Franska byltingin var ekki ein heldur tvær

Tæplega fimmtugur Túnisbúi, sem kveikti í sér í mótmælaskyni á fimmtudag, lést af sárum sínum í dag...

Rifjum nú upp hvernig byltingin í Túnis sem varð kveikjan að hinu arabíska vori, er sögð hafa byrjað. Í kjölfarið á því að Mohamed Bouaziz, 26 ára gamall götusali kveikti í sér í mótmælaskyni eftir að söluvarningur hans (og þar með lífsviðurværi) var gerður upptækur á það sem hann taldi mjög niðurlægjandi hátt.

Án þess að kryfja það mál til mergjar langar mig að benda hér á nokkrar hliðstæður:

Í Grikklandi, þar sem umtalsverður óróleiki hefur verið undanfarin misseri, gerðist svipað í fyrrasumar, örvæntingarfullur maður á miðjum aldri þjakaður af skuldavanda greip til þess örþrifaráðs að kveikja í sér í mótmælaskyni.

Aftur hefur Túnisbúi gripið til þess örþrifaráðs að kveikja í sér, að því er virðist í mótmælaskyni vegna þess að umbætur láta á sér standa undir stjórn nýrra valdahafa.

Í Egyptalandi, vöggu arabíska vorsins hafa aftur brotist út óeirðir vegna óánægju með herforingjastjórnina sem tók við eftir byltinguna sem varð þar í fyrra.

Franska byltingin, sú sem oftast er vitnað til sem sögulegrar fyrirmyndar, var ekki bara ein bylting. Þær voru að minnsta kosti tvær ef ekki fleiri.

Hér á Íslandi varð svokölluð Búsáhaldabylting veturinn 2008-2009. Eftir að mestu óeirðirnar lægðu hafa verið haldnir öflugir mótmælafundir og það er orðin hálfgerð þjóðaríþrótt að sýna í verki hvað okkur finnst um þá sem fara með völdin. Þetta er jafnvel farið að móta orðspor Íslendinga á skemmtilegan hátt.

Mörgum finnst samt sem lítið hafi breyst. Kjarni vandans er að við búum ennþá við allt of stórt og brothætt fjármálakerfi sem ósjálfrátt verður upphaf og endir allra umræðu um nokkuð sem máli skiptir. Fjármálavaldið er þar af leiðandi enn ríkjandi og lítið bólar á umbótum af því tagi sem margir vonast eftir, ekki síst varðandi möguleika almennings á lýðræðislegri þáttöku í mótun samfélagsins.

Um þetta munu helstu áherslurnar snúast á næstu misserum, uppstokkun aldraðra og úreltra fjármála- og valdakerfa ásamt sívaxandi kröfu um fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt. Hvort sem byltingin borðar börnin sín eða eitthvað annað þá verður hún bara sterkari af næringunni, og reynslunni ríkari.

P.S. Búinn að uppfylla fyrsta áramótaheitið nú þegar! Cool


mbl.is Lést af sárum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband