Neyðarlög undirbúin í Bretlandi?

Bresk stjórnvöld eru nú sögð undirbúast fyrir bankakrísu, og hyggist meðal annars setja lög á borð við neyðarlögin íslensku sem veita innstæðum forgang við þrotaskipti.

Ákvarðanir breskra stjórnvalda í þessum efnum verða að skoðast í ljósi þess að fjármagnsflótti frá evrusvæðinu vegna krísunnar hefur að stórum hluta leitað til Bretlandseyja sem eru undan ströndum evrusvæðisins en utan þess.

Þannig hafa innstæður í breskum bönkum vaxið mikið að undanförnu, ekki af eigin verðleikum heldur vegna þess að það er verið að taka þessa peninga út úr bönkum á meginlandinu og einhversstaðar þarf að koma þeim fyrir. Stysta hoppið er einfaldlega yfir Ermarsund.

Það skyldi þó aldrei vera að breskir bankar séu með mikið af slíkum innstæðum í útibúum, frekar en dótturfélögum á meginlandinu? Getur verið að bresk stjórnvöld séu að tryggja sig fyrirfram gegn vandræðum í uppsiglingu vegna þeirra eigin innlánstryggingakerfis?

Þess má geta að innstæður í breskum bönkum eru tíföld þjóðarframleiðsla. Þeir sem hafa kynnt sér stöðu breska innlánstryggingasjóðsins FSCS vita að hann er í raun efnahagsleg púðurtunnunna. Breska kerfið er nefninlega sett upp eins og dómínókubbar þannig að áhlaup sem myndi fella einn banka tæki óhjákvæmilega fleiri með sér. Þannig getur það beinlínis orðið til að orsaka það sem því er sagt ætlað að fyrirbyggja.

Kannski þeir séu að átta sig á því að þau viðbrögð íslenskra stjórnvalda að setja innstæður í forgang með lögum og láta eignir þrotabúa föllnu bankanna standa undir endurheimtum þeirra, voru ekki bara rétt. Heldur var það eina færa leiðin þar sem innlánstryggingar samkvæmt því fyrirkomulagi sem fyrirskipað er í Evrópu, virka einfaldlega ekki þegar á reynir.

Ef rétt reynist gæti þessi nýja stefna breskra stjórnvalda orðið vatn á myllu Íslands í málaferlum fyrir EFTA dómstólnum vegna innlánstrygginga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Viðbrögð Breta verða forvitnileg. Gæti hugsast að þeir fengju á sig hin frægu hriðjuverkalög ef þeir falla?

Eyjólfur Jónsson, 12.6.2012 kl. 12:13

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mun Steinrímur J. draga sjálfan sig fyrir landsóm vegna SpKef?

Guðmundur Ásgeirsson, 12.6.2012 kl. 12:19

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Við þennan pistil er strax eitt áberandi. Skortur á heimildum.

Svo eitt sé nefnt - hvar eru heimildir um að ,,innstæður í breskum bönkum eru tíföld þjóðarframleiðsla"?

Ennfremur ber að hafa í huga að það eru sitthvað innstæður og innstæður. þegar eg var að skoða Bretland fyrir stuttu - þá voru tryggðar innstæður eitthvað pínötts í heildarsamhengi bankastarfsemi.

Jafnframt á fólk ekki að trúa einhverju í blindni sem LÍÚ-Sjalla-Moggi er að mata það á með propagandaskeið. þessar hugmyndir um að setja innstæður í forgang eru hugmyndir sem búið er að vinna lengi með í Bretlandi. Skýrsla lögð fram 2011 af sérfræðingahópi sem ráðlagði þetta. Og þá er fyrirmyndin ekkert Ísland. Að sjálfsögðu ekki. Fyrirmyndin er USA, Ástarlía og Sviss.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.6.2012 kl. 13:54

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Guð minn góður hvað sumir geta farið langt í afneitun. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.6.2012 kl. 14:09

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er bara þannig að eg er einn af fáum mönnum á íslandi sem kynni mér mál. Aðrir kokgleyða eitthvað hálfvitabull frá heimasýn og Sjalla-LíÚ-Mogga og Guðlaugi þór. það er þeirra átrúnaðargoð. Guðlaugur þór.

það koma td. allir af fjöllum núna þegar eg bendi á tilvist sérfræðingaskýrslu um efnið. Eg hef lesið þessa skýrslu. Hún er á netinu. Margt athyglisvert sem kemur fram. Og það að setja innstæður í forgang, að hluta eða almennt, er minnsti parturinn af því sem ráðlagt er í skýrslunni. þeir ráðleggja að bönkum sé skipt upp. þ.e. skipt í innstæðubanka og fjárfestingabanka og innstæðubankar séu ringfensaðir að því leiti að þeir séu ekki undirlagðir áhættufjárfestingum eins og fjárfestingabankar oft eru.

Hvernig Bresk stjórnvöld ætla að vinna úr þessum tillögum er þó enn alóljóst. Talað var um að fram kæmi plan á fimtudaginn held eg, frekar en í dag. En þá á það að vera einhver White paper sem á að útlista framtíðarplan og talað um 2015 held ég barasta.

þetta kynnti ég mér allt á nó tæm.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.6.2012 kl. 14:35

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og. ps. sumir telja að Osborne og bresk stjórnvöld komi til móts við hugmyndir um innstæður í forgang. Aðrir telja það hinsvegar ólíklegt. Og þá er aðallega komið með að lánskostnaður banka muni hækka sem muni þ.a.l. bitna á almenningi því bankaþjónustukostnaður muni hækka. þ.e. kostnaðinum verði óhjákvæmilega velt á almenna lántakendur eða þá sem nýta sér bankaþjónustu.

Varðandi breska tryggingarsjóðinn - að þá er ekkert leyndarmál að hann er fjármagnaður eftir á. Hann er fjármagnaður með álögum á fjármálastarfsemi eftir á. það er ekkert leyndarmál.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.6.2012 kl. 14:39

7 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Innstæðubanki, eru það þessir bankar sem starfa eftir reglum og koma ekki nálægt áhættu eða pólitík?? Ef hann væri nú til. En þar mundi þorri almennings troða sparipeningum sínum, en iðnaður færi í fjárfestingarbanka. Þarmeð er fiskpeningurinn kominn í spilakassa aftur eða....

Eyjólfur Jónsson, 12.6.2012 kl. 16:14

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þið getið lesið allt um þetta hérna:

http://www.hm-treasury.gov.uk/fin_stability_regreform_icb.htm

þarna er m.a. linkur á upphaflegu skýrsluna, viðbrögð stjórnvalda og svo endanleg skýrsla o.s.frv.

Hvað sýnir þessi ,,fréttamennska" um að UK ætli að fara einhverja ,,íslenska leið"? Hún sínir að sjalla/LÍÚ/heimsýnar fjölmiðlar eru búllsjitt. Búllsjitt. Forheimskandi búllsjitt. þetta búllsjitt kokgleyða svo innbyggjarar hérna og verða þ.a.l. fullir af búllsjitt.

Haldandi það að Bretar ákveði einhvern daginn rétt si sona að fara einhverja ,,íslenska leið"!

Alveg fyrir utan þetta og almennt séð, þá veit fólk augljóslega ekkert um hvernig stjórnkerfi í Bretlandi virkar. það fer allt í gegnum fornefndir og eftir nefndir og sérfræðingahópa og ég veit ekki hvað og hvað. þetta er langur prósess.

Hitt er svo annað, að það er margt umhugsunarvert í skýrslunni sem alveg væri vert að rannsaka betur. Td. í sambandi við innstæðutryggingar. Að það er eins og þeir tali útfrá því, án þess þó að það sé afgerandi að mínu mati, að breski sjóðurinn tryggi aðeins í breskum pundum. þetta hefur maður líka heyrt að nojarar geri. Tryggi aðeins í norskum krónum. Maður hefur heyrt yprað á álíka hérna í gamla daga þegar icesaveskuldavitleysan var histería hérna vegn própaganda þeirra framsjalla. Aldrei voru þó færðar afgerandi heimildir að mínu mati þessu viðvíkjandi.

Ef maður gefur sér að þetta sé rétt, þ.e. ð bretar tryggi bara innlagnir í breskum pundum og nojarar norskum krónum - þá er það viss öryggishindrun. Ef eitthvað er þá mundi eg vilja að þetta væri skoðað betur. En nei nei, það má nú aldrei tala um eitthvað raunsætt eða velta upp áhugaverðum vinklum. það á bara að svíkja og pretta vonda útlendinga. (Og nei, þetta er ekki það sama og greiða tryggingar út í íslenskum krónum. það er allt annað. það er eins og td. í breska tilfellinu að það verði að leggja inn bresk pund og í norska tilfellinu norskar krónur. En eins og ég segi áður, eg er ekki alveg viss um þetta - en það er eins og þeir tali útfrá því.)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.6.2012 kl. 18:40

9 identicon

'Eg er  að vísu með gullfiskaminni en mig minnti að það hafi bara verið  innistæður Íslendinga í íslensku bönkunum sem íslenska ríkið  tryggði (tímabundið) með neyðarlögunum. 

Ég hélt líka að Hollendingar og Bretar hefðu greitt sínum þegnum innieignir þeirra (að ákveðnu marki) í íslensku bönkunum sem hrundu. Þær greiðslur drógu athygli að  þeim anga "Icesavemálsins" sem er nú í umfjöllun EFTA dómsstólsins.

Breska stjórnin hefur, mér vitanlega, ekki sett nein neyðarlög í sambandi við tryggingar innistæðna í breskum bönkum og hefur því ekki veitt neinu vatni "á myllu Íslands í málaferlum fyrir EFTA dómstólnum vegna innlánstrygginga".

Agla (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 19:56

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Íslenska ríkið tryggði ekki neinar innstæður í íslenskum bönkum, heldur yfirfærði þær í nýjan banka til þess að viðhalda greiðsluflæði í landinu. Í því fólust neyðarlögin.

Íslenska ríkið hefur, hvorki fyrr né síðar, ábyrgst innstæður í íslenskum bönkum. Það sem við eigum hugsanlega inni á bankareikningum í dag er á okkar eigin ábyrgð - og íslenska tryggingasjóðsins - svo langt sem hann nær.

Kolbrún Hilmars, 12.6.2012 kl. 20:22

11 identicon

Kolbrún.  Mér sýnist þetta hins vegar hafa breyst formlega með ríkisframlaginu vegna SpKef ef ég hef skilið það mál rétt.

Fram að því þá held ég að það hafi a.m.k. fræðilega verið hægt að halda því fram að yfirlýsingar stjórnvalda um að allar innistæður væru tryggðar væru bara gefnar út til þess að tryggja fjármálastöðugleika en að aldrei hafi staðið til að standa við þær ef á reyndi um fram það að gera innistæður að forgangskröfum í þrotabúin

Svo er líka mögulegt að ríkið þurfi að leggja Arion Banka til fé vegna lánasafns Dróma sem Arion fékk fyrir að taka yfir innistæður úr sparisjóðakerfinu (sennilega spron en mögulega líka frjálsi). Það lánasafn er með ríkisábyrgð sem gæti reynt á eftir vaxtadóm hæstaréttar í gengislánamálinu.

Seiken (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 21:02

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Íslenska ríkið sá til þess að innstæður innbyggjara vær aðgengilegar samdægurs og hafa verið það æ síðan í að verða 4 ár. De faktó trygging - þó það hafi kostað neitt vegna þess að innstæður voru settar sem forgangskröfur.

Erlendir innstæðu eigendur voru ekki eins meðhöndlaðir og fengu eigi neitt árum saman frá Íslandi og þar með braut Ísland EES Samninginn á tvo meginvegu:

1. Greiggi ekki l´gmarkstryggingu nnan þar til gerðs tímaramma sem fram er settur í dírektífi 94/19.

2. Mölbraut jafnræðisregluna.

þetta er óumdeilt og þarf ekki að ræða.

það að B&H hafi greitt þegar Ísland feilaði - það breitir ekkert að Ísland stóð ekki við skuldbindingarnar samkvæmt EES samnigum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.6.2012 kl. 21:24

13 Smámynd: Ómar Gíslason

Vill minna á það að Seðlabanki Breta ætlar að vera með 325 milljarða punda í nýprentuðum seðlum þegar evran hrynur.

Ómar Gíslason, 13.6.2012 kl. 08:19

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Seiken:

aldrei hafi staðið til að standa við þær ef á reyndi um fram það að gera innistæður að forgangskröfum í þrotabúin

Með því var einmitt staðið við þetta loforð, sem var aðeins pólitískt loforð, en almennt er sjaldgæft að staðið sé við þau.

Mér sýnist þetta hins vegar hafa breyst formlega með ríkisframlaginu vegna SpKef

Neibb, alls ekki. Ríkisábyrgðin er ekki gagnvart innstæðueigendum, enda er það bannað. Hún er gagnvart Landsbankanum, sem gerir þá kröfu gegn því að taka yfir rekstur SpKef. Þetta er í raun leyfilegt, þó það séu auðvitað mistök að gera þetta. En það sem er ólöglegt við þetta er að þetta var ekki á fjárlögum og að ríkið mátti ekki stofna sparisjóði á grundvelli neyðarlagana, aðeins viðskiptabanka.Steingrímur J. hefur hinsvegar kosið að túlka neyðarlögin á allt annan veg en það sem raunverulega stendur í þeim lögum, og ætlað sér valdheimildir sem hann hefur ekki.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.6.2012 kl. 10:13

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bretar að fara íslensku leiðina? - mbl.is

Breskir innistæðueigendur í forgang - mbl.is

Fjármálaráðherra Bretlands, George Osborne, flutti ræðu í gærkvöldi um fyrirhugaðar umbætur á fjármálakerfi landsins sem bresk stjórnvöld ætla að koma á.

Gert er ráð fyrir að breska ríkisstjórnin leggi fram lagafrumvarp um umbætur í breska fjármálakerfinu síðar á þessu ári þar sem meðal annars verði kveðið á um forgang innistæðueigenda en eins og mbl.is hefur áður fjallað um fela þau áform í sér að farin verði sambærileg leið og gert var með neyðarlögunum sem sett voru hér á landi í kjölfar bankahrunsins haustið 2008.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.6.2012 kl. 00:04

16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vísir - Neyðaraðgerðir í Englandi vegna kreppunnar

Englendingar tilkynntu í gær að enskir bankar muni fá hjálp frá Seðlabanka landsins og Fjármálaráðuneytinu sem gæti numið allt að 80 milljörðum punda (rúmum 15.000 milljörðum króna).

Sem stendur er allt á suðupunkti í Evrópusambandinu. Til að mynda sagði utanríkisráðherra Spánar í gær að framtíð ESB myndi ráðast á allra næstu dögum, mögulega á næstu klukkutímum. Við sama tækifæri minnti Angela Merkel, kannslari Þýskalands á að styrkur Þjóðverja væri ekki óendanlegur.

Hvar er Ómar Bjarki núna?

Guðmundur Ásgeirsson, 16.6.2012 kl. 15:47

17 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Guðmundur, það siglir í nýjar valútur í allri Evrópu núna eftir helgi, það er alveg klárt, er það ekki?

Eyjólfur Jónsson, 16.6.2012 kl. 20:24

18 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tja, annars væri þetta mikið fár út af engu.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.6.2012 kl. 00:00

20 identicon

Mér finnst færslan mun betri eftir breytinguna sem þú gerðir á henni  röskum sólarhring eftir að hún var birt en kannski ættu þá þeir sem gera athugasemdir við upprunalegu færsluna líka að geta breytt sinni færslu eða dregið hana til baka.   

Agla (IP-tala skráð) 18.6.2012 kl. 15:42

21 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Hjálpi mér! Ég dreg allt til baka, og þá sérstaklega spurningamerkin. Hitt er annað mál að ástæða taps og kreppu sem almenningur verður látin borga, er svona 98% hlutabréfabrask fjármálafyrirtækja og banka sem kunna ekki á venjulegan (heiðarlegan)rekstur. Og þeir framleiða ekkert nema loftbólur, það er að þeir skapa ekki verðmæti og við gætum vel verið án þeirra.

Eyjólfur Jónsson, 18.6.2012 kl. 16:43

22 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Smá eftirfylgni við þessa frétt. Þetta var um síðustu helgi:

As RBS' ATM "Glitch" Enters Fifth Day, The Bailed Out Bank Issues A Statement | ZeroHedge 

Greiðslukerfið hjá RBS, einum af stærri bönkum Bretlands, er semsagt hrunið. Bókstaflega. Engar myndlíkingar um rekstarstöðvun, heldur er þessi banki einfaldlega hruninn og það er ekki enn búið að loka honum eða grípa inn í reksturinn! Spurning hvort þeir hafi lært til verka hjá snillingnum okkar honum Steingrími? Allavega losna þeir við að þurfa að þjóðnýta tapið þar sem það hefur nú þegar verið gert, en RBS er í eigu skattgreiðenda.

RBS - VBS, sitthvort landið en samskonar drulla!

Og enn heldur vandræðagangurinn áfram:

Barclays-bankinn sektaður um 57 milljarða - mbl.is 

Barclays bankinn gripinn glóðvolgur við markaðsmisnotkun og fölsun breskra millibankavaxta (sem stýra vöxtum á 350TN$ verðbréfa).

Barclays Found To Engage In Massive Libor Manipulation, Gets Wrist-slapped By Coopted Regulators | ZeroHedge 

Hér má finna afrit af samtölum verðbréfasala RBS við viðskiptavini um svindlið sem var í gangi:

Shocking Details Of Barclays Epic Lie-bor Fraud: "Duuuude…Whats Up With Ur Guys 34.5 3m Fix…Tell Him To Get It Up!" | ZeroHedge 

Það á eftir að verða vandræðalegt fyrir suma þegar á endanum kemur í ljós að þrátt fyrir allt eru það íslenskir lántakendur gengistryggðra lána með LIBOR vaxtaviðmið sem eiga rétt á skaðabótum frá breskum ríkisbanka. Frekar en að kröfur vegna bankaresktrar standi í hina áttina!

Hér er yfirlýsing breska bankamannasambandsins sem gefur út LIBOR vísitölurnar samkvæmt upplýsingum um millibankaviðskipti í London:

BBA - The voice of banking and financial services - Media - Article - Libor Statement 

The British Bankers’ Association is shocked by yesterday’s report about LIBOR. [...bla bla bla munum fara yfir verkferla bla bla bla...]

Já... þeir eru vonandi búnir að jafna sig á "áfallinu" af því að breska fjármálaeftirlitið skuli hafa slegið á puttana á RBS, fyrir það næsta:

Bankavandræði í Bretlandi - mbl.is 

Í dag bættist svo við að breska fjármálaeftirlitið hefði fundið "mikla ágalla" á sölu bankanna Barclays, HSBC, Lloyds og Royal Bank of Scotland á vaxtavörnum (interest-rate hedging) síðustu 11 ár. Í tilkynningu frá eftirlitinu kemur fram að þeir hafi náð samkomulagi við bankana um: „viðeigandi leiðréttingu þar sem ágallar í sölu áttu sér stað“.

[...bla bla bla munum fara yfir verferla o.s.frv...]

Þetta er sama stofnunin fjármálaeftirliti og fannst hæfilegt við afbrotum Kaupþingsmanna að leyfa þeim að snúa aftur að bankarekstri eigi síðar en strax á næsta ári! Og sem ætlaði að krefja vildarviðskiptavin Kaupþings um mútur fyrir að láta mál gegn honum "fara hljótt".

Skemmtileg skýtafýla af þessu eða þannig sko.

Og allir Já-sinnar núna hlaupnir í djúpar felur.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.6.2012 kl. 17:41

23 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hér má finna afrit af samtölum verðbréfasala RBS

...átti auðvitað að vera Barclays, afsakið ritvilluna.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.6.2012 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband