Mótmælafundir á Lækjartorgi og Austurvelli í dag

Laugardaginn 15. október kl. 15 er boðað til aðgerða, Tökum torgin, hér í Reykjavík.
Ætlunin er að koma saman á Lækjartorgi og láta í ljós andstöðu við fjármálavaldið og krefjast alvöru lýðræðis, eins og gert verður um allan heim þennan dag.
Samskonar aðgerðir hafa verið boðaðar í 662 borgum í 79 löndum um allan heim.
Hér á eftir fylgir í íslenskri þýðingu ákall þeirrar alheimssamstöðu sem myndast hefur á örskömmum tíma gegn fjármálavaldinu og fyrir alvöru lýðræði.

Alþjóðleg yfirlýsing

15. október — Sameinumst í baráttunni fyrir hnattrænum breytingum

Tilkynning frá 15. októberhreyfingunni – Mótmæli gegn fjármálaveldi og alvöru lýðræðis krafist í 662 borgum í 79 löndum.
Sjá vefsíðu um viðburðinn á heimsvísu.
Hinn 15. október mun almenningur um heim allan fara út á götur og torg. Frá Ameríku til Asíu, frá Afríku til Evrópu rís fólk upp til að krefjast réttar síns og alvöru lýðræðis. Tími er kominn til að við sameinumst í friðsömum mótmælum um heim allan.
Núverandi valdhafar vinna einungis í þágu örfárra og hundsa bæði vilja meirihlutans og þann fórnarkostnað sem mannfólk og umhverfi verður að bera. Þetta er óþolandi staða sem verður að taka enda.
Við munum einum rómi gefa stjórnmálamönnunum, og fjármálaelítunni sem þeir þjóna, til kynna að það er okkar, fólksins, 99 prósentanna, að ákveða okkar eigin framtíð. Við erum ekki vörur í þeirra höndum til að höndla með, né heldur í höndum bankamannanna sem eru ekki fulltrúar okkar.
Hinn 15. október ætlum við að hittast á götum úti og hefja þær hnattrænu breytingar sem við viljum sjá. Við munum mótmæla friðsamlega, ræða saman og skipuleggja okkur þar til við náum þeim fram.

Tími er kominn til að sameinast. Tími er kominn fyrir þá að hlusta.

Almenningur um allan heim, rísum upp 15. október.

15. október - We are the 99%

Á sama tíma munu Raddir fólksins standa fyrir dagskrá á Austurvelli og meðal ræðumanna verður formaður Hagsmunasamtaka Heimilanna, Andrea J Ólafsdóttir.


mbl.is Mótmælt í 951 borg í 82 löndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Bankarnir,líú og fjórflokkurinn valda því að fiskafli

Íslendinga er aðeins, ýsa 40.000 t. ufsi 50.000 t. þorskur 170.000 t.

Þarna vantar mörghundruðþúsund tonna afla, til að fiskimiðin

gefi þjóðinni þann afla sem eðlilegt er.

Krefjumst frjálsra smábátaveiða sem leysa byggða, fátæktar

og atvinnuvanda Íslendinga.

Aðalsteinn Agnarsson, 15.10.2011 kl. 13:20

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Verð með ykkur í huganum.  Áfram alþýða heimsins.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2011 kl. 13:48

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Áfram Island!!!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 15.10.2011 kl. 14:14

4 Smámynd: Vendetta

Guðmundur, fyrirsögn þín gefur þetta til kynna:

  • Mánudagur: Íslenzka ríkisstjórnin gerir ekkert. Allt dautt.
  • Þriðjudagur: Íslenzka ríkisstjórnin gerir ekkert. Allt dautt.
  • Miðvikudagur: Íslenzka ríkisstjórnin gerir ekkert. Allt dautt.
  • Fimmtudagur: Íslenzka ríkisstjórnin gerir ekkert. Allt dautt.
  • Föstudagur: Íslenzka ríkisstjórnin gerir ekkert. Allt dautt.
  • Laugardagur: Íslenzka ríkisstjórnin gerir ekkert. Allt dautt.
  • Sunnudagur: Íslenzka ríkisstjórnin gerir ekkert. Allt dautt.

O.s.frv. til eilífðarnóns. eða fram til næstu kosninga (það sem fyrr kemur).

Vendetta, 15.10.2011 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband