Ísland hækkar: frekari skuldaleiðréttingar þörf
17.2.2012 | 21:46
Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur hækkað lánshæfiseinkunn Íslands úr BB+ í BBB- og staðfest langtímaskuldbindingar íslenska ríkisins, BBB+. Ísland er þar með komið upp úr svokölluðum "ruslflokki" (non-investment) upp í fjárfestingarflokk (investment-grade).
EVR: Matsfyrirtækið Fitch hækkar lánshæfismat Íslands upp í fjárfestingarflokk
Í íslenskri þýðingu fréttatilkynningar fyrirtækisins á vef Seðlabanka Íslands er fjallað um efnahagsáætlun stjórnvalda og AGS. Að undanskildum hugsanlegum eftirmálum Icesave telur fyrirtækið að skuldir ríkisins hafi náð hámarki 2011 eða um 100% af VLF. Óhefðbundin viðbrögð Íslands við hruninu hafi náð að verja lánstraust hins opinbera.
Icesave: Fitch metur áhættu ríkisins af neikvæðri niðurstöðu fyrir EFTA dómstólnum á 6-13% af VLF eða sem nemur hér um bil 90-200 milljörðum króna. Ekki er þó lagt neitt mat á líkurnar á því að sú verði niðurstaðan, og áréttað að endanleg niðurstaða þess yrði fyrst og fremst til þess fallin að eyða óvissu og efla traust fjárfesta.
Einkaskuldir: Fitch telur einkageirann enn vera mjög skuldsettan skuldir heimilana yfir 200% af ráðstöfunartekjum og skuldir fyrirtækja 210% af VLF sem undirstrikar þörf á frekari skuldaaðlögun.
Hraðari skuldaaðlögun innanlands, framgangur við afnám hafta, endurvakning góðra samskipta við erlenda lánardrottna og varanlegt jafnvægi í peninga- og gengismálum myndi hjálpa til við frekari hækkun lánshæfismats Íslands sem er nú í fjárfestingaflokki.
Ísland er núna í þeirri öfundsverðu stöðu að vera eina ríkið í Evrópu með batnandi lánshæfi, á meðan þar fer þverrandi hjá öllum öðrum ríkjum álfunnar, mismikið þó að sjálfsögðu enda njóta þau ekki lengur áhrifa sameiginlegs myntbandalags á fjármögnunarkjör sín. Takist Íslandi einhverntíma að uppfylla skilyrði fyrir upptöku evru yrðu fjármögnunarkjör líklega betri en þarna sést, og þá væru líka allar forsendur brostnar um efnahagsleg rök fyrir inngöngu í myntbandalagið.
In The Meantime Iceland Is #Winning | ZeroHedge
Fitch hækkar einkunn Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: IceSave, Verðtrygging, Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.