Icesavings höfðar mál gegn hollenska seðlabankanum
16.9.2011 | 15:00
Hagsmunahópur hollenskra innstæðueigenda sem töpuðu samtals jafnvirði fjögurra milljarða króna umfram þá tryggingu sem hollenska innlánstryggingakerfið veitti, hafa höfðað skaðabótamál gegn hollenska seðlabankanum fyrir að vanrækja eftirlitsskyldu sína þegar hann leyfði Landsbankanum að hefja þar móttöku innlána undir merkjum IceSave. Hollensku sparifjáreigendurnir gátu ekki gert sér grein fyrir raunverulegri stöðu Landsbankans fyrr en of seint, en vita nú eftir á eins og aðrir að þetta var eintóm svikamylla sem íslenska þjóðin ber ekki sök á. Fyrst að hollenski seðlabankinn sem tilheyrir seðlabankakerfi evruríkjanna lét sjálfur blekkjast, hlýtur að teljast útilokað að almenningur hafi haft nokkur tök á að vita betur, hvað þá að afstýra tjóni.
DV segir frá:
Icesavings, hópur Icesave innistæðueigenda hófu málaferli í þessari viku gegn seðlabanka Hollands, De Nederladsche Bank, fyrir skort á eftirliti með Icesave. Samkvæmt Icesavings sýndi seðlabankinn af sér mikla vanrækslu með því að tryggja ekki betra eftirlit með Icesave innistæðureikningunum.
Seðlabanki Hollands hefur haldið því fram að hann hafi verið grunlaus um slæma stöðu íslensku bankanna þegar hann heimilaði Icesave innistæðureikninga í Hollandi.
Icesaving hópurinn segir að íslenska bankakerfið hafi verið í andarslitrunum þegar Icesave hóf innreið sína til Hollands og segja bankann því hafa brugðist eftirlitsskyldu sinni.
Þeir hafa því höfðað mál gegn seðlabanka Hollands til greiðslu 25 milljón evra, en það mun vera upphæðin sem þeir töpuðu vegna Icesave reikninganna.
Meginflokkur: IceSave | Aukaflokkar: Evrópumál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:30 | Facebook
Athugasemdir
Ætli þeir hafi ekki góð rök þar sem franskir höfnuðu leyfi fyrir Icesavereikningum í sínu landi um svipað leyti?
Kolbrún Hilmars, 16.9.2011 kl. 15:11
Gott mál, það er tími til kominn að það verði dregið fram í dagsljósið ef Hollenska fjármálaeftirlitið svaf á verðinum.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 15:28
Það kæmi mér á óvart ef að norræna velferðarstjórnin tæki ekki til varna fyrir hollenska seðlabankann.
Seiken (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 19:06
Það þarf að benda SJS á þessi málaferli- þá hlítur hann að taka til varna fyrir bankann.
Eggert Guðmundsson, 16.9.2011 kl. 20:30
Ætli Steingrímur bjóðist til að borga skaðabæturnar fyrir hönd DNB?
Guðmundur Ásgeirsson, 17.9.2011 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.