Samevrópsk seðlaprentun í áratug

Árið 1975 innleiddu stofnanir Evrópusambandsins sameiginlegu uppgjörseininguna EUA, sem miðaðist upphaflega við gengi uppgjörsmyntkörfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (SDR). Ekki leið á löngu áður en það viðmið var að engu orðið, og var endanlega leyst af hólmi 13. mars 1979 með myntkörfunni ECU sem samanstóð af gjaldmiðlum aðildarríkjanna í hlutfalli við stærð hvers myntsvæðis.

Á ráðstefnu í Maastricht 1992 voru sáttmálar Evrópusambandsins endurnýjaðir og meðal annars kveðið á um stofnun formlegs myntbandalags (EMU) með fastgengisstefnu milli aðildarríkjanna á fyrirfram ákveðnu skiptigengi gagnvart hverjum og einum þjóðargjaldmiðli. Í Madrid 15-16. desember 1995 var ákveðið að endurnefna mynteininguna Euro (EUR) og stefna að almennri innleiðingu hennar sem lögeyris.

Þann 1. júní 1998 var evrópski seðlabankinn (ECB) stofnaður með höfuðstöðvar í Frankfürt en ári síðar hófst þriðji og síðasti áfangi EMU með lögfestingu Evru sem uppgjörsgjaldmiðils aðildarríkjanna. Hafist var handa við seðlaprentun og myntsláttu, og þann 1. janúar 2002 var þjóðargjaldmiðlum tólf ríkja skipt út samtímis fyrir hina nýju evrupeninga. Í dag eru liðin nákvæmlega 10 ár frá þessum áfanga.

Á þessum áratug hafa 5 þjóðir til viðbótar tekið upp Evruna, sem er nú lögeyrir í alls 17 ríkjum: Austurríki, Belgíu, Kýpur, Eistlandi, Finnlandi, Frakklandi, Þýzkalandi, Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Lúxemborg, Möltu, Hollandi, Portúgal, Slóvakíu, Slóveníu og á Spáni. Síðustu tvö ár hefur myntbandalagið átt verulega undir högg að sækja vegna alvarlegrar skuldakreppu aðildarríkjanna, sem enn sér ekki fyrir endann á.

Á þessum tímamótum er framtíð Evrunnar og þar með Evrópusamrunans í heild mikilli óvissu háð. Svo mikilli að þegar þessi pistill var skráður fyrir tæpum mánuði síðan mátti allt eins eiga von á því að þurfa að breyta honum úr afmæliskveðju í minningargrein, áður en kæmi að birtingu hans. Það er spennandi að sjá hvað úr verður, þetta var í það minnsta forvitnileg tilraun...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæll Guðmundur. Ég óska þér og öðrum bloggurum og lesendum gleðilegt og farsælt nýtt ár. Takk fyrir alla þína fróðlegu og skemmtilegu pistla.

Þessi hér að ofan er einn af þeim. Þér tekst vel að koma með víða sýn á málin, sem er nauðsynlegt svo við getum þekkt sem flestar hliðar á málunum, og lært af hvort öðru. Þannig komumst við næst kjarna mála og raunveruleikanum.

Mér finnst tilgangur gjaldmiðla heimsins vera að engu orðinn, því það virðast ekki lengur þurfa að vera raunveruleg verðmæti á bak við gjaldmiðla/peninga. Það væri eins gott að prenta bara nýja seðla upp í allar skuldirnar, fyrst ekki þurfa að vera raunveruleg verðmæti á bak við "eignir" og "skuldir".

Stjórnsýsla margra þjóða heimsins er gegnumrotin og spillt, og raunverulegt réttlæti er að verða óþekkt orð í orðabókum heimsveldanna/þjóðanna, þ.e.a.s. hafi þau orð einhvertíma þýtt eitthvað hjá stjórnsýslu-leiðtogum heimsins.

Þetta er nú kannski galin skoðun hjá mér, en þá fæ ég bara réttmæta gagnrýni á hana, og læri af þeirri gagnrýni.

Vonandi fer að birta til hjá Evrópuþjóðum ásamt restinni af heimsbyggðinni, og óskandi að gjaldmiðlar heimsins nái þeim upprunalega tilgangi sem þeim var ætlað, þ.e. að auðvelda vöruskipti á raunverulegum verðmætum þjóða/ríkjabandalaga.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.1.2012 kl. 12:12

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Gleðilegt nýtt ár!

Ég er algjörlega sammála Önnu hér að ofan í öllum atriðum. Pistlar þínir Guðmundur eru vel hugsaðir og vel fram settir og margt má af þeim læra. Það verður ekki sagt um alla sem blogga hér.

Ef skoðun þín, Anna, á tilgangi og hlutverki gjaldmiðla er galin, þá erum við tvö um það að hafa galna skoðun. Á bak við þá peninga sem eru í umferð eiga að vera verðmæti og stjórnvöldin sem gefa gjaldmiðilinn út eiga að vera ábyrg fyrir því að svo sé.

Magnús Óskar Ingvarsson, 1.1.2012 kl. 14:41

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Galin skoðun? Segjum þá þrjú ef svo er...

En þjóð veit þá þrír vita, svo ég held við séum alveg í lagi.

Hér er smá yfirlit yfir hvernig þeim gengur með blessaða evruna. Efnahagsleg skilyrði Maastricht samkomulagsins kveða á um verðbólgu innan 1,5% vikmarka frá þremur lægstu ríkjunum. Hér má sjá samræmda verðbólgumælingu evrópsku hagstofunnar frá aldamótum:

File:HICP all-items, annual average inflation rates, 2000-2010 (%).png

Og meðalverðbólga á evrusvæðinu yfir svipað tímabil:

Click here to see the full series 

Annað skilyrði er að ríkishalli sé almennt ekki meiri en sem næst 3%. Leiðtogar Frakklands og Þýskalands hafa jafnvel viðrað hugmyndir um valdheimildir til að framfylgja þessu skilyrði, en eins og sjá má hefur þeim sjálfum ekki gengið of vel að fylgja þessu:

Samkvæmt skilyrðinum mega skuldir ríkja ekki fara yfir 60% af VLF, en meðal þeirra sem eru búin að sprengja þakið eru Frakkland og Þýskaland:

Og meðaltal svæðisins í heild uppfyllir ekki heldur skilyrðin, hvort sem það eru evruríkin eða öll aðildarríki ESB:

Þriðja skilyrðið fjallar um fastgengisstefnu. Hér má hinsvegar sjá hvernig gengi evrunnar hefur þróast gagnvart dollar frá upphafi aldarinnar:

http://www.euro-dollar-currency.com/europic/EUR_USD_historic_exchange_rate2.jpg

Loks mega langtímavextir ekki vera meira en 2% yfir lægstu ríkjunum. Eins og hér má sjá er hinsvegar gríðarlegur munur á ávöxtunarkröfu:

Vaxtamunur er raunar orðinn meiri en fyrir daga evrunnar:

Þó að engin skilyrði séu um atvinnuleysi, þá er það víða umtalsvert:
 

Áþreifanlegt eigið fé evrópskra banka:

Stundum segja myndir meira en þúsund orð, en þessi hérna segir um það bil trilljón:

Guðmundur Ásgeirsson, 1.1.2012 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband