Credit Agricole á hausinn?

Sá kvittur hefur verið í gangi í fjármálaheiminum undanfarinn sólarhring að ástæða þess að margir af stærstu seðlabönkum heims sammæltust í gær um að ráðast í stórfellda peningaprentun, sé að þá hafi stór evrópskur banki riðað til falls. Nú hafa komið fram vísbendingar um að umræddur banki sé hvorki grískur né ítalskur heldur franskur.

Dollar Libor Market Hints 66x Leveraged Credit Agricole Was Bank X

Einnig hefur verið staðfest að stjórnendur bandaríska seðlabankans tóku ákvörðun um þetta strax á síðastliðinn mánudag, tveimur dögum áður en upplýst var um þessar fyrirætlanir.

Fed Made Decision To Bail Out Europe On Monday

Jafnframt er ýmislegt sem bendir til þess að þessum upplýsingum hafi verið lekið til innherja á Bandaríkjamarkaði strax í byrjun vikunnar.

Did The Fed Leak The European Bailout Decision On Monday Morning?

Ef einhver skyldi halda að til séu "frjálsir markaðir" þá er það tálsýn. Veruleikinn sem við búum við er að allt sem máli skiptir er miðstýrt og bókhaldið miskunnarlaust fegrað.


mbl.is Var risabanki við það að falla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Í grein eftir Nomi Prins, Guest Post: The Fed’s European “Rescue”: Another Back-Door US Bank / Goldman bailout?, segir einn:

Iceland is giving them nightmares because the people aren't asleep. We must wake up and realize that we can't remove the bankers without removing their elected servants. Both parties must be destoyed.

Við erum greinilega að gera eitthvað rétt, fyrst þessir aðilar telja okkur vera að því.

Marinó G. Njálsson, 2.12.2011 kl. 00:57

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

ÞAð versta er Marinó að það er erfitt að velta þessum flokkum úr sessi á meðan svo brjálæðislegur lýðræðishalli eða flöskuháls er innibyggt í opinbert styrkjakerfi flokkanna. Það er hreinlega séð til þess að önnur framboð komist illa eða ekki á legg. Þessa indrun verður að fjarlægja, svo allir sitji við sama borð.

Það þarf einnig að afa dýpra í og greina hverjir það eru sem styrkja flokkana. Það var aldrei gert.  Ég vil opna það allt niður til lægstu styrkja og sjá hvort eitthvað tengslanet er þar. Þ.e. að sömu aðilar séu að dreifa styrkjum á margar kennitölur til að krækja fram hjá lögum. Ég tel nokkuð víst að svo sé.

Við verðum að fara að eygja nýja valkosti í stjórnmálum og þá öfl sem hafa lýðræðið fremst. 

Það er hreint óhugnanlegt nú að heyra þann orðróm að menn ætli sér að hafa mörg ráðuneyti á sömu hendi.  Þessi samþjöppun valds er vitfirringslegt skref í átt til einræðis og getur ekki staðist neinn samanburð í lýðræðisríkjum. Fyrst var byrjað á því að sameina ráðuneytti og nú á að fara að setja sama einstakling yfir tvö eða fleiri sameinuð ráðuneyti. Er mig að dreyma þetta?

Jón Steinar Ragnarsson, 2.12.2011 kl. 05:58

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Varðandi efni greinarinnar, þá er þetta ekki ólíklegt miðað við flumbruganginn. Ég hef líka heyrt UniCredit a Ítalíu nefnt í þessu sambandi. Ef hann poppar, þá  er fátt um fína drætti. Ég hef þó þá kenningu að þessir bankar eigi að poppa eftir plani til að kveikja manssahysteríu sem fær fólk til að fallast á samrunann eða jafnvel heimta hann. Bankarnir voru einfaldlega að poppa of snemma og ekki samkvæmt handriti.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.12.2011 kl. 06:06

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er annars ágætt að droppa við hjá Max Keiser annað slagið til að fá einhverja mynd á þessa glóbalísku vítisvél sem búið er að trekkja upp.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.12.2011 kl. 06:08

5 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Um að það sé bankinn minn, Credit Agricole, sem verið hafi við að falla, hefur mér ekki tekist að finna neitt á fréttaveitum eða fjölmiðlum. Og sá vefur sem hér er vitnað í er einstaklega spekúlatífur og  ekkert á byggjandi í raun. Eru þar reyndar fyrirvarar um allt sem sagt er; ef, kannski, svo virðist o.s.frv. þótt fyrirsagnir bendi til annars. 

Hvort þessi slúðurvefur hafi rétt fyrir sér verður bara að koma í ljós, í allri hinni hörðu og gagnrýnu pressu hér í Frakklandi er ekki minnst einu orði á að franskur banki hafi verið við að falla eða sé við það. Ég sé enga ástæðu alla vega til að hlaupa út í banka og taka út mitt fé!

Ágúst Ásgeirsson, 2.12.2011 kl. 07:03

6 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Ágúst.

Ég myndi taka góðum ráðum og tæma Credit Agricole, ef þú átt ekki þeim mun meira fé á öðrum stöðum.

Þessi vefur hefur merkilega oft rétt fyrir sér, enda málið rökstutt ekki óskynsamlega í greininni.  (Höfðu til dæmis rétt fyrir sér um vandræði ítalíu og Unicredit bankans þar áður en það komst í hámæli).

Svona hlutum lætur alþjóðabankamafían ekki leka í stóru frönsku blöðin án morðs.

Jón Ásgeir Bjarnason, 2.12.2011 kl. 15:24

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

@Ágúst Ásgeirsson

Ég tók það fram í mínum texta að þetta væri orðrómur og að fram væru komnar vísbendingar. Ég vísaði svo á þær vísbendingar og á viðkomandi síðum eru þessar pælingar rökstuddar með gögnum. Þú getur verið ósammála einhverjum viðhorfum sem þar koma fram, en framsetningin og rannsóknarvinnan er hinsvegar á allt öðru og mun hærra stigi en margt sem maður sér í fjölmiðlum sem þykjast vilja láta taka sig alvarlega.

Vefurinn sem þú kallar spekúlatífan slúðurvef hefur margfalt miklu oftar reynst hafa rétt fyrir sér um alla skapaða hluti en flest það sem áróðursfæribandapressan flytur frá munninum á spilltum og/eða vanhæfum valdhöfum í eyrun og augun á fólki. Enn fremur hefur það ítrekað gerst að "spekúlatífar" greinar sem þar birtast hafi nokkrum dögum síðar birst sem "fréttir" í svokölluðum fjölmiðlum, og þannig fengist staðfest eitthvað sem áður hafði verið reynt að afneita.

Nú ég er ekki að halda því fram að allt sem þar kemur fram sé heilagur sannleikur, ekki frekar frekar en annarsstaðar. Aðeins að útskýra hvernig þessi vefsíða er mun skárri heimild eða vísbending um þróun alþjóðlegra markaða, heldur en flestir fjölmiðlar sem reknir eru í hagnaðarskyni. Það hljómar kannski fáránlega, en ef þú spáir í því er alls ekki svo. Hvenær hefur einhver sem er að reyna að græða á þér veitt ómengaðar upplýsingar eða óvilhallt álit á umfjöllunarefninu? Slíku hef ég allavega ekki reynslu af.

Ef þú veltir þessu fyrir þér í smástund hlýturðu að átta þig á því hvers vegna er skynsamlegt að fá álit frá óháðum aðila sem er ekki að reyna að græða á þér. Lesaðgangur að ZeroHedge er ókeypis, en síðan hefur aldrei þóst vera fjölmiðill og varar fólk beinlínis við því að taka mark á sér. Allir sem hafa lesið hana af einhverju viti hafa hinsvegar áttað sig á því að það er fullkomlega óhætt að taka mark á henni, varúðarskilaboðin eru þar eingöngu til að losna við kvartanir frá leiðinlegu fólki sem er einfaldlega ekki að fatta þetta.

En þú segir að þetta sé bankinn þinn... ? Samkvæmt Wikipedia er Credit Agricole í eigu 39 franskra sparisjóða. Ég dreg því þá ályktun að þú eigir innstæðu í bankanum, og að hún sé þá líklega í Evrum. Endilega leyfðu okkur að fylgjast með hvernig þér gengur með það næstu vikur og mánuði. Ég óska þér og evrunum í franska bankanum þínum alls hins besta Ágúst.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.12.2011 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband