Spurning um ráðherraábyrgð?
9.6.2012 | 21:46
Fjölmiðlar hafa í dag fjallað talsvert um þann kostnað sem útlit er fyrir að falli á ríkissjóð vegna gjaldþrota SpKef og BYR en þó sérstaklega þess fyrrnefnda að þessu sinni. Eignir og skuldbindingar SpKef voru yfirteknar af Landsbankanum samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins 5. mars 2011.
Forsaga málsins er sú að við fall Sparisjóðsins í Keflavík var stofnaður nýr sparisjóður utan um reksturinn og var hann rekinn lengi vel á undanþágu án þess að uppfylla skilyrði starfsleyfis, í raun gjaldþrota þar til allt var á endanum fært í Landsbankann. Í kjölfarið hefur komið upp ágreiningur um verðmat yfirtekinna eigna til grundvallar sanngjörnu endurgjaldi fyrir þær, og er mat Landsbankans sagt umtalsvert lægra en mat ríkisins.
Samkvæmt því sem komið hefur fram í opinberri umfjöllun setti Landsbankinn það sem skilyrði fyrir yfirtökunni að ríkið gengist í ábyrgð fyrir þeim mismun sem kynni að vera á endurheimtuvirði þeirra eigna sem óvissa er um og samsvarandi fjárhæð innstæðna. Tölur hafa verið nefndar og reifað hvernig gjörningurinn sem í fyrstu var fullyrt að yrði skattgreiðendum að kostnaðarlausu, hefur vaxið að sniðum eftir yfirfærsluna. Nú síðast var nefnd talan 19,2 milljarðar, sem með vöxtum til dagsins í dag gerir um 25 ma.kr.
Þessar ákvarðanir hafa verið kenndar við þáverandi fjármálaráðherra sem nú er meðal annars efnahags- og viðskiptaráðherra, og inntur eftir skýringum hefur hann jafnan vísað til meintra heimilda samkvæmt neyðarlögunum svokölluðu. Slíkar yfirlýsingar eru þó með öllu óskiljanlegar með hliðsjón af eftirfarandi staðreyndum:
Í neyðarlögunum er hvergi að finna neitt sem heimilar stofnun nýrra sparisjóða, aðeins viðskiptabanka. Í þeim er heldur ekkert sem kveður á um ríkisábyrgð vegna innstæðna, né heldur í lögum um innstæðutryggingar eða tilskipunum sem þau byggja á. Um þetta hefur reyndar verið deilt á hinum samevrópska vettvangi, en nýjustu fregnir benda til þess að ráðamenn á meginlandinu séu smám saman byrjaðir að átta sig á þversögninni sem felst í ríkisábyrgð á hinu ómögulega. Batnandi fólki er best að lifa og allt það...
Íslensk stjórnvöld standa að málarekstri fyrir EFTA dómstólnum þar sem helsta málsvörnin felst einmitt í því að lög og reglur kveði ekki á um ríkisábyrgð eins og hefur reyndar alltaf verið yfirlýst afstaða Íslands í málinu. Á sama tíma er þegjandi verið að skrifa upp á ríkisábyrgð innalands vegna innstæðna, sem kann að grafa undan málstað Íslands í einu af stærri hagsmunamálum þjóðarinnar undanfarin misseri og mögulega einhverju örlagaríkasta dómsmáli álfunnar fyrr og síðar.
Samkvæmt lögum um innstæðutryggingar ber tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta að ábyrgjast viðmiðunarfjárhæð (20.800 EUR) og eignast við það samkvæmt neyðarlögunum forgangskröfu í þrotabúið. Miðað við heildarfjárhæð innstæðna og meðaldreifingu má leiða að því líkur að eignir dugi fyrir því en vanti upp á það vill svo til að TIF á fyrir því eða vel yfir 20 milljarða! Hvers vegna er ekki farið eftir þessum lögum, í það minnsta þegar það er hægt?
Samkvæmt EES-reglum sem hefur verið beitt við slitameðferð fjármálafyrirtækja m.a. í Danmörku að undanförnu eiga innstæður umfram tryggingu að taka afföllum miðað við endurheimtur úr búinu, rétt eins og við hver önnur þrotaskipti. Himinn og haf er á milli þess og fullrar innstæðutryggingar eins og er veitt í þessu tilfelli, og það án heimildar á fjárlögum sem stjórnarskráin kveður á um.
Samkvæmt ársreikningi Landsbankans var hagnaður hans í fyrra 17 milljarðar og 27 milljarðar árið þar áður, en þessi og reyndar allur hagnaður frá stofnun bankans er óráðstafaður. Hann ætti því hæglega að hafa efni á því að taka til hliðar á afskriftareikning nægilegt fé til að mæta útlánatapi af yfirtöku rekstrar SpKef. Hvers vegna eiga aðrir skattgreiðendur en Landsbankinn að ábyrgjast þetta fyrir hann? Þetta er nú eftir allt saman bankinn okkar allra!
Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að Landsbankinn hafi eða muni greiða af þessu ríkisábyrgðargjald samkvæmt lögum um ríkisábyrgð. Miðað við yfirlýsingar bankans um hans eigið mat á gæðum undirliggjandi eigna hlýtur þó áhætta ríkisins af slíkri ábyrgð að teljast mikil eða jafnvel algjör. Ríkisábyrgðargjald samkvæmt því af 25 milljörðum er einn milljarður á ári. Meðal þeirra sem samþykktu núgildandi lög um ríkisábyrgð var Steingrímur J. Sigfússon. Er hann mögulega brotlegur við eigin löggjöf með því að innheimta ekki ríkisábyrgðargjald eins og skýrt er kveðið á um í lögunum?
Í fyrra lá fyrir samningur um ríkisábyrgð vegna innstæðna í gamla Landsbankanum sem var sagður kosta álíka mikið og nú er uppi á teningnum vegna SpKef, sem þó var miklu smærra fyrirtæki og ábyrgðarhlutfallið þeim mun hærra í samanburði. Íslenskir kjósendur höfnuðu fyrrnefndum samningi með afgerandi hætti og reyndar mun óhagstæðari forvera hans líka, en þessi inngrip í fyrirætlanir Steingríms hafa endurómað um heimsbyggðina sem táknmynd andstöðu við ríkisábyrgð á bönkum. Hvort er hann heyrnarlaus, tregur, eða bara svona svakalega þrjóskur?
Spilar Icesave málið mögulega inn í þetta og tilheyrandi ágreiningur um lagalega stöðu innstæðutryggingasjóðs? Ef svo er væri það óneitanlega kaldhæðnislegt vegna tengslanna við Landsbankann, auk þess sem málið í heild vekur óhjákvæmilega upp áleitnar spurningar um hugsanlega ábyrgð ráðherrans vegna ofangreindra ráðstafana.
Vill rannsókn vegna Byr og Spkef | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Fasismi, IceSave, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:19 | Facebook
Athugasemdir
Fjárlaganefnd kannar áhrif SpKef | RÚV
Ber Alþingi að ákæra Steingríms J. Sigfússon ráðherra? - jonmagnusson.blog.is
Mun Steingrímur J. draga Steingrím J. fyrir Landsdóm? - Pressan.is
Guðmundur Ásgeirsson, 12.6.2012 kl. 12:18
Fjármálaráðuneytið virðist hafa séð sig knúið til að verja málsmeðferðina:
Yfirlýsing vegna úrskurðar um yfirtöku Landsbankans á SpKef sparisjóði | Fjármálaráðuneytið
Guðmundur Ásgeirsson, 13.6.2012 kl. 23:42
Von á skýrslu um SpKef | RÚV
Viðskiptablaðið - Skýrsla PwC styrkir málstað stofnfjáreigenda
BB.is - Frétt - Svört skýrsla um SpKef
Ekki tekið tillit til alvarlegra athugasemda | RÚV
Vísir - Fríðindi starfsmanna SPKEF ekki gefin upp til skatts
Viðskiptablaðið - Fádæma spilling hjá Sparisjóði Keflavíkur
"Við vissum að SpKef var illa rekinn og þess vegna þurfti hann að skila inn rekstrarleyfi sínu." - Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins
DV.is - Sjálfstæðismenn ættu að spara stóru orðin
Viðskiptablaðið - Um 3,8 milljarða kröfur í þrotabú Bergsins
Þrotabúið eignalaust - mbl.is
DV.is - Afskrifa milljarða hjá Steinþóri og Jónmundi
Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um skuldastöðu Bergsins og lánveitendur þess liggur hins vegar nokkurn veginn fyrir hvaða fjármálafyrirtæki það eru sem þurfa að afskrifa kröfur sínar á hendur Berginu - Sparisjóðabankinn, Sparisjóðurinn í Keflavík og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, nú Drómi.
Steinþór er bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ sem eftir valdatíð þeirra er meðal skuldsettustu sveitarfélaga landsins. Jónmundur er fyrrverandi bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og núverandi framkvæmdastjóri flokksins en hann skilaði sem slíkur ársreikningi flokksins næstum heilum ársfjórðungi seinna en lög kveða á um.
Úff...
Guðmundur Ásgeirsson, 14.6.2012 kl. 00:05
Undarlegar úttektir sparisjóðsstjóra | RÚV
Fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Keflavíkur nýtti risnureikning sjóðsins til eigin afnota án þess að stjórn sjóðsins gerði nokkrar athugasemdir við það. Hann greiddi meðal annars ferð fyrir þáverandi stjórnarformann til Flórída af reikninginum, án þess að fullnægjandi skýringar hafi fengist.
Þar eru nefnd sem dæmi úttekt hjá Mr. Diamond í New York fyrir 165 þúsund krónur, hjá Heimsferðum fyrir 315 þúsund, hjá Ferðaþjónustu bænda fyrir rúmar 480 þúsund krónur, og hjá Herragarðinum fyrir 140 þúsund krónur. Þá greiddi hann ríflega 180 þúsund krónur fyrir ferð Þorsteins Erlingssonar, þáverandi stjórnarformanns sparisjóðsins, til Flórída í lok árs 2008 og hafa engar skýringar fengist á þeirri ferð.
Price Waterhouse telur að ekkert virkt eftirlit hafi verið með risnuútekt Geirmundar. Engar skriflegar reglur voru til um úttektir og stjórnarformaður sjóðsins virðist hafa samþykkt alla reikninga athugasemdalaust. Skipti ekki máli þó að Geirmundur hafi ekki getað framvísað reikningum vegna allra úttekta sinna.
Alls tók Geirmundur út rúmar tíu milljónir af risnureikningnum á tveimur árum. Geirmundur endurgreiddi við starfslok rúma milljón af þessari upphæð, sem óumdeilt var að væri hans einkakostnaður. Til tals kom að hann endurgreiddi meira en af því varð ekki þar sem Geirmundur hélt því fram að afgangurinn tilheyrði sparisjóðnum.
- úff
Guðmundur Ásgeirsson, 14.6.2012 kl. 00:14
Vanmátu áhættuskuldbindingar | RÚV
- Lánuðu meira til Bláa lónsins þrátt fyrir útlánatap, hálfur milljarður afskrifaður.
- Lánuðu Nesbyggð 750 milljónir í andstöðu við lánanefnd, 300 milljónir afskrifaðar.
- Földu í dótturfélagi sparisjóðsins 630 milljóna fyrirgreiðslu til félags í eigu sonar Sparissjóðsstjórans. Öll upphæðin tapað fé.
Afskrifuðu 3,8 milljarða af erlendum lánum - mbl.is
Viðskiptablaðið - Afskriftir vegna gengislána námu 3,8 milljörðum
Lilja Mósesdóttir: Vill sjá skýrsluna um SpKef | RÚVOddný fjármálaráðherra: Rannsókn á falli Sparisjóðanna mun leiða í ljós hvað gerðist hjá SpKef » Víkurfréttir
Sveinn Andri: Málefni SpKef: Flinkir spunameistarar ríkisstjórnarinnar að beina athyglinni frá massívu klúðri? « Eyjan
DV.is - Jónmundur: „Bara eðlileg viðskipti"
Höldum því til haga að ekkert er eðlilegt við neitt af þessu.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.6.2012 kl. 11:12
Spurt um SpKef á Alþingi | RÚV
Sjálfstæðismaður iðrast vegna SpKef ‹ Smugan
DV.is - Sjálfstæðismaður biðst afsökunar
Já, það er sennilega fréttnæmt...
Guðmundur Ásgeirsson, 17.6.2012 kl. 14:11
SpKef - viðvörunarljós - Már Wolfgang Mixa - mbl.is
Skelfileg lesning. Ef ekki hefði komið stórlega ofmetinn eignarhlutur í Exista sem reyndist í raun verðlaus, þá var SpKef búinn að vera gjaldþrota í mjörg ár áður en hann var yfirtekinn af opinberum aðilum.
Líklega heimsmet í því að skafa fyrirtæki að innan og henda svo skelinni.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.6.2012 kl. 21:35
Hvenær á að bjarga fjármálastofnun? | RÚV
Afar áhugaverð umfjöllun Spegilsins á RÚV.
Guðmundur Ásgeirsson, 21.6.2012 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.