á um endurútreikning gengislána með lögum nr. 151 haustið 2010 sem kennd hafa verið við þáverandi efnahagsráðherra Árna Pál Árnason, var jafnvel látið að því liggja að þýzki bankinn kynni að höfða mál gegn íslenska ríkinu fyrir meint "tap" sitt af því íslenskt dótturfyrirtæki skuli mögulega þurfa að fylgja landslögum. Deutsche Bank hefur líka verið sagður eini kröfuhafinn auk Breta og Hollendinga sem hafi sýnt áhuga á aðkomu að samningum íslenskra stjórnvalda við erlenda kröfuhafa um endanlega skiptingu milli nýju og gömlu bankanna.

Það væri forvitnilegur viðsnúningur ef kæmi á daginn að íslenska ríkið skuldaði erlendum bönkum varla nokkurn skapaðan hlut vegna leiðréttinga á glæpsamlegum lánveitingum þeirra í samstarfi við innlenda umboðsmenn. Heldur væru þessir erlendu hákarlar sjálfir bótaskyldir vegna fjárhagstjóns íslenskra neytenda sem þeirra eigin svikastarfsemi hafði í för með sér. Slík krafa gæti ekki aðeins beinst að einum banka heldur ætti sjálfsagt við um alla sem í hlut eiga. Sá sem þegar hefur verið sektaður, Barclays banki, er einmitt breskur, sem vekur óhjákvæmilega minningar um viðbrögð þarlendra stjórnvalda þegar þau þóttust sjá fram á vandræði þegna sinna vegna starfsemi banka með höfuðstöðvar í öðru tilteknu ríki enn vestar og norðar í Evrópu.

Sú líking er harla nærtæk að örlaganornirnar þær Urður, Verðandi og Skuld hljóti nú að glotta yfir þeim snúna vef sem þeim hefur tekist að spinna! Enn er þó þeirri spurningu enn algjörlega ósvarað: Hvað varð um alvöru gjaldeyrinn sem Exista fékk að láni hjá Deutsche Bank, og á nú ekki fyrir nema veð í stórsködduðum íslenskum krónueignum?


mbl.is Bankavandræði í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

LIEBORgate hneysklið hefur nú stigmagnast. Munið þið eftir RBS, bankanum sem ótskýrðu tölvuvandræðin stöfuðu frá um daginn? Jæja:

RBS rak fjóra miðlara fyrir svindl | RÚV

RBS set for fine as Barclays boss remains defiant | Reuters 

Another Domino Falls in the LIBOR Banking Scam: Royal Bank of Scotland | Matt Taibbi | Rolling Stone 

The Royal Bank of Scotland is about to be fined $233 million (£150 million pounds) for its role in the Libor-rigging scandal.

Og annað nýlegt: RBS sued over ‘Ponzi scheme’

Ekki skánar það heldur fyrir Barclays en LIEBORgate er nú orðið tilefni rannsóknar hjá fjársvikadeild bandarísku alríkislögregunnar:

FBI investigating Barclays traders | Storytracker | PoliticsHome

FBI Probes Barclays Traders Amid Pressure On CEO - Reports | Fox Business 

Og enn þykknar plottið, teygir sig til jafnvel breska seðlabankans!:

Is The Bank Of England About To Be Dragged Into Lie-borgate, And Which US Bank Is Next | ZeroHedge 

BBC News - What did Bank of England say to Barclays about Libor?

In making false submissions about their borrowing costs, managers at Barclays believed they were operating under an instruction from Paul Tucker, deputy governor of the Bank of England ...who is a leading candidate to succeed Sir Mervyn King as governor...

Það er eins og skítalyktin af þessu hafi versnað nokkuð hratt.

William Banzai hefur eins og oft áður túlkað þetta myndrænt:



Guðmundur Ásgeirsson, 1.7.2012 kl. 21:36

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stigmagnast enn:

Barclays Chairman to Step Down - WSJ.com

Over the weekend, the U.K. government ordered an independent review of how Libor is set that is expected to be completed by the end of the summer.

"It's very important [the review] takes all of the actions necessary, holding bankers accountable... making sure there's proper transparency, making sure the criminal law can go wherever it needs to uncover wrongdoing," Prime Minister David Cameron told BBC television Saturday.

Barclays Chairman Is Lie-borgate's First Victim | ZeroHedge 

http://www.zerohedge.com/sites/default/files/images/user5/imageroot/2012/06/Indep%20Barclays.jpg

Hér má sjá LIEBOR fölsunina glögglega:

http://www.zerohedge.com/sites/default/files/images/user5/imageroot/2012/06/3MLibor%20update.png

Guðmundur Ásgeirsson, 1.7.2012 kl. 21:45

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Krafist afsagnar hjá Barclays - mbl.is

Vísir - Stjórnarformaður Barclays mun segja upp

Stjórnarformaður Barclays segir af sér - mbl.is

BBC News - Barclays bank chairman Marcus Agius to resign

There will be an announcement on Monday morning, BBC business editor Robert Peston says.

It comes after Barclays was fined £290m ($450m) for attempting to manipulate the Libor inter-bank lending rate.

Earlier, it emerged the Royal Bank of Scotland had sacked four traders over their alleged involvement in the Libor-fixing scandal.

The dismissals happened at the end of last year.

Barclays was fined after the Financial Services Authority (FSA) found its traders had lied about the interest rate other banks were charging it for loans. Investigations are also under way at RBS, HSBC, Citigroup and UBS.

... ... ...

Ministers have announced an independent review of the Libor workings, which will be established next week and report by the end of summer.

On Saturday, Labour leader Ed Miliband called for a public inquiry into the customs and practices of the banking industry.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.7.2012 kl. 22:09

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og þá er fyrsti stórhausinn fokinn vegna LIeBOR hneykslisins:

Afsögn stjórnarformanns staðfest - mbl.is

Vísir - Stjórnarformaðurinn yfirgefur Barclays

Stjórnarmaður í Barclays hættir | RÚV

Viðskiptablaðið - David Cameron: Vaxtabraskið er algjört hneyksli! 

Vísir - David Cameron segir framferði Barclays manna hneyksli 

Bankahneyksli í Bretlandi rannsakað | RÚV 

Komið hefur fram að upphaflega fjárhæðin sem nefnd var að væri í húfi í er líklega vanmetin. Séu afleiðusamningar tengdir LIeBOR vöxtum taldir með er fjárhæðin talin meira en tvöfalt hærri eða sem nemur 800 trilljónum dala.

Big Banks Have Criminally Conspired Since 2005 to Rig $800 Trillion Dollar Market - Washington's Blog

Merkilegt hvernig svona tölur eiga það til að gera ekkert nema stækka frá fyrstu fréttatilkynningu, og jafnvel tvöfaldast með hverri nýrri frétt af málinu. Samanber: gjaldþrot MF Global, tap JP Morgan á síðasta ársfjórðungi, stærð gríska björgunarpakkans, seinni gríska björgunarpakkans, björgunarpakka spánar, endurfjármögnunarþörf ítalska ríkisins, o.s.frv. ... ... ...

Það eina sem stækkar ekki er greiðslugeta þeirra sem á endanum borga.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.7.2012 kl. 23:45

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nýjar fréttir:

On Lie-borgate: "Everyone Knew, And Everyone Was Doing It" | ZeroHedge
Guest Post: The Great LIBOR Bank Heist of 2008? | ZeroHedge
Barclay's Diamond Goes M.A.D. Over Lie-borgate Details | ZeroHedge
Jesse's Café Américain: Credibility Trap: Barclays' Bob Diamond Threatens British Parliament With 'Embarrassing Revelations'
Vísir - Segja bresk yfirvöld hafa þrýst á um að lækka vaxtaálag Barclays
BBC News - Barclays reveals Bank of England Libor phone call details
Fréttaskýring: Barclays vaxtasvindlið - mbl.is
Englandsbanki tengdur við Barclays skandal - mbl.is
Viðskiptablaðið - Bob Diamond: Við vorum örvæntingarfull
BoE's Tucker Preparing To Self-Immolate... And Take Others Down | ZeroHedge
Bank of England | Publications | News Releases | News Release - Paul Tucker requests Treasury Select Committee hearing
Meet Anthony Browne: The New Head Of The British Bankers Association | ZeroHedge
Unsealed Documents Expose Morgan Stanley Forcing Rating Agencies To Inflate Ratings | ZeroHedge
The Fed And LIBOR - The Biggest Manipulator Of Them All | ZeroHedge
Horfum Barclays breytt í neikvæðar - mbl.is
Pressan.is
Moody's: Lánshæfismat Barclays kann að lækka - Frétt - Evrópuvaktin
Vísir - Moody's segir horfurnar neikvæðar fyrir Barclays

Og þessu lauslega tengt: Lýsing var rétt í þessu að senda 35 milljarða í gjaldeyri eða sem svarar rúmum þriðjungi efnahagsreiknings síns til Deutsche bank, eins af bönkunum sem viðriðinn er rannsókn LIeBORgate hneykslisins. Það er vonandi að þeir haldi nægu eftir til að dekka skaðabætur fyrir viðskiptavini Lýsingar vegna ólöglegra LIBOR vaxta.

Vísir - Greiddi Deutsche Bank 35 milljarða

En þetta er nákvæmlega ástæða þess að Hagsmunasamtök heimilanna hafa sóst eftir lögbanni á innheimtu þessara lána!

Guðmundur Ásgeirsson, 5.7.2012 kl. 15:41

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vísir - Liborvaxtasvindlið hafði áhrif á Íslandi

Gengistryggð lán á Íslandi tóku flest beinlínis mið af Libor-vöxtum áður en þau voru dæmd ólögmæt.

Vísir - Fleiri bankahneyksli vegna vaxtasvindls í farvatninu

Þá er þýska fjármálaeftirlitið að rannsaka hvort Deutsche Bank hafi stundað svipað svindl og Barclays með Libor vexti og Euribor vexti sem eru evrópsk hliðstæða við Libor.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.7.2012 kl. 00:35

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Smá uppfærsla 26.8.2012:
The World's Biggest Bank Just Got Thrown Into The Lieborgate Mess | ZeroHedge
Deutsche Bank suspends two over Libor -report | Reuters
The Liebor Land: What The BoE Said | ZeroHedge
Libor manipulation lawsuits could cost banks ‘tens of billions’ - Risk.net
Barclays-forstjóri gæti fengið tvær milljónir punda - mbl.is
Viðskiptablaðið - Fyrrverandi bankastjóri Barclays fær 400 milljónir
Federal Reserve Admits It Knew Of Barclays Libor "Problems" In 2007 And 2008 | ZeroHedge
The Lieborgate Circus Comes To The Senate | ZeroHedge
Was Gold Manipulated Like Libor Rates? - Yahoo! Finance
Gordon Brown Sold Britain’s Gold at Artificially Low Prices to Bail Out a Large American Bank | ZeroHedge
New York Fed Release Full Response On Lieborgate | ZeroHedge
Key Highlights From Fed Lieborgate Disclosure | ZeroHedge
Viðskiptablaðið - Breski seðlabankinn tengdur vaxtabraskinu
Deutsche Bank Turns Sides, Becomes Rat For The Liebor Prosecution | ZeroHedge
Criminal Inquiry Shifts To JPMorgan's Mispricing Of Hundreds Of Billions In CDS: Is Dimon The Next Diamond? | ZeroHedge
Citi, Bank Of America, And JPMorgan Enter Lieborgate: Congress Expands Libor Probe To Big Three Domestic Banks | ZeroHedge
Viðskiptablaðið - Grunur leikur á um vaxtasvindl í S-Kóreu
Viðskiptablaðið - Fjórir bankar til viðbótar í skoðun vegna Liborsvindls
Vísir - Fjórir stórbankar í rannsókn vegna vaxtasvindls
Fjórir bankar grunaðir um svindl | RÚV
Libor málið vindur uppá sig - mbl.is
Libor-hneykslið: Bankar ræða hugsanlegt hópsamkomulag við eftirlitsaðila - Frétt - Evrópuvaktin
Hefja rannsókn á vaxtasvindli - mbl.is
Viðskiptablaðið - Fyrrverandi stjórnarformenn í klandri
Deep Into The Lieborgate Rabbit Hole: The Swiss Hedge Fund Link? | ZeroHedge
The Hedge Fund Trail In Liborgate Gets Hotter: Mega Fund Brevan Howard Next? | ZeroHedge
Exclusive: Prosecutors, regulators close to making Libor arrests | Reuters
DV.is - Neinei, ekkert samsæri
Vísir - Íslendingar högnuðust örlítið á Liborvaxtasvindlinu
Vísir - Starfsmenn fleiri banka gegndu lykilhlutverki í Libor-hneykslinu
Viðskiptablaðið - Vaxtasvindl gerð refsiverð
Viðskiptablaðið - ESB gegn vaxtasvindli
RBS staðfestir aðild að Libor máli - mbl.is
Húsleit hjá Barclays á Ítalíu - mbl.is
Bönkum stefnt vegna LIBOR vaxta | RÚV
Viðskiptablaðið - Sjö bankar í yfirheyrslu vegna Libor
Brezk þingnefnd gagnrýnir Diamond harkalega-Englandsbanki "barnalegur" og "aðgerðarlaus" - Frétt - Evrópuvaktin
Brezkur þingmaður: RBS fær hærri sektir vegna Libor en Barclays - Frétt - Evrópuvaktin

Guðmundur Ásgeirsson, 26.8.2012 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband