Leiðréttingu núna!
24.11.2011 | 19:30
"Í nafni almannahagsmuna krefjumst við undirrituð almennra og réttlátra leiðréttinga á stökkbreyttum lánum heimilanna og afnáms verðtryggingar.
Hafi stjórnvöld ekki orðið við þessari kröfu fyrir 1. janúar 2012 jafngildir undirskrift mín kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um kröfugerðina."
36383 undirskriftir - smelltu hér til að taka þátt
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis samþykkti í dag að hefja undirbúning þverpólitískrar áætlunar um minnkað vægi verðtryggingar á íslenskum fjármálamarkaði. Þetta er auðvitað mikið fagnaðarefni.
En ekki gleyma því að krafan er fyrst og fremst um leiðréttingu verðbóta miðað við 4% efri mörk verðbólgumarkmiðs frá og með 1. janúar 2008. Afnám verðtryggingar er mikilvægt fyrir lántakendur framtíðarinnar, en myndi eitt og sér litlu breyta um þann forsendubrest sem hrun fjármálakerfisins olli á efnahagsreikningum heimilanna. Endurreisn byggð á óréttlæti og þjónkun við tjónvaldana, mun aldrei geta af sér samfélagslegan stöðugleika.
Boða frumvarp um minna vægi verðtryggingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Verðtrygging, Þingmál | Breytt s.d. kl. 19:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.