40% umsækjendur í annað sinn

Nöfn þeirra sem sóttu um starf forstjóra Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið send fjölmiðlum til birtingar.

Af tíu umsækjendum eru fjórir sem sóttu einnig um starfið síðast þegar það var auglýst: Árni Thoroddsen, Bolli Héðinsson, Vilhjálmur Bjarnason, og loks undirritaður. Nýir umsækjendur eru: Guðrún Jónsdóttir, Jóhannes Karlsson, Magnús Sigurðsson og Óttar Guðjónsson. Auk þeirra sækjast tveir núverandi starfsmenn FME eftir stöðunni: þau Unnur Gunnarsdóttir og Jared Bibler.

Eflaust eru mörg þeirra ef ekki öll verðug starfsins, hvert með sínum hætti, svo það verður spennandi að fylgjast með því hver verður fyrir valinu. Undirritaður vonar auðvitað það besta. :)


mbl.is Tíu sækja um forstjórastöðu FME
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert mál, ef þú ert "KRATI".

Það er flokkur bittlinganna.

Jóhanna (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 19:44

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ef allir eru hæfir, þá verður bara dregið úr spilastokk.

Eggert Guðmundsson, 23.5.2012 kl. 23:29

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég óska þér góðs gengis Guðmundur. Það væri visuega gæfa fyrir landsmenn ef þú fengir þessa stöðu.

En því miður er róður þinn þungur. Blogg þín hafa ekki beinlíis verið lof á stjórnvöld og alls ekki á galla fjármálakerfisins.

Þar sem ljóst er að stjórnvöld þessa lands eru framlenging handleggja bankanna, eru líkur þínar minni.

En enn og aftur, gangi þér vel og vonandi færðu starfið.

Gunnar Heiðarsson, 24.5.2012 kl. 09:39

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Tek undir með Gunnari Heiðarssyni og óska þér góðs gengis.

Jóhann Elíasson, 24.5.2012 kl. 09:49

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég varð glaður við að lesa upptalninguna eitt augnablik þar sem ég taldi mig sjá Justin Bieber á listanum.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.5.2012 kl. 15:49

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gunnar Heiðar, vissulega má segja að ég syndi gegn straumnum í þessum efnum og er fullkomlega meðvitaður um það. En það er nú líka markmiðið hjá mér, að hrista aðeins upp í þessu. Geri að sjálfsögðu hóflegar væntingar, þó ég telji mig svo sannarlega hafa margt fram að færa.

Rétt er að taka fram að þrátt fyrir sterkar skoðanir mínar á göllum og vandamálum í fjármálakerfinu, er það líka sannfæring mín að breytingar á því þurfi að gera af varfærni. Varla viljum við kollvarpa öllu á einni nóttu og skapa glundroða og upplausn í samfélaginu? Að þessu leyti tel ég að þekking mín á sviði kerfisfræði kunni að nýtast, en á því sviði er til áralöng þekking á því hvernig hægt er að uppfæra kerfi og skipta þeim út fyrir ný og betri án þess að valda teljandi þjónusturofi fyrir notendurna. Slík þekking er hinsvegar af skornum skammti í viðskiptalífinu, eins og kom í ljós haustið 2008 þegar á borði Fjármálaeftirlitsins lenti stærsta viðfangsefnið frá stofnun þess.

Hvað væri betur til þess fallið að endurreisa stórskaddaðan trúverðugleika veiklað kerfis, heldur en að ráða einn af hörðustu gagnrýnendum þess til að hafa með því eftirlit? Sbr að glæpamenn eru almennt ekki ráðnir í lögguna, unmenni með hraðakstursáráttu eru ekki látin sinna umferðareftirliti, og útgerðarmenn eru ekki ráðnir til fiskveiðieftirlits. Heilbrigð skynsemi segir að ekki skuli láta úlfana gæta fjárins, heldur einhvern sem er ekki úlfur.

Þakka ykkur fyrir jákvæðar athugasemdir. Vonum það besta. :)

Guðmundur Ásgeirsson, 25.5.2012 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband