Maybe he should have
13.4.2012 | 16:44
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að upplýsingarnar um að framkvæmdastjórn ESB myndi eiga aðild að málrekstri ESA vegna Iceasave hafi verið inni á opinberum vefsíðum
Eins og skýrsla Hagfræðistofnunar um arðsemi(sleysi) Vaðlaheiðarganga?
Össur gerði ráð fyrir því að þingmenn fylgdust með málinu og að sérstakar tengingar væru við ráðherra í gegn um málsvarnarteymið sem ættu að gera þeim ljóst hvernig málin stæðu.
Það væri gaman ef Össur myndi útskýra í hverju þessar "sérstöku tengingar" felast. Í hvaða klíku þarf maður að vera til að hafa slíka tengingu? Og er fullnægjandi þegar um brýn mál er að ræða að "gera ráð fyrir" einhverju án þess að ganga úr skugga um það?
Össur segir jafnframt að hugsanlega hefði hann átt að ræða málið við utanríkismálanefnd og að hann beri ábyrgð á að segja forsætisráðherra frá gangi mála.
Og gerði Össur það?
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, greindi frá því í morgunþætti Rásar 2 í morgun að hún hefði frétt af kröfu framkvæmdastjórnar ESB í fréttum í fyrradag.
Neibb. En lét hann utanríkismálanefnd Alþingis vita?
Eins og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag vissi utanríkismálanefnd Alþingis ekki um kröfuna heldur fyrr en fjallað var um málið í fjölmiðlum í fyrradag 11. apríl
Ha? Og hvað er Össur búinn að vita lengi um þetta?
utanríkisráðuneytinu mun hafa verið tilkynnt um kröfu framkvæmdastjórnarinnar með bréfi 27. mars síðastliðinn
Tvær vikur ???!!!111oneoneone
Yes. Maybe you should have...
Hefði kannski átt að ræða málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: IceSave | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 15.4.2012 kl. 16:59 | Facebook
Athugasemdir
Guðmundur. Þetta var dropinn sem fyllti mælirinn.
Ef einhverjir láta sér dreyma um að hægt sé að tala sig frá svona svikum og vanrækslu, til kjósenda og alþýðu þessa lands, þá er veruleikafirringu-sýkin komin á gjörgæslustig.
Svona alvarlegir hlutir gerast í fjölmiðla og stjórnmála-herteknu landi. Nú reynir á sjálfsbjargarviðleitni almennings, og fórnfýsi fyrir réttlæti og lýðræði á Íslandi.
Ekkert fæst án fórnarkostnaðar og samstöðu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.4.2012 kl. 17:41
Ég, undirritaður, geri hér með þá kröfu að Össur Skarphéðinsson verði rekinn úr embætti utanríkisráðherra...
Fyrir að láta utanríkismálanefnd Alþingis og forsetisráðherra ekki sérstaklega vita af stefnubreytingu ESB í deilumálum Íslendinga við ESB...
Tel ég hann einnig ábyrgan fyrir vinnu síns starfsfólks í utanríkisráðuneytinu og er það lítilmannlegt að reyna að kenna starfsmönnum ráðuneytisins um lélegt upplýsingaflæði úr hans eigin ráðuneyti...
Hann ber ábyrgð hvort sem hún er pólitísk eða ekki... Hann ber ráðherraábyrgð...!
Kv. Sævar Óli Helgason
-
Láttu ganga... Gerðu þetta að þínu... Össur skal og á að sæta ábyrgð... Ráðherraábyrgð...!
Sævar Óli Helgason, 13.4.2012 kl. 17:56
Ég hélt að Össur vissi manna best að Jóhanna er ekki að lesa vefsíður og það alls ekki ef þær eru á erlendum tungumálum :)
Tek undir með ykkur öllum hér að framan.
Jón Óskarsson, 13.4.2012 kl. 18:28
Þetta er alveg með ólíkindum og ætlum við virkilega að láta ´þetta vanhæfa fólk fara með okkar mál versus Goliat?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2012 kl. 20:05
Nei um leið og einn góðan veðurdag er ekkert á bloggsíðum hér,þá eru allir komnir niður í bæ að reka út,eða hvað heitir það á þeirra máli ,,bera út.,,
Helga Kristjánsdóttir, 14.4.2012 kl. 01:36
Þessi fyrirsögn er við hæfi og er áminning um Landsdóm. Össur á að vera dreginn fyrir Landsdóm um leið og hann lætur af embætti Ráðherra, sem á að gerast strax.
Það eru klásúlur í lögum okkar íslendinga sem taka á háttsemi Össurar.
Eggert Guðmundsson, 14.4.2012 kl. 18:02
Hér er yfirlýsing utanríksrðánduæetisss og ítrekað að engin mótmæli á að hafa uppi um meðalgöngu Evrópuráðsins:
http://www.utanrikisraduneyti.is/frettir/nr/7013
Síðan er hlekkur neðst á allt svarið á ensku.
Svo er þessi fína mynd af breta vitleysingnum tim ward en tim stendur líklega fyrir timothy, sem á að verja hagsmuni Íslands gegn bretlandi eða stríðsglæpa-, hryðjuverka-, fjöldamorðingja-, þjóðarmorðingja og barnamorðingjaríkjunum bretlandi og hollandi.
Auðvitað treystum við einum af þeim til að tryggja hagsmuni okkar það er ekki spurning og jaðrar ekkert við landráð og fáránleikakeikhús.
Kristján Þorsteinsson. (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 21:51
Takk fyrir hlekkinn á yfirlýsinguna Kristján
Hér er svo svar íslenskra stjórnvalda (á ensku)
Úr landráðakafla hegningarlaga:
91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.
Vandséð er annað en að ofangreind verknaðarlýsing passi við þann verknað að halda fyrir sjálfan sig bréfi eins og því sem sagt er hafa borist utanríkisráðuneytinu þann 27. mars síðastliðinn, í hálfan mánuð. Skýrt er af 4. mgr. að "maybe I should have" dugar ekki sem afsökun nema þá í besta falli til refsilækkunar. Samkvæmt lögunum er það dómsmálaráðherra sem verður að hafa frumkvæði að saksókn fyrir landráð. Nú reynir á hvort sannfæring liggur að baki yfirlýsingum Ögmunar um þessa hneisu.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.4.2012 kl. 13:49
@ Guðmundur: Ætli hæstvirtur utanríkisráðherra hafi velt þessu fyrir sér ? eða innanríkisráðherrann ? :)
Jón Óskarsson, 17.4.2012 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.