Toppar vitleysuna!

Til að toppa vitleysuna í kringum þetta mál, þá komst ég því að Í DAG átti að hefjast flýtimeðferð fyrir dómstólum í áðurnefndu faðernismáli, daginn eftir að hún deyr. Og sonur hennar lést 4 dögum eftir að litla stelpan fæddist, af samskonar orsökum og líklegt þykir að hafi dregið móður hans til dauða. Líkurnar á því að þetta geti verið röð handahófskenndra tilviljana fer sífellt minnkandi! Og hvort sem rannsaka á málið sem glæp eða ekki, þá var allavega framkvæmd ítarleg "CSI-style" vettvangsrannsókn sem þýðir að lögregla hefur a.m.k. ekki enn útilokað þann möguleika að refsivert athæfi hafi átt sér stað.

Sjá nýjustu frétt ABCnews:  http://abcnews.go.com/US/wireStory?id=2862233

Og fyrri skrif mín um sama mál: http://bofs.blog.is/blog/bofs/entry/118970/ 

 

Anna Nicole Smith, hvíl í friði! Ljóst er þó að um eftirmálana mun varla ríkja friður í bráð...


mbl.is Talið hugsanlegt að dauði Anne Nicole Smith tengist lyfjaneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

já þvílík sorgarsaga! RIP Anna

aumingja litla barnið hennar á hið snarasta að fá úrskurðað úr faðerni sínu og vonandi eignast hún þá gott heimili...

halkatla, 10.2.2007 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband