Fór Ísland í stríð við geimverur?

Bloggarinn Paul Krugman hagfræðingur, segir að Ísland hafi gert rétt með því að fara óhefðbundna leið í gegnum kreppuna, í grein sem hann skrifar í tilefni af "útskrift" landsins af gjörgæsludeild Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Athyglisverðasti hlutinn af bloggfærslu hagfræðingsins er þessi hérna:

Iceland still has high unemployment and is a long way from a full recovery; but it’s no longer in crisis, it has regained access to international capital markets, and has done all that with its society intact.

Nóbelsverðlaunahafinn virðist sem sagt ekki hafa frétt af skuldavanda íslenskra heimila og þúsunda yfirvofandi uppboða, sem mörg kunna jafnvel að vera ólöglega framkvæmd.

En það er svo sem ekki við öðru að búast af manni sem nýlega hélt því fram að falsað geimverustríð væri ef til vill lausn hins alþjóðlega efnhagsvanda.

Og hélt einhver að hagfræði væri þurr og laus við sköpunargáfu?


mbl.is Krugman: Ísland gerði rétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband