Smávægileg áminning

Eftir að forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, sendi frá sér þau skilaboð í nýársávarpi sínu að hann væri allt annað en hættur afskiptum af þjóðmálum, hafa menn keppst um að rýna í þau skilaboð. Túlka margir þau þannig að Ólafur hugsi sér að snúa sér aftur að stjórnmálum, jafnvel fara framboð í Alþingiskosningum um leið og hann lætur af störfum sem forseti?

Í tengdri frétt segist Gísli Árnason, formaður félags stjórnar VG í Skagafirði, telja allar líkur á að hreyfing sem berjist gegn aðild Íslands að ESB, undir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, myndi uppskera ríkulegan stuðning. Tómarúm sé á vinstri vængnum í baráttunni gegn ESB.

Á bloggi Heimssýnar við sömu frétt segir:

Bæði á vinstri væng stjórnmálanna sem þeim hægri er eftirspurn eftir stjórnmálaafli sem túlkaði þá staðfestu afgerandi meirihluta þjóðarinnar að búa áfram í fullvalda þjóðríki utan ríkjabandalags eins og ESB...

Alþingiskosningar eru eftir hálft annað ár. Eru ekki allir klárir í bátana?

Skiljanlega er þarna vísað til þess ístöðuleysis sem verið hefur í Evrópumálum meðal flokkanna á Alþingi. Sá eini sem hefur alltaf haft skýra og óhaggaða stefnu í þeim málum er flokkur aðildarsinna, Samfylkingin, en hinir hafa ekki alltaf verið eins staðfastir hvorki með né móti.

Svo virðist sem í þessari umræðu gleymist gjarnan að þetta er alls ekki tæmandi upptalning á valkostum íslenskum stjórnmálum. Það eru meira að segja til allnokkrar stjórnmálahreyfingar sem hafa aldrei hvikað frá skýrri afstöðu til fullveldis. Án þess að telja þær allar upp vil ég benda á eina slíka, sem ég á sjálfur aðild að.

Samtök Fullveldissinna Samtök Fullveldissinna

Ég ætla ekki að þylja upp stefnuræðu eða neitt slíkt við þetta tilefni, það má bíða betri tíma. Hinsvegar ætla ég að gefa hér smá sýnishorn úr stuttri en viðburðaríkri sögu fyrstu stjórnmálasamtakanna sem voru stofnuð eftir síðustu kosningar:

Það er kominn tími til að fólk hætti að kvarta undan því að það vanti einhverja valkosti aðra en gömlu spillingarflokkana. Slíkir valkostir eru til nú þegar, Samtök Fullveldissinna eru ekki þau einu, og það er ekkert því til fyrirstöðu að þessar fylkingar geti haft áhrif. Það eina sem þið ágætu kjósendur þurfið að gera er að skrá ykkur úr gamla flokknum og ganga til liðs við einhver af þeim nýju framboðum sem fullvíst er muni verða í boði í aðdragandi næstu kosninga. Og gleyma þeim ekki heldur þegar í kjörklefann er komið!

Gleðilegt nýtt ár.


mbl.is Telur forsetann eiga stuðning vísan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samstaða þjóðar

Góð hvatning Guðmundur.

Auðvitað er lítils að vænta af gömlu stjórnmála-flokkunum, þótt þar innanborðs sé fullt af góðu fólki. Þeim er öllum fjórum stjórnað af þingræðissinnum sem ekki hafa neinn vilja til að efna fyrirheit Stjórnarskrárinnar um lýðræði.

Þótt Ólafur Ragnar hafi verið sem klettur í vörninni gegn Icesave-kúguninni, þá bar hann ekki gæfu til að slátra núverandi ríkisstjórn. Það verkefni bíður nærsta forseta.

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 2.1.2012 kl. 14:17

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir innlitið Loftur, og bestu nýárskveðjur.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.1.2012 kl. 18:03

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Loftur! Ég er að gæla við að hún geri það bara sjálf,eitt feilspor,bang!!!

Helga Kristjánsdóttir, 4.1.2012 kl. 01:39

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ertu með email Guðmundur þar sem hægt er að hafa samband?  Þetta er varðandi Adblock filterinn. Smávandamál

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.1.2012 kl. 17:54

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jóhannes ég sendi þér póst á netfangið sem þú gefur upp á þinni síðu. Bíð ennþá eftir svari frá þér. Ef það er eitthvað vandamál með Adblock filterinn þá vil ég benda þér á upprunalegu færsluna þar sem hann var birtur. Ef þú hefur athugasemdir máttu gjarnan viðra þær þar:

http://bofs.blog.is/blog/bofs/entry/1210465/

Guðmundur Ásgeirsson, 11.1.2012 kl. 03:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband