WWIII: Assangination of DSK
18.5.2011 | 16:10
Mikið fár hefur skapast í kringum handtöku yfirmanns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn. Æsifréttamennskan í kringum þetta sjónarspil einblínir aðeins á þetta sem kynlífshneyksli og hið meinta afbrot sem slíkt, en hunsar algjörlega hið víðara samhengi atburðanna. Það sem meira er, á meðan fárið stendur yfir er hætt við að aðrar og hugsanlega mikilvægari fréttir falli í skuggann. Tók til dæmis einhver eftir innrás Bandaríkjanna í Pakistan í gær? Man einhver eftir Obama/Osama aftökunni fyrir viku síðan, eða banatilræðinu við Gaddafi daginn áður, eða falsaða fæðingarvottorðinu sem var birt daginn þar áður? Nei, ég hélt ekki.
Komið hefur í ljós að svo virðist sem pólitískir andstæðingar DSK heima í Frakklandi hafi haft vitneskju um handtökuna áður en fjölmiðlar skýrðu frá henni. Bandamenn hans og eiginkona hans eru vantrúuð á ásakanirnar og hafa látið í ljós grunsemdir um að þetta sé liður í einhverskonar ráðabruggi. Breska ríkisútvarpið skýrir frá því að í nýrri skoðanakönnun taki 57% Frakka undir þetta álit. Jeffrey Shapiro, lögmaður ákærandans, vísar þessu á bug og segir hótelþernuna einfaldlega vera fórnarlamb ofbeldis. Nú er ekki nokkur leið fyrir okkur sem heima sitjum að reyna að taka afstöðu með eða á móti í þessu máli og best að fara varlega í það því kynferðisbrot eru háalvarlegt mál. Það sem er hinsvegar augljóst að þetta er fullkomið tækifæri fyrir þá sem vilja standa fyrir fjölmiðlaspuna, fátt sogar til sín meiri athygli en kynlífshneyksli á æðstu stigum. Eins og til að toppa sirkusinn þá hefur frönsk blaðakona lagt fam kæru á hendur DSK fyrir að hafa ráðist á sig árið 2002, en sú mun vera guðdóttir þáverandi eiginkonu hans.
Orð dagsins: Assangination.
Það fyrsta sem flaug mér í hug þegar ég sá fréttina af handtöku DSK var: Hvað á nú að fela? Það næsta: Hver tekur nú við stjórn IMF? Komið hefur á daginn að það mun fyrst um sinn verða John Lipsky, fyrrum aðalhagfræðingur JPMorgan og áður efnahagsböðull IMF í Chile á hápunkti valdatíðar Pinochet. Það sem er athugunarvert við þetta er að þá flyst stjórn sjóðsins úr höndum Evrópumanns yfir til Bandaríkjamanns. Angela Merkel, kanslari Þýskalands hefur lýst því yfir að hún vilji að sjóðnum verði áfram stjórnað af Evrópumanni. Timothy Geithner fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur hinsvegar þrýst á um afsögn DSK því hann sé ófær um að stjórna sjóðnum undir þessum kringumstæðum. Ef eitthvað ráðabrugg er á ferðinni er ekki ólíklegt að það sé liður í valdabrölti á milli Ameríku og Evrópu.
Það voru jú einmitt bandarísk stjórnvöld sem stóðu fyrir handtökunni. Hórkarlinn DSK hefur ítrekað gerst sekur um allskyns viðbjóð en ávallt getað komist upp með það í skjóli peninga og áhrifa sinna. Í þetta sinn var það hinsvegar ekki leyft og þá hlýtur maður að spyrja sig hvers vegna ekki? Þegar reynt er að rýna í dulin orsakatengsl þá er oft gagnlegt að skoða tímasetningar sérstaklega. Fréttin af handtökunni komst í fjölmiðlana að kvöldi og aðfaranótt sunnudagsins 15. maí. Það er merkilegt út af fyrir sig hversu stóratburðir í fjármálalífinu eru orðnir algengir um helgar, þegar fjármálamarkaðir eru vanalega lokaðir. Tilgangurinn með því að tímasetja þá þannig er auðvitað að hafa meiri tíma til undirbúnings og að geta haft áhrif á fjölmiðlaumfjöllun áður en markaðir opna að nýju.
En hvaða atburðir voru á sjóndeildarhringnum síðastliðna helgi? Jú, þegar DSK var handtekinn var hann á leiðinni á mikilvægan fund með Angelu Merkel til að ræða um næstu skref í aðgerðum vegna skuldsettra Evruríkja. Fljótlega í kjölfar handtökunnar vöknuðu áhyggjur af framgangi þessara aðgerða og Evran féll eins og steinn við opnun markaða. Við skulum svo skoða hvaða skref hafa verið tekin í fjarveru DSK: Fjármálaráðherrar ESB lýstu yfir stuðningi við neyðarlán til Portúgals, næsta útborgun neyðarlánveitingar til Írlands var samþykkt, og hugmyndir um endurskipulagningu skulda Grikklands (á kostnað kröfuhafa) komust í hámæli.
Nei, svo virðist sem fjarvera höfðingjans hafi ekki staðið framgangi sameiginlegrar efnahagsáætlunar ESB og AGS fyrir þrifum. En hvaða fleiri stóratburðir hafa orðið sem kynnu að hafa falið í skuggann af handtökunni? Jú viti menn, Bandaríkin breyttust í Grikkland: Treasury to tap pensions to help fund government
Mánudaginn 16. maí gerðist nefninlega sá fáheyrði atburður að bandarísk yfirvöld rákust upp undir svokallað "skuldaþak" sem eru skilgreindar lántökuheimildir á fjárlögum. Án samstöðu í þinginu um hækkun skuldaþaksins (samþykkt fjáraukalaga) getur alríkið ekki lengur fjármagnað þann hallarekstur sem verið hefur viðvarandi og vaxandi. Reyndar hefur fyrir löngu síðan verið sýnt fram á að það er einfaldlega stærðfræðilega ómögulegt að hægt verði að endurgreiða þessar skuldir, en það hefur ekki skipt þingheim neinu máli heldur hafa menn bara skellt vökvatjökkum á skuldaþakið og lyft því sífellt hærra upp í skýjaborgir óraunveruleikans.
Svartálfurinn og CFR grúppían Timmy Geithner er búinn að finna upp á snjallræðis bókaldsbrellu til að koma í veg fyrir formlegt greiðsluþrot bandaríkjastjórnar. Hann ætlar einfaldlega að stöðva "tímabundið" inngreiðslur í lífeyrissjóð ríkisstarfsmanna, og mun það líklega duga til að þreyja þorrann fram til 2. ágúst. Náist ekki samstaða um frekari skuldsetningu (sem þegar nemur meira en 5 milljón ISK pr. íbúa) þá er hætt við að "tímabundið" muni breytast í "varanlegt" og "víðtækara", enda er þetta í raun ekkert frábrugðið því að taka yfirdrátt á yfirdráttinn. Svo er annað vandamál að finna kaupendur að þessum ríkisskuldabréfum. Kína sem er stærsti kaupandinn hefur lýst því yfir að það sé hætt frekari kaupum og muni hefja sölu á allt að 2/3 af sinni eign á næstunni. Nú er svo komið að Seðlabanki Bandaríkjanna (Federal Reserve) er orðinn stærsti kaupandinn, keypti um 80% útgefinna skulda í fyrra. Já þetta er nákvæmlega ekkert annað en seðlaprentun og nei þetta er ekki Zimbabwe heldur Bandaríkin.
Eins merkilegt og það kann að virðast sendi Gideon Gono hinn alræmdi seðlabankastjóri Zimbabwe frá sér tilkynningu um helgina þar sem hann sagði að dagar bandaríkjadals væru taldir sem alþjóðlegs gjaldmiðils, og að í athugun væri að innleiða gulltryggðan gjaldmiðil í Zimbabwe. Slíkur gjaldmiðill yrði gjaldgengur allsstaðar ef nægar gullbirgðir væru á bak við hann, og nú vill svo til að í Zimbabwe eiga þeir nóg af málminum góða. Ekki verða hissa ef á næstunni berast fréttir um að Al-Qaeda hafi uppgötvast í Zimbabwe... það væri fullkomin átylla fyrir innrás sem myndi stemma stigu við þessari "ósvífnu aðför" að veldi pappírsdollarans. Annar sannur óvinur bandarískrar gjaldmiðilsdrottnunar, forseti Írans hélt ávarp í síðustu viku þar sem hann jafnaði þeim græna við gúmmítékka og sagði notkun hans í alþjóðaviðskiptum leggja ósanngjarnar byrðar á önnur lönd.
Það er ljóst að við stöndum frammi fyrir að minnsta kosti efnahagslegri styrjöld ef ekki hreinlega fullkomnum ófriði. Skærurnar fara ekki aðeins fram með byssum og sprengjum heldur einnig óhefðbundnari vopnum á borð við gjaldmiðla, alþjóðastofnanir, viðskipti, lagaklæki, fjölmiðla, hryðjuverk og hvaðeina sem klekkir á andstæðingnum. Þessi nýja tegund af stríði var einmitt efni bókar sem tveir ofurstar í kínverska alþýðuhernum skrifuðu árið 1999: Unrestricted Warfare eða Hernaður án takmarkana. Við skulum ekki velkjast í vafa um að þessir nýjustu atburðir eru aðeins stigmögnun þeirrar atburðarásar sem síðar verður þekkt sem þriðja heimsstyrjöldin. En hvort DSK muni fá svipað vægi í sögunni og Franz Ferdinand getur tíminn einn leitt í ljós.
Þekkti ekki Strauss-Kahn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Öryggis- og alþjóðamál | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Viðskipti og fjármál | Breytt 19.5.2011 kl. 02:29 | Facebook
Athugasemdir
Urestricted Warfare Pdf.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.5.2011 kl. 19:11
Hann var örugglega 'settur upp', en maður getur bara ekki varið IMF durga :P
Flott samantekt hjá þér Guðmundur
Gullvagninn (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 21:53
Jón Steinar, kíktu á viðhengið sem ég var að bæta við.
Alveg rétt Gullvagn, það er erfitt að bera blak af þessum hórkarli.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.5.2011 kl. 02:31
Er búinn að hlaða þessu niður og er að lesa. Fátt nýtt í þessu fyrir mér því ég las viðtal við Kínverskan rá'amann fyrir einhverjum áratugum, sem lagði þetta einmitt svona upp. Þeir eru búnir að vera að heija þetta stríð lengi enda sagði Maó að byltingintæki ekki nema þúsund ár eða svo. Þeim liggur ekkert á.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.5.2011 kl. 11:14
Neyslubrjálæðið verður kananum að falli fyrr en síðar og þeir ná ekki að stoppa það. Þetta vita Kínverjar.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.5.2011 kl. 11:17
Jón Steinar, svona tala menn sem aldrei hafa farið til Kína og dvalist þar. Kína er meira ameríkuvætt, en allar aðrar þjóðir heims. Þessar hugmyndir ykkar eru algjörlega út í hött ... því miður.
Bandaríkin, Kína, Rússland, Bretland, Indland, Tyrkland, Israel eru öll á sama báti. Þeirra á meðal, er kanski spurningin um skipulag ... en ekki um það hver óvinurinn sé.
Bandaríkin og Kína, eru að fara í stríð við Evrópu ... og þetta "Unrestricted Warfare" er akkúrat það sem verið er að gera GEGN Evrópu.
Þú getur ALDREI sett Bandaríkin á hausinn, af mörgum mismunandi ástæðum. Kína, eru "nútíma þrælar" Bandaríkjanna og hjálparmanna þeirra í Evrópu. Hér er um að ræða ódýrt vinnuafl, sem þeir nota óspart til að framleiða alla þætti atvinnulífsins. Kínverjar eru sjálfir "Capitalistic" í hugsun, og hafa alla tíð verð. Hjá þeim, gengur allt út á peninga. Jafnframt sitja Bandaríkin á stærstu auðlindum veraldar, fyrir utan olíu, sem liggur í mið-Austurlöndum.
Evrópa er það svæði, sem hefur verið mið-punktur þróunarinnar, og hér hafa skapast veldi sem hafa farið til Asíu, Afríku, mið-Austurlanda og Ameríku. það erum við í EVRÓPU sem erum undir höggi. Það er verið að grafa undan ríkis hagsmunakerfi okkar, og velferðarkerfinu, sem gerir okkur kleift að lifa því lífi sem við lifum. Þetta "socialism" kerfi, sem við búum við, er hótum bæði við Kína og Bandaríkin. Mao Tse, sigraði borgarastyrjöldina. En þjóðernissinnar, sigruðu friðin og hafa yfirtökin í dag.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.5.2011 kl. 11:53
Takk fyrir þessa innsýn Bjarne. Ég held einmitt að verið sé að beina spjótum að Evrópu, eins og sést á því að bandarískum yfirvöldum hefur nú tekist að velta Evrópumanni úr einu æðsta embættinu í fjármálaheiminum, hvort sem það var eitthvað sem var skipulagt eða einfaldlega tækifæri sem opnaðist og var ákveðið að nýta. Hingað til hefur það verið óskrifuð regla að skipting æðstu embætta er þannig að Evrópa færa að velja yfirmann IMF en Bandaríkin velja yfirmann Alþjóðabankans (World Bank), það er því ólíklegt að Bandaríkin muni sækjast eftir yfirráðum í IMF og enn ólíklegra að það fengist viðukennt af öðrum ríkjum. Bandaríkjamaðurinn Lipsky er næstráðandi IMF og tekur nú tímabundið við en í umræðunni um næsta formlega eftirmann takast á sjónarmið Evrópu og "nýmarkaðsríkjanna" með Kína fremst í flokki sem hefur undanfarin misseri verið að öskra á breytingar innan IMF. (China PBOC: New IMF Leadership Should Reflect New World Order | iMarketNews.com)
Það verður forvitnilegt að fylgjast með afskiptum bandarískra stjórnvalda af þessu máli á næstunni, ég leyfi mér að fullyrða að þau hefðu ekki leyft þessari atburðarás að eiga sér stað með þessum hætti hefðu þau ekki viljað það, og þau hafa ekkert gert til að reyna að gera lítið úr málinu heldur kynt undir fjölmiðlafárinu ef eitthvað er. Ég er ekki að fullyrða neitt um samsæriskenningar, aðeins að benda á að þegar svona mál kemur upp þá taka aðrir stórir hagsmunaaðilar alltaf meðvitaða ákvörðun um hvernig þeir muni bregðast við, ekki síst þegar þeir hafa það í valdi sínu að hafa áhrif á framvinduna eða jafnvel stýra atburðarásinni.
Samsæriskenningin er hinsvegar sú að þar sem Kínverjar hafa fjárhagslegt öryggi Bandaríkjanna nánast í hendi sér og hafa að undanförnu verið að auka þrýstinginn, þá var til að halda þeim góðum gerður bakdyrasamningur þar sem því var lofað að þeim yrði hjálpað að fremja valdarán hjá IMF. En vegna þess að hagsmunir bandarískra yfirvalda eru ekki eins augljósir þá beinist athyglin síður þangað. Fjölmiðlasirkusinn hjálpar svo við að dreifa athyglinni enn frekar. En þetta er auðvitað bara samsæriskenning...
Önnur samsæriskenning er að bandarísk stjórnvöld séu í raun blásaklaus heldur hafi Kínverjar skipulagt og framkvæmt þetta sjálfir. Með miklu fjármagni (sem þeir hafa), góðu njósnaneti (sem þeir hafa), og mútum eða þvingunum á réttum lykilpunktum (sem þeir geta og kunna) þá er fátt því til fyrirstöðu að sviðsetja allskyns klæki á bandarísku yfirráðasvæði. Fordæmið sem arabískir hellabúar og lélegir flugmenn sköpuðu með loftárás á tvo af mikilvægustu punktum Bandaríkjana þar á meðal sjálft varnarmálaráðuneytið sýndi glögglega hveru lítil hindrun er þar til staðar fyrir fjölmennasta og (næst)stærsta iðnveldi heims, ætli það sér að gera óskunda.
En eins og áður sagði eru þetta samsæriskenninar, ég er ekki að þykjast boða neinn sannleika, heldur bara að reyna að greina atburðarásina.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.5.2011 kl. 18:09
Samkvæmt nýjustu fregnum bendir margt til að Christine Lagarde, núverandi fjármálaráðherra Frakklands sé líklegur arftaki. Jean Claude Trichet seðlabankastjóri Evrópu og einnig fyrrum fjármálaráðherra Frakllands hefur einnig verið nefndur til sögunnar.
Frábært, breytum IMF í elliheimili fyrir franska ráðherra. Kannski af því að það er svo góð reynsla af slíku fyrirkomulagi frá Seðlabanka Íslands...?
Guðmundur Ásgeirsson, 19.5.2011 kl. 21:50
Athyglisvert í meira lagi. Góð samantekt. Það er ekki allt sem sýnist.
Jón Baldur Lorange, 21.5.2011 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.