Þetta er það sem koma skal.

Sífellt má sjá fleiri merki á borð við þetta um það að mannkynið sé um það bil að taka næsta skref í þróunarsögunni, þ.e. skrefið þegar þróunin hættir að vera sjálfdrifið ferli og byrjar að vera stjórnað (og þar með hraðað) af okkur mönnunum, rétt eins og önnur náttúruleg ferli sem við höfum náð að beisla og stjórna okkur í hag. Afhverju að bíða eftir að í náttúrunni þróist lífsform með nýja og/eða áður óþekkta eiginleika, þegar höfum yfir að ráða tækni til að búa til slík lífsform sjálf og jafnvel úr okkur sjálfum? Þetta er óhjákvæmileg þróun og mun verða álíka stórt ef ekki stærra þróunarskref en tilkoma tungumálsins, sem gerði okkur kleift að deila með okkur upplýsingum á skilvirkan hátt og hafa meðvituð áhrif á eigin þróun og þar með örlög. Núna er hinsvegar að renna upp nýtt skeið þar sem mannskepnan mun ekki aðeins hafa áhrif á eigin þróun og tilvist heldur heldur þróun og tilvist heimsins í heild (en byrjum auðvitað smátt, fyrst og fremst í okkar næsta nágrenni). Þá fyrst verður hægt að segja að tilvist mannskepnunnar þjóni einhverju hlutverki öðru en að vera bara handahófskennd afleiðing líffræðilegrar þróunar. Sumir framsýnir fræðimenn á sviði gervigreindar, eðlisfræði og læknavísinda hafa gengið svo langt að kalla þessa framtíðarsýn "Human v2.0", og vísa þannig til þess að með sífelldum framförum gæti farið svo bráðum að næstu kynslóðir okkar muni verða svo ólíkar fyrri kynslóðum að varla verði hægt að tala um sömu dýrategundina og eitt sinn ráfaði um á sléttum Afríku og veiddi sér til matar með frumstæðum áhöldum. Þau fræði sem fást við þessar hugmyndir eru gjarnan nefnd "transhumanistic science" sem þýðir í raun vísindi þess sem tekur við, eftir að tímabil mannskepnunnar eins og við þekkjum hana í dag sem og hingað til, verður runnið á enda. Framsýnir hugsuðir eru jafnvel farnir að tala um það í fúlustu alvöru sem raunhæfan möguleika að fyrsta manneskjan sem muni öðlast eilífa tilvist fyrir tilstilli vísindanna sé jafnvel nú þegar fædd og gangi meðal vor.

Já það eru spennandi (og reyndar líka viðsjárverðir) tímar framundan! Fylgist vel með...


mbl.is Þróa tækni til að lesa hugann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agný

Svei mér þá.....mér finnst að mörgu leyti ég vera að lesa mín skrif svona síðustu 6 ár ....við misjafnar undirtektir lesenda....Agný.

Agný, 13.2.2007 kl. 03:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband