Útför Evrunnar
26.6.2011 | 14:06
Evrópuþingmaðurinn og efasemdamaðuriin Nigel Farage tók af skarið og hélt útför Evrunnar úti á götu í Brüssel á föstudaginn.
Fjármálaráðherra Þýskalands segir að aðildarríki evrusvæðins búi sig nú undir það versta í tengslum við skuldavanda Grikkja, og muni spjara sig takist ekki að afstýra greiðslufalli gríska ríkisins.
Áður hafði fulltrúi í framkvæmdastjórn ESB sagt að ekki væri til nein varaáætlun.
Breska fjármálaráðuneytið undirbýr sig fyrir að evrusvæðið sundrist.
Fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands fullyrðir að það muni gerast.
Greiningardeildir spá því að haustið 2008 muni blikna í samanburði.
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna hefur af þessu miklar áhyggjur.
Engar fréttir hafa borist af undirbúningi íslenskra stjórnvalda.
Ætli Össur sé ennþá að sækjast eftir þáttöku í gjaldþrotinu?
Fari Grikkir í greiðslufall mun Evrópa spjara sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:16 | Facebook
Athugasemdir
Bla bla bla frétt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.6.2011 kl. 16:59
Heill og sæll Guðmundur; sem og aðrir gestir þínir !
Þakka þér fyrir; þessa stuttu grein - sem tilvísanir, allar.
Ómar Bjarki !
Þurfið þið; skrifræðis Nazistarnir (fylgjendur ESB; Fjórða ríkis Þjóð verja) ekki að fara að gera ykkur ljóst, að mögulega er óskapnaðurinn - sem leysa átti af Hólmi, hið Þriðja ríki (1933 - 1945), að renna sitt skeið ?
Og; margfaldlega Ómar minn. Farið hefir; fé betra, svo sem.
Gott var jafnframt; að losna við Sovét skrímslið, á sínum tíma - ekki væri lakara, að losna við Brussel ófögnuðinn, einnig, ágæti drengur.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 17:23
Takk kærlega Guðmundur fyrir þetta.
Nú fer að koma að erfidrykkjunni og síðan er það kannski rannsóknarrétturinn - í eftirrétt.
Gunnar Rögnvaldsson, 26.6.2011 kl. 18:02
,,.. að mögulega er óskapnaðurinn (...) að renna sitt skeið ?"
,,Samdráttur í framleiðslu stofnar Sameiginlega markaðnum í voða.
Atvinnuleysi, offramleiðsla og undirboð þjaka afvinnulif og viðskipti i löndum Vestur-Evrópu.
Allsherjarverkfallið í kolanámuhéruðum Belgíu, þar sem verkamenn hafa risið upp gegn stefnu yfirstjórnar Kola og stálsamsteypu Vestur-Evrópu, hefur orðið til þess að beina athygli manna að því að vaxandi árekstra gætir ekki aðeins innan samsteypunnar heldur einnig innan sameiginlega markaðarins, sem komið var á um síðustu áramót.
...
Unndirrót erfiðleikanna er að síðasta ár og einkum þó síðustu mánuði hefur iðnaðarframleiðsla dregizt saman í flestum rííkjum Vestur-Evrópu og atvinnuleysi aukizt. Öflugri ríkin í samsteypunni og sameiginlega markaðinum leitast við að losa sig úr erfiðíeikunum á kostnað þeirra máttarminni...
...
Blaðið Combat, eitt af stuðningsblöðum núverandi ríkisstjórnar í París, segir í forustugrein um málið: „Einum 48 dögum eftir að sameiginlegi markaðurinn var settur á laggirnar í Vestur-Evrópu, virðast vera komnar sprungur í klettinn sem átti að vera grundvöllur þeirrar stofnunar". Ef ekki verður skjótt að gert og deilumálin jöfnuð, getur brátt komið til vandræðaástands innan Kola og stálsamsteypunnar, segir blaðið.
Bent er á það I greininni, að ískyggilega horfi fyrir atvinnulífi Vestur-Evrópu sem stendur..."
(Þjóðviljinn, 24.feb. 1959 bls 5)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.6.2011 kl. 18:15
Takk fyrir þetta Guðmundur.
Sumir ESB trúboðarnir eins og Ómar Bjarki eiga erfitt með að taka svona táknrænum fréttum.
Nigel Farage er frábær mælsku snillingur og rassskellir ESB Elítuna reglulega og oftast daglega og oft í beinni útsendingu.
Þeim stafar stöðug ógn af Nigel. Hræðslan skín úr andlitum þeirra, silkihúfanna Mr Barrasso og forsetanefnunni Von Roumpey þegar hann byrjar að fara yfir afrekaskrána þeirra sem er öll öfugu megin í kladdann !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 19:27
Komið þið sælir; enn !
Velti enn fyrir mér; hverra beinna persónulegra hagsmuna, Nazisti pappíra frumskóga Brussel - hinn ESB bljúgi Ómar Bjarki Kristjánsson eigi að verja, eins og líf hans ætti að leysa.
Ertu kannski launaður; af þeim Barrosó Portúgalska - eða ertu ofsa trúarmaður, að hætti Grátmúrs Gyðinga, suður í Jerúsalem, Ómar minn ?
Reyndu; að gefa skýr svör, þar um, án útúrsnúninga - eða frekara fimbulfambs, dreng stauli.
Með; sízt lakari kveðjum - en þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 21:46
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir sem sakna ESB er bent á minningasjóð Össurar Skarphéðinssonar..
Vilhjálmur Stefánsson, 26.6.2011 kl. 22:45
Nigel Farage er hreint frábær. Alltaf gaman að horfa á vin hans Rompuy á Brusselþinginu undir þrumuræðunum :) Ég tók eftir því í þessu YouTubemyndbandi að Farage sagði í viðtalinu "...like the Icelandic people did..." Ætli Farage sé til í að gerast okkar næsti utanríkisráðherra?
Einhvers staðar las ég að Ómar Bjarki væri sérviskur afdala austfirðingur (svona eins og Bjartur vinur vor frá Sumarhúsum) - en það má vel vera að ég fari nafnavillt og það sé hinn ESB-aðdáandinn. Ekki þó Jón Frímann - hann er alveg spes tilfelli.
Kolbrún Hilmars, 26.6.2011 kl. 23:01
,,hverra beinna persónulegra hagsmuna"
Öngva nema þá að Ísland á að taka þátt í samstarfi evrópskra lýðræðisríkja og láta þar rödd sína heyrast um mál er landið helst varða. O.þ.a.l. nýta sér rétt sinn og standa í lappirnar sem fullvalda ríki. Allt og sumt.
Nú, er ofannefnt hefur gengið í gegn - mun það að sjálfsöðgu nýtast og hagnast öllum innbyggjurum sem verða orðnir fullgildir EU borgarar.
Og ef einhver kemur þá með eitthvað hérna sko: ,,þjóðleg gildi" og ,,Einar þveræingur" etc. - þá segi ég einfaldlega: Fokk this þjóðeg gildi en með ræðu Einars þveræings sem Snorri skáldaði upp á einhverju fylleríi í útí Nojaralandi - þá er það ágætis litteratúr og ber að höndla sem slíkt.
Ps. Enn bætist við þessar framhalds bla bla fréttir LÍÚ-Mogga. Nú er George Soros komin sem skrautfjöður í ykkar hatt. Haha George Soros.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.6.2011 kl. 23:06
Og ps.ps. fyndið að sjá ykkur dást af hægri öfgamanninum og rasistanum þessum nigel farange - eða kannski er það engin tilviljun. Hugsa ekki bara.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.6.2011 kl. 23:46
Soros er nú að taka málstað þinn og mæla fyrir draumnum. Hann segir eina leið til að Evran gangi upp: Ein Reich, ein volk ein Furhrer. Ástæðan fyrir að þeir þora ekki að presentera þetta plan er náttúrlega sú að það er allt of afhjúpandi fyrir hin upphaflegu markmið.
Sé ekki að þetta skipti þig annars máli þarna austur í útnára, þar sem þú býrð eins og Gísli á uppsölum.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.6.2011 kl. 00:06
Það er ekki til EU borgari Ómar Bjarki! Að ganga inn í esb-bræðsluofninn er Valdaframsal þjóðríkis.
Við sjáum hvað esb gerði varðandi stríðið á Balkanskaga EKKERT! Og þjóðernishreinsanir Serba í Kosovo, þessi fífl í esb lokaði bara augunum! Það var ekki fyrr en Bill Clinton forseti Bandaríkjanna tók af skarið að fíflin í esb fóru að gera eitthvað.
Þjóðernishreinsanir Serba í Kosovo er einhver versti glæpur í Evrópu frá seinni heimstyrjöldinni - og esb fannst þetta bara allt í lagi! Þetta er esb rétt lýst það vill fá peninga frá þér og vald yfir auðlindum og annað ekki.
Ómar Gíslason, 27.6.2011 kl. 00:11
Komið þið sæl; sem fyrr !
Ómar Bjarki !
Þú ert nú; meiri Andskotans öfugmæla kvisturinn - og leiðinlegir eru, áframhaldandi útúrsnúningar þínir, sem fyrr.
Ísland er; NORÐUR- AMERÍKURÍKI, hafi það vafizt fyrir þér - ekki Evrópu útnárans, dreng tetur.
Hvergi; mun ég minnast á - þjóðleg gildi / Einar Þveræing né aðra, því vaxandi vafi leikur á, meðal þjóða veraldar, hvort Íslendingar geti, yfirhöfuð talist sjálfstæð þjóð - eða; siðmmenntaðir almennt, verandi með þessi hræ, sem Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir eru, á tróninum, yfirleitt.
Þannig að; þú ættir bara að hætta, að geifla þig frekar, til dýrðar Ev rópsku sukkurunum, suður á Brussel völlum, Ómar minn.
Farðu svo; að koma þér í Kaliforníu sólskinið, úr innilokunarkennd Austfjarða þokunnar, Ómar minn Bjarki.
Hefðir gott af, að kynnast Kyrrahafs loftslaginu um tíma, drengur.
Gætir læknast; á einfaldan máta, af Evrópu menguninni, Ómar minn.
Með; ekkert lakari kveðjum - en þeim öðrum fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 01:33
Öngva nema þá að Ísland á að taka þátt í samstarfi evrópskra lýðræðisríkja og láta þar rödd sína heyrast um mál er landið helst varða.
Öööhh.... síðast þegar ég vissi þá er Ísland í Sameinuðu Þjóðunum, bauð sig meira að segja fram til æðstu metorða þar nýlega ef ég man rétt. Þar eru hátt í tvöhundruð ríki, þar af öll Evrópuríkin og fjölmörg lýðræðisríki að auki, og þar fær "rödd Íslands að heyrast". Eða hvað?
Nú er ég hvorki að segja að SÞ sé betri eða verri stofnun heldur en ESB, bæði hafa sína kosti og galla. En að vilja loka sig af í samstarfi með 27 þessara ríkja og taka þau fram yfir hin, er bæði elítismi og einangrunarhyggja.
Óskar Helgi: Mæltu heill. Norskir landnámsmenn fundu í raun og veru Ameríku í kringum 870 er þeir settust að á Íslandi, sá fyrsti í Reykjavík ef eitthvað er að marka þær sögur. Sjálfur er ég fæddur, uppalinn og búsettur vestan flekaskila, í Norður-Ameríku. Það er samt alveg fínt í Evrópu og mér finnst gaman að koma þangað t.d. þegar ég heimsæki vinafólk í Hveragerði. ;)
Guðmundur Ásgeirsson, 27.6.2011 kl. 02:25
Guðmundur, Ingólfur o.fl. vissu auðvitað ekki að þeir hefðu fundið "Ameríku", þegar þeir settust að við Faxaflóa. Leifur Eiríksson vissi heldur ekki að hann hefði "fundið nýja heimsálfu" á 11. öld, því að norrænir menn héldu að austurströnd N-Ameríku væri bara framhald af Evrópu, að álfurnar tengdust norður yfir (yfir norðurpólinn). Þess vegna voru þeir ekki að gera neitt veður út af því.
En eitt er víst, að víkingarnir komu betur fram við amerísku frumbyggjana heldur en bæði Los Conquistadores og innflytjendurnir frá Bretlandseyjum (og indíánarnir lumbruðu örugglega ekki á víkingunum, sem höfðu engan áhuga á að eignast land indíánanna, en sóttust eftir viðskiptum og veiðiheimildum).
Ef það er eitthvað sem við getum verið stolt af, þá er það þetta.
Vendetta, 27.6.2011 kl. 03:06
Yfirþjóðernishyggjan, skæðasta vitfirring allrar þjóðernishyggju hefur heltekið Ómar þarna í þokunni á útnesjum. Ein reich, ein volk, ein fuhrer...dugir ekki minna til að bjarga einverudraumnum hans. Kannski hann ætti að koma sér út á meðal fólks og sjá að á Íslandi blómstrar frjáls menning fremri allri skrifræðisvitfirringu þessa einangrunarklúbbs ESB.
Yfir-þjóðernishyggja...taktu eftir. Þjóðernishyggja Sovétmanna, Hitlers, Maó og fleiri framfaralauka mannkynssögunnar. Hér er hún meira að segja spyrt við öfgafrjálshyggju og alger yfirráð banka og fjármagnseigenda. Ef þú sér þetta ekki Ómar minn, þá getur þú ekki lagt saman 2+2.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.6.2011 kl. 03:13
þessi orð "Fari Grikkland í greiðslufall muni evrópa spjara sig" er bara lýsandi dæmi um þetta blessaða (langar að segja helvítis) ESB segir allt sem segja þarf. þetta er eins og að segja, já drullið ykkur bara út Grikkir, étið það sem úti frýs. Ef einhverntíma ég var á móti þessu þá þarf ekkert að sannfæra mig meira. ESB - nei takk.
Þórarinn Snorrason, 28.6.2011 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.