IceSave endurheimtur stefna í 110%
16.2.2012 | 06:10
Ein af verðmætustu eignum þrotabús gamla Landsbankans er 67% hlutur í verslunarkeðjunni Iceland Foods, og hefur söluverð hennar því allmikla þýðingu fyrir heildarendurheimtur og þar með hversu mikið fæst upp í endurkröfur vegna IceSave. Verðmat þrotabúsins hefur frá upphafi verið varfærið og smám saman endurmetið upp á við eftir því sem eignir seljast eða hækka að markaðsvirði.
Við byrjun síðasta árfsfjórðungs 2011 voru eignirnar metnar á 1.285 milljarða króna, og þar af var hlutabréfasafn metið á 145 milljarða. Stærsta eignin í því safni er hluturinn í Iceland, en einnig eru þar allstórir hlutir í öðrum breskum verslunarkeðjum á borð við HoF, Hamley's o.fl.
Ef við gefum okkur að eignarhluturinn í Iceland standi að baki tveimur þriðju af hlutabréfasafninu gæti það passað miðað við að hann hafi verið varlega metinn á 100 milljarða. Nú hefur þessi hlutur hinsvegar verið seldur á talsvert hærra verði, eða jafnvirði 261 milljarða króna fyrir 67% hlut LBI. Sé mat á endurheimtuvirði uppfært samkvæmt þessum forsendum fæst talan 1.446 milljarðar, eða 110% forgangskrafna sem eins og hér má sjá nema 1.319 milljörðum.
Afgangurinn eftir að forgangskröfum er skuldajafnað dugar nú fyrir þeirri upphæð sem áfallin væri á ríkissjóð vegna vaxta samkvæmt þeim samningi sem hafnað var í fyrra og gott betur. Kröfuhafar geta nú hæglega sótt vaxtakröfuna í þrotabúið og mun hún því aldrei skipta máli fyrir ríkissjóð Íslands sama hvernig málaferli fyrir EFTA dómstólnum fara. Það er nefninlega ekki hægt að dæma tjónlausum skaðabætur.
* Þó með eðlilegum fyrirvara um að hér er um bráðabirgðamat að ræða.
Samið við Walker | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: IceSave | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Samkomulag um sölu Iceland | RÚV
Kaupverðið er einn milljarður og fimm hundruð og fimmtíu milljónir punda, eða ríflega 300 milljarðar króna. Þar af renna 263 milljarðar til Landsbankans. Slitastjórnir bankanna munu lána fyrirtækinu fyrir hluta kaupverðsins. Daily Telegraph segir að lánsfjárhæðin sé 250 milljónir punda, eða tæpir 50 milljarðar króna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er sú upphæð nærri lagi. Það er þá 16 prósent af kaupverðinu.
Þegar skilanefnd Landsbankans gaf síðast út mat sitt á eignum bankans í haust var hluturinn í Iceland metinn á einn milljarð punda, eða ríflega 500 milljónum punda minna en verðið sem nú er rætt um. Samkvæmt því mati áttu eignir Landsbankans að duga upp í forgangskröfur og gott betur. Ef þetta verð gengur eftir hækkar verðmæti eignasafns bankans um 94 milljarða króna. Það er því enn líklegra en áður að eignir bankans dugi fyrir Icesave-skuldinni.
Eitthvað finnst mér tölurnar sem þarna eru birtar furðulegar. Þar er hluturinn í Iceland sagður hafa verið metinn á rúma 190 milljarða síðasta haust. Eins og ég sýni hér að ofan þá sýna gögn skilanefndarinnar hinsvegar að þá var allt eignasafnið metið á 145 milljarða og inniheldur hluti í fleiri fyrirtækjum sem hafa gengið kaupum og sölu á einhverja tugi milljarða sem bendir til þess að heildarmatið sé varfærnara. Eitthvað passar því ekki, og ég get því varla litið svo að útreikningar þeir sem stuðst er við séu sambærilegir mínum.
Miðað við heildarsöluverð sem er gefið upp í fréttinni, 263 milljarðar (ég miðaði við 261 í færslunni) þá læt ég ágiskun mína standa, matskennda sem hún er.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.2.2012 kl. 03:44
Viðskiptablaðið - Endurheimtur áætlaðar 121 milljarði hærri en forgangskröfur
Landsbanki Íslands hf. LBI's Financial Situation in Q4 2011
If the sale of LBI's holding in the retail chain Iceland Foods is included, the estimated recoveries, plus the above-mentioned interim distributions, are now close to ISK 1,440 billion, or around ISK 121 billion more than the book value of priority claims prior to the above-mentioned interim distributions.
1440/1319 = 109,2%
Skekkjan frá upphaflegri ágiskun: 6/1446 = 0,4%
Guðmundur Ásgeirsson, 9.3.2012 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.