Þjóðarhátíðardagur Portúgals afnuminn

Í örvæntingarfullri tilraun til að reyna koma böndum á efnahagskrísuna hafa portúgölsk stjórnvöld nú gripið til þess óyndislega úrræðis, sem er vanhugsað að mati undirritaðs, að skerða árlega lögboðna frídaga um 28% með því að fækka þeim um 4 af alls 14.

Miðað við að allir frídagarnir myndu annars lenda á virkum dögum og almennt sé frí um helgar myndi aðgerðin á þessu ári skila fjölgun virkra vinnudaga úr 248 í 252 eða um 1,6%. Eflaust hefur einhver spekingur í portúgalska fjármálaráðuneytinu stungið þessari tölfræði inn í excel líkanið sitt og reiknað út að hagvöxtur muni aukast sem þessu nemur.

Með slíkum útreikningi er heilbrigðri skynsemi varpað út um gluggann fyrir ófullkomnar hagfræðinálganir, því auðvitað fer því fjarri að atvinnulífið liggji í dvala á hátíðisdögum. Allir sem hafa sótt hátíðarhöld á 17. júní hafa til dæmis orðið vitni að gríðarlegri veltu sem fer um sölubásana og fyrir kaupmenn og veitingasala í miðborginni er þetta einn af stærstu dögum ársins auk þess sem áhrifin ná yfir marga daga bæði fyrir og eftir hátíðiahöldin, meðal annars vegna þeirra sem vinna við framkvæmd þeirra sem eins og flestir vita er umtalsverður fólksfjöldi.

Skyldi einhver efast um að áðurnefnda lýsingu hagrænu áhrif er einfaldast að rifja upp hvernig þjóðarframleiðsla er skilgreind: það verð sem er greitt fyrir vörur og þjónustur seldar. Ekki er gerður greinarmunur á því hvort um er að ræða eitthvað sem skilar varanlegum ávinningi fyrir samfélagið, heldur eingöngu hvað var greitt fyrir það, og hlutir sem eyðileggja í stað þess að byggja upp eins og t.d. vopnaframleiðsla og spilling náttúrugæða eru líka talin til "þjóðarframleiðslu" bara svo lengi sem einhver hefur verið tilbúinn að borga fyrir það.

Það er því ljóst að hagrænu rökin fyrir skynsemi aðgerðarinnar eru í besta á falli á veikum grunni byggð, en það er þó langt frá því að vera það fáránlegasta við þetta heldur eru það hátíðisagarnir sem sagðir eru hafa lent á höggstökknum:

  • Allraheilagra dagur 1. nóvember
  • Corpus Christi-hátíðin sem er 60 dögum eftir páska
  • 5. október þegar portúgalska lýðveldið var stofnað árið 1910
  • 1. desember þegar Portúgalir losnuðu undan Spánverjum 1640

Allraheilagramessa er sú siðvenja sem hrekkjavakan kvöldið áður á rætur að rekja til þegar hjátrú margra segir að þá séu andar hinna framliðnu á sveimi, en hátíð líkama krists er nokkurskonar hliðstæða við það sem lútherstrúarmenn kalla uppstigningardag. Margir Portúgalir eru rammkaþólskir og taka þessa helgidaga mjög alvarlega. Og svo eru það hinir tveir dagarnir, 1. desember sem er algjörlega hliðstæður sama degi á Íslandi þegar við minnumst þess er við fengum fullveldið og svo sjálfur þjóðhátíðardagurinn sambærilegur við 17. júní á Íslandi.

Ég velti upp þeirri spurningu hér hvort vitglóra sé í þeirri kenningu að þetta muni skila sér í jákvæðum afleiðingum fyrir portúgölsku þjóðina. Eins og áður var nefnt er vel hægt að reikna út að heilmikil "þjóðarframleiðsla" eigi sér stað í tengslum við þessar hátíðir, sem muni einfaldlega tapast verði þær afnumdar og vega þannig upp stóran hluta ætlaðs ávinnings af því að öll þjóðin sæki í staðinn hefbundna dagvinnu þessa fjóra daga.

Loks er það sem hagfræðispekingum finnst gjarnan erfitt að setja inn í reiknilíkönin sín eða mannlega hliðin á málinu, það er að segja sálrænu áhrifin sem afnám þessara lykilhátíðisdaga mun vafalaust hafa á portúgölsku þjóðarsálina. Nýlega hafa borist af því fréttir að ýmsir aðilar víða um Evrópu, meira að segja á Íslandi, séu byrjaðir að bókfæra pólitískan óstöðugleika sem beinan óvissuþátt í ársreikningum sínum og samningum um fjárskuldbindingar. Það er ekki að ástæðulausu þar sem óstöðugleikinn er augljós og stafar að mestu af óánægju almennings vegna efnahagsástands, viðbragða stjórnvalda við því og þjónkun þeirra við tjónvaldana.

Afnám þjóðlega mikilvæga hátíðisdaga í slíku ástandi er klárlega ekki til annars fallið að skvetta olíu á bálið sem logar þarna fyrir sunnan. Portúgalir eru almennt miklu blóðheitari en við norðurbyggjar, og mér segir svo hugur að þeira muni ekki kyngja þessu þegjandi og hljóðalaust. Ef ég væri í þeirra sporum myndi ég hunsa fyrirmæli stjórnvalda og taka mér frí á þessum dögum, og jafnvel hvetja þau samtök sem ég tilheyrði eins og verkalýðsfélag, stjórnmálflokk og fleiri til að taka undir með yfirlýsingum og aðgerðum í mótmælaskyni.

Ég er líka alveg tilbúinn til að veðja að það eru einhverjir í Portúgal sem eru að hugsa þetta sama núna. Ég yrði síst hissa þó að þegar sé í undirbúningi boðun allsherjarverkfalls á umræddum dögum til að mótmæla þeirri skerðingu á lífskjörum sem í þessu felst, nái fyrirætlanirnar fram að ganga. Ég er allavega viðbúinn því að sjá myndir berast frá Lisbon og öðrum borgum í Portúgal af óeirðum sambærilegum við þær sem sést hafa frá Grikklandi og í nágrannaríkinu Spáni er ástandið ekki síður eldfimt vegna bankahruns sem þar stendur yfir og afar óvinsælla björgunaraðgerða stjórnvalda fyrir fúlgur fjár úr vösum skattgreiðenda.

En í Brüssel hefur þetta nú þegar verið afgreitt því þar eru táknrænar lausnir til á lager og bíða þess að taka við að loknu afnámi þjóðarhátíðisdaga og annara sértækra tákna aðildarþjóðríkjanna:

eu-flag

Einkennissöngur: Óðurinn til gleðinnar (Beethoven/Schiller)

Einkunnarorð: Sameining í fjölbreytni In varietate concordia

Evrópudagurinn: 9. maí (Í DAG!)

   afmæli svokallaðrar Schuman yfirlýsingar um Evrópusamruna frá 1950

200px-Coat_of_arms_of_the_European_Union_Military_Staff200px-European_Defence_Agency_logo.svg

Íþróttaliðsbúningarnir eru líka tilbúnir, en ég fann bara hvergi mynd...


mbl.is Portúgalir afnema tímabundið frídaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Ég get ekki skilið það hvernig það mun bæta fjárhaginn að fella niður nokkra frídaga. Þessi stjórnvaldsaðgerð er eitt af mörgum sem flokkast undir klikkun.

Ómar Gíslason, 11.5.2012 kl. 02:16

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Já það er klikkun! En Guðmundur, þetta er hárrétt hjá þér. Ég var rápandi um Portúgal í nokkur ár og sá hve miklum peningum portúgalar spanderuðu einmitt á frídögum og það hélt framleiðslu hjólunum í gangi en ekki öfugt.

Eyjólfur Jónsson, 11.5.2012 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband