Trúverðug skýring?

Fundi sem stjórnendur Landsbankans ætluðu að halda á Reyðarfirði í kvöld kl. 20 hefur verið frestað vegna veðurs. Stjórnendur bankans komast ekki austur eftir að flugi var aflýst.

Samkvæmt upplýsingum á vef Flugfélags Íslands hefur flugi til Egilsstaða sannarlega verið aflýst. En skoðum til gamans hvernig flugveðrið er nákvæmlega þegar þetta er skrifað:

Landsbankaflugveður

Við verðum líklega að taka þá skýringu trúanlega að Landsbankamenn hafi einfaldlega ekki kynnt sér flugveðurspá í tæka tíð og að þessi fyrirvaralausa frestun fundarins á Reyðarfirði hafi ekkert að gera með dóm hæstaréttar í dag um samningsvexti áður gengistryggðra lána.


mbl.is Fundi Landsbankans frestað vegna veðurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Má ekki segja að þarna ríki sama fyrirhyggjan og með rekstur bankans?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2012 kl. 23:04

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Víkurfréttir | Opinn fundur Landsbankans í Stapa

Landsbankinn heldur fund í Reykjanesbæ um fjárfestingar, nýsköpun og uppbyggingu atvinnulífs á morgun, fimmtudaginn 16. febrúar kl. 20 í Stapa. Á fundinum kynnir Steinþór Pálsson bankastjóri stefnu og áherslur Landsbankans...

Ætli fundurinn í Stapa verði haldinn samkvæmt áætlun á morgun?

Við munum þá frétta af því ef Reykjanesbrautin verður ófær...

Það mun ekki hafa neitt að gera með hæstaréttardóminn í dag.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.2.2012 kl. 23:16

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2012 kl. 23:41

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þetta undirstrikar ó-trúverðugleika Landsbankans. Það þurfti ekki mikið til, að undirstrika þann ó-trúverðugleika. Ef hann vill fá skammarverðlaun fyrir ó-ábyrðina, þá afboðar hann á morgun líka.

Hvar skyldi ábyrgðin leynast, sem hann fær víst allt of lág laun fyrir, að eigin mati, þessi svokallaði bankastjóri? Verður hann ekki bara að fá sér aukavinnu á kassa í Bónus, svo hann nái endum saman? 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.2.2012 kl. 23:50

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Viðskiptablaðið - Dómur Hæstaréttar gæti kostað rúma 100 milljarða

Landsbankinn er með þriðjungs markaðshlutdeild.

Þriðjungur af 100 milljörðum eru hér um bil 33 milljarðar.

Sem jafngildir varlega áætlaðri ársafkomu bankans í fyrra.

Vísir - Forstjóri Landsbankans: "Þetta hefur áhrif á bankann“

...er hugsanlega vægt til orða tekið þegar árs"hagnaður" gufar upp.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2012 kl. 02:50

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Til að gæta sannmælis, þá var fundurinn í Stapa haldinn samkvæmt áætlun.

Víkurfréttir | Skorað á Landsbankann að leggja fé til uppbyggingar atvinnulífs á Reykjanesi » Fréttir

Enda var Reykjanesbrautin greiðfær þann dag. Á þeirri leið eru líka vandræði fólgin í því að kaupa upp öll sæti og fara fram á niðurfellingu áætlunarferðar.

Þess má geta að Landsbankinn á beint og óbeint 7,7% hlut í Icelandair Group móðurfélagi Flugfélags Íslands, og er auk þess viðskiptavaki með hlutabréf félagsins sem þýðir að þau gætu hæglega fallið í verði ef bankanum dytti nú í hug að losa bréfin. Stærstu eigendur félagsins eru aðrir bankar og lífeyrissjóðir, að hluta til í gegnum Framtakssjóð Íslands og aðra sjóði.

En það eru að sjálfsögðu engin tengsl þarna á milli!

Guðmundur Ásgeirsson, 18.2.2012 kl. 21:12

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Viti menn:

Allt 30% eignarhlutur gæti skipt um hendur

Verði af viðbótarskráningu Icelandair í Ósló má gera því skóna að Íslandsbanki og fleiri smærri hluthafar muni selja sig út úr félaginu og allt að 30% hlutafjár gæti komist í eigu erlendra fjárfesta.

Nei, engin tengsl þar á milli. Landsbankinn hefur þá ekki í skrúfstykki.

Ég bulla bara villtar samsæriskenningar.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2012 kl. 05:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband