Skuldatryggingarálag Íslands undir Evrópumeðaltali

Bloomberg fjallar í dag um nýlega stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands. Vitnað er í Ásgeir Jónsson fyrrum yfirmann greiningardeildar Kaupþings, sem tókst ekki að greina ástæður hrunsins fyrr en eftir á, en hann segir að þessi ákvörðun opni fyrir þann möguleika að vaxtamunaviðskipti með íslensku krónuna verði endurvakin. Síðar í greininni er reyndar áréttað að það verði ekki fyrr en gjaldeyrishöft hafa verið afnumin, jafnvel ekki fyrr en árið 2015.

Af þessu tilefni er kannski rétt að rifja upp sögulegan sjónvarpsþátt Max Keiser um íslenska efnahagsundrið, "Money Geyser", þar sem er einmitt fjallað um vaxtamunaviðskiptin fyrir hrun og ráðherrasonurinn er meðal viðmælenda:

Icelandic carry trade apocalypse redux: starring Asgeir (Oscar) Jonsson (star of our “Money Geyser” film). | Max Keiser 

Í grein Bloomberg kemur reyndar fram fleira athyglisvert, en það er samanburður á efnahagslegum mælikvörðum Íslands og annara Evrópuríkja. Samkvæmt upplýsingum frá gagnaveitunni CMA mældist skuldatryggingarálag Íslands 278 stig þann 26. ágúst þegar tilkynnt var um brottför Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Skuldatryggingarálag ríkjanna 27 í Evrópusambandinu er hinsvegar að meðaltali 345 stig, eða um fjórðungi hærra. Þar sér heldur ekki enn fyrir endann á björgunaraðgerðum með aðkomu AGS. Einnig kemur fram að útlit sé fyrir 2,9% hagvöxt á Íslandi á þessu ári og fjárlagahalla upp á 1,4% af VLF, samanborið við aðeins 2% hagvöxt og 3% hallarekstur á evrusvæðinu.

Ótrúlegt en satt, þá er samt ennþá fólk sem heldur að Ísland yrði betur sett innan evrópska myntbandalagsins þar sem allt er nú á niðurleið og sjálfur Sheikh Al Thani er mættur með fulla vasa af nýprentuðum gervipeningum til að "bjarga" grískum bönkum.

Hliðstæðurnar nú og 2008 eru æpandi.


mbl.is Jarðvegur að myndast fyrir vaxtamunarviðskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

... sem tókst ekki að greina ástæður hrunsins fyrr en eftir á ...

Hnyttileg innskotssetning sem segir allt sem segja þarf. Þetta er að öðru leyti áhugaverður pistill eins og Guðmundi er von og vísa.

Sigurdur Sigurdarson (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 16:29

2 identicon

Standard & Poor gefur 21 ESB ríki betra lánshæfismat en Íslandi, 15 þeirra nota evru. Þrjú ríki ESB fá lakari lánshæfismat en Ísland og aðeins eitt þeirra notar Evru. Svipaða sögu er að segja af einkunnargjöf Fitch þegar það kemur að lánshæfismati. 26 ESB ríki fá betri lánshæfismat en Ísland, 16 þeirra nota evru. Aðeins eitt ríki innan ESB fær lakari lánshæfismat og notar evru.

Fengið að láni héðan: http://blog.eyjan.is/bryndisisfold/

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 14:29

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ríkissjóður Íslands á semsagt erfitt með að skuldsetja sig?

Það er frábært því á meðan hækka ekki skuldirnar sem skattgreiðendur framtíðarinnar munu þurfa að borga fyrir okkur.

Ég er viss um að börnin mín munu kunna að meta það þegar þau hafa náð aldri og þroska til skilnings á slíkum málum.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.8.2011 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband