Úps, 911 milljarða grísk skekkja

Fulltrúar IMF/ESB/ECB hafa uppgötvað gat í efnahagsáætlun grískra stjórnvalda upp á jafnvirði 911 milljarða króna. Samþykkt efnahagsáætlunarinnar er forsenda afgreiðslu á næsta hluta neyðarlána til að borga upp skuldir Grikklands við evrópska banka að jafnvirði tuttugu og fimm þúsund milljarða króna. Þetta þýðir að niðurskurðurinn sem gríska þingið þarf að samþykkja eftir helgi svo að áætlunin gangi upp þarf að vera 20% meiri en áður var talið að myndi duga.

Þetta allt saman mun þó ekki duga til lengdar þrátt fyrir að til séu nægar birgðir af táragasi til koma þessu í gegnum gríska þingið. Þessu til viðbótar þarf nefnilega sextán þúsund milljarða lánveitingu að auki sem þarf að afgreiða fyrir 8. júlí næstkomandi. Takist það ekki er evrópska myntbandalagið búið að vera.

http://tilveran-i-esb.blog.is/users/24/tilveran-i-esb/img/titel.jpg

Eins og komið hefur fram þá er ekkert í boði fyrir Grikkland annað en að framlengja yfirdráttinn. Miðstýringarvaldið í Brüssel og Frankfürt er svo sannfært um ágæti eigin aðgerða að þar er talið ástæðulaust að undirbúa einhverjar varaáætlanir ef eitthvað skyldi út af bregða á síðari stigum áætlunarinnar. Hversu langt slíkar sjónhverfingar duga á eftir að koma í ljós. Það er varla hægt að draga endalausar kanínur úr sama hattinum.

Á sama tíma viðrar fyrrum leiðtogi breska verkamannaflokksins og stríðsglæpamaðurinn Tony Blair þá vitfirrtu hugmynd að Bretland gerist aðili að þessu myntbandalagi hópgjaldþroti. Þess má geta að breski verkamannaflokkurinn á sér systurflokk á Íslandi.


mbl.is Gríska fjárlagagatið stækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Það er ekkert að marka dómgreind þeirra sem styðja Verkamannaflokkinn og Samfylkinguna. Þetta eru sósíaldemókratar og lifa í þeirra sannfæringu um að yfirvald sé gott og yfirþjóðlegt yfirvald sé ennþá betra, sama hversu margir ókostirnir eru.

Bæði Labour og Alþýðuflokkurinn voru einu sinni verkamannaflokkar. En það er víst meira en 30 ár síðan.

Vendetta, 24.6.2011 kl. 19:31

2 Smámynd: Vendetta

Í dag skrifaði átrúnaðargoð íslenzkra ESB-sinna, Uffe Elleman-Jensen þetta blogg í Berlingske. Í færslu hans kemur fátt á óvart. Viðhorf hans er það sama og Junckers: Að pissa í skóna aftur og aftur, og þegar hlandlyktin verður of mikil, þá á að nota lyktareyði. Allt nema varanlega lausn: Að leggja evruna á hilluna og stöðva samrunann.

Elleman-Jensen hrósar Papandreos í hástert og skrifar að gríska stjórnarandstaðan sé skúrkurinn í öllu saman. Að lesa þessa vellu er átakanlegt og þegar fitan í færslu Elleman-Jensens hefur verið skorin burt, þá stendur þessi klausa eftir:

En ting er dog sikker: EU kan ikke tillade den fælles valuta at gå i opløsning på grund af Grækenland. Og EU kan ikke lade grækerne sejle deres egen sø – selv om mange vælgere i de lande, der vånder sig over regningen fra den græske krise ønsker det – for vi kan ikke se det græske demokrati bryde sammen, med risiko for et nyt oberst-styre med fangelejre osv. på de græske øer… Det ville rokke ved hele grundtanken i den europæiske integration."

Ef Uffe Elleman-Jensen hefði verið farþegi á Titanic, þá hefði hann lagt til að farþegar í björgunarbátunum styngdu sér til sunds, syntu til botns og byrjuðu að ausa. Í staðinn fyrir að sjá til þess að skipið hefði verið byggt almennilega til að byrja með.

En Uffe skrifar líka þessi sannleikskorn: "Den græske krise er strukturel. Derfor kan den ikke løses med nok så mange nye kreditter, og nok så mange nye vedtagelser om besparelser i de offentlige udgifter. Det er ikke lykkedes at skabe en normalt fungerende europæisk nationalstat i Grækenland. Ingen ved rigtigt, hvor mange offentligt ansatte, der er i landet – og skatteunddragelse og kapitalflugt gør det ret umuligt at få styr på statsfinanserne. Alligevel fik Grækenland lov til at indtræde i Euro-samarbejdet for en halv snes år siden – af rent politiske grunde. EU-partnerne stolede på, at det kunne hjælpe Grækenland i gang med politiske og økonomiske reformer at komme ind under den disciplin, der var aftalt. Men aftalerne blev ikke holdt – der blev rent ud sagt fusket med tallene – og man lukkede øjnene for det i resten af EU, samtidig med, at banker og forsikringsselskaber opkøbte græske statsobligationer til stadigt lavere kurser."

Vendetta, 24.6.2011 kl. 20:38

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu afhverju redda Grikkir þessu bara ekki sjálfir ef að vonda ESB og IMF eru svona vitlaus? Og merkilegt að sofnun sem 27 ríki standa að (ESB) og stofnun sem á annaðhundrað ríkja reka (IMF) skuli ennþá vera til ef allt sem þær gera er svona vitlaust. Og enn vitlausara að Grikkir, við og fleiri skulum leita eftir aðstoð frá þeim ef þær gera ekkert nema vitleysur. Bendi á að nær allar þjóðir í Evrópu sem uppfylla skylyrði um inngöngu í ESB eru þar nú þegar eða hafa sýnt því áhuga. Noregur hefur jú 4 sinnum sótt um það. Sviss á umsókn sem er reyndar í frosti nú. Aðrar þjóðir sem ekki eru í ESB eru örríki eða uppfylla ekki lágmarkskröfur um aðildarviðræður. Grikkland getur ekki borgað skuldir sínar þar sem að þar eru mjög lágir skattar, mikil skattsvik. Bent á að ef að Grikkir borguðu þó ekki værii nema helming af sköttum sem önnur Evrópuríki greiða þá hefðu þeir meira milli handana nú en sem nemur öllum neyðarlánum sem þeim hefur verið lofað. Þeir hafa eins og við fjármagnað sig með miklum lántökum í stað þess að taka til hjá sér. Og nú eru menn að kenna ESB um stöðuna þar. Ef svo væri þá væru sömu vandamál um allt ESB. Það er óvart þannig að hvert ríki er ábyrgt fyrir sínum rekstri. Það er ekki fyrr en í harðbakkan slær sem að lánveitendur gera til þeirra kröfu um þeir sýni fram á að lán sem þeir taka geti þeir greitt til baka. Sbr. kröfur sem gerðar eru til okkar af nágranalöndum okkar fyrir lánum frá þeim.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.6.2011 kl. 22:59

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vá! 

(Magnús er yfirþroskaþjálfi hjá Reykjvíkurborg. Yfirþroska...NB.)

Jón Steinar Ragnarsson, 25.6.2011 kl. 02:11

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ástæðan fyrir að verkamannaflokkurinn fékk tilvistarleyfi á heimsvísu, var að einokunar-valdhafar sviku þá sem minnst máttu sín í lífsbaráttunni á þessari jörð.

Stríðið snýst um að allir heimsbúar hafi aðgang að réttmætum jarðargæðunum á réttlátan hátt, til að almenningur heimsins lifi af á heiðarlegan hátt!

Þetta er flókið verkefni fyrir almenning heimsins! En það verður að leysa þetta verkefni á réttlátan hátt.

Réttlát heimssýn er lífs-nauðsynleg!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.6.2011 kl. 12:03

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Uffe Elleman Jensen er ágætis persóna, en er einn af þeim sem hefur verið blekktur inn í svikamyllu heimsmafíunnar! Ég finn til með þessum manni, og öllum öðrum sem hafa verið blekktir af heimsmafíunni svikulu.

Útgönguleiðin frá heims-svikamyllunni er ekki auðveld fyrir hann, né aðra blekkta menn, því útgönguleiðin er ekki viðurkennd og samþykkt af heimsmafíu-dómskerfinu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.6.2011 kl. 12:27

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og nú eru menn að kenna ESB um stöðuna þar.

Hinn ágæti Magnús Helgi virðist misskilja eins og stundum áður. Ég er alls ekki að halda því fram að vandræði Grikklands séu alfarið ESB að kenna. Auðvitað eru það fyrst og fremst Grikkir sjálfir (svikulir stjórnmálamenn þeirra en ekki almenningur) sem bera ábyrgð á þeirri stöðu sem landið er í.

Þau "úrræði" sem Brüsselvaldið þvingar niður í kokið á grískum skattgreiðendum eru hinsvegar ekki til að hjálpa. Það hefði verið langbest ef þeir hefðu fengið að fara á hausinn í fyrra eins og þurfti að gerast. Þeim var hinsvegar ekki leyft það vegna þess að þá hefði orðið úti um drauminn um sameinaða evrópska mynt undir sameiginlegu fjármálaráðuneyti og miðstýrðu skattlagningarvaldi.

Til að varðveita þessa hugmynd hafa evrókratar grípa til slíkra öfga í málflutningi sínum að það vekur ugg. Það er engin önnur leið fyrir Grikkland segja þeir, og það er ekki til nein varaáætlun, ef björgunarleiðangurinn heppnast ekki þá bókstaflega springur myntbandalagið. Smitáhrifin sem nú eru þegar farin að segja til sín, myndu þá breiðast hratt út um alla álfunna þannig að haustið 2008 yrði eins og barnaleikur í samanburði. Og þetta er bara Grikkland sem við erum að tala um, en þá á alveg eftir að taka með í dæmið þann vanda sem steðjar að Portúgal, Spáni, Ítalíu, Belgíu o.fl.

Ég get hinsvegar vel tekið undir með Magga í ákveðnum atriðum:

Og enn vitlausara að Grikkir, við og fleiri skulum leita eftir aðstoð frá þeim ef þær gera ekkert nema vitleysur.

Á Íslandi eru til stjórnmálaöfl sem hafa það meginmarkmið að stýra löskuðu íslensku efnahagslífi inn á þetta efnahagslega jarðsprengjusvæði. Sem hefur enga varaáætlun... Hvað er það eiginlega???!!!11one

Þeir hafa eins og við fjármagnað sig með miklum lántökum í stað þess að taka til hjá sér.

Það ætti auðvitað engu ríki að leyfast að skuldsetja sig í mynt sem það gefur ekki út sjálft. Og í raun ekki að skuldsetja sig yfir höfuð. Það er engin skynsamleg ástæða til þess, og þegar það er gert er það oftast til að borga fyrir einhver vinsældavæn verkefni stjórnmálamanna sem hugsa aðeins til fjögurra ára í senn á meðan komandi kynslóðir þurfa að borga brúsann.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.6.2011 kl. 13:14

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðmundur. Takk fyrir skýran og sannan pistil. Við Íslendingar verðum hreinlega að átta okkur á blekkingunni sem fylgir ESB-"lausninni" út úr okkar heimatilbúna vanda.

Þetta er svo alvarlegt mál, að það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum staðreyndum, og afleiðingunum af því að ganga í ESB. Við munum ekki sleppa við heimavinnuna, eins og sumir virðast halda. Evran er tálbeitan sem öllu á að redda? En hvernig?

Margt fólk gerir sér ekki grein fyrir hættunni sem fylgir ESB-aðild, og það er ógnvekjandi. Það verður hvert land/þjóð að bera ábyrgð á sínum fjármálum. ESB tekur ekki ábyrgð á fjármálarugli einstakra þjóða!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.6.2011 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband